Uppstillinganefnd

Desember 2024

Góðir félagar

Uppstillinganefnd Félags eldri borgar í Hveragerði hvetur þá liðsmenn sem áhuga hafa á setu í stjórn félagsins að bjóða sig fram fyrir næsta kjörtímabil (tvö ár).

Aðalfundurinn verður haldinn þann 13.febrúar 2025.

Starfið hefur verið mjög kraftmikið og mikilvægt að svo verði áfram. Við hvetjum áhugasama til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu í okkar góða félagi.

Í aðalstjórn sitja fimm manns og tveir í varastjórn.
Hér með er óskað eftir félögum til að gefa kost á sér í embætti formanns og einnig í aðal- og varastjórn.
Stjórnin tilnefnir fulltrúa á þing Landsambands eldri borgara (LEB).

Þeir sem áhugasamir eru um stjórnarsetu láti uppstillinganefnd vita í netpósti fyrir 1.janúar 2025.

Eyvindur Bjarnason, netfang: kjarrheidi10@gmail.com
Hólmfríður Árnadóttir, netfang: holmarn@ismennt.is
Guðmundur Sveinbjörnsson, netfang: gummi29@simnet.is

Kveðja,
Uppstillinganefnd FEB í Hveragerði

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *