Námskeið á vorönn
Til félaga í FEB í Hveragerði þann 19.1.2023
Nú hefur skráning í námskeið á vegum félagsins staðið yfir í viku, síðan á hádegi þann 12. janúar sl og átti að ljúka hér með. Þetta hefur gengið vel og er sérstaklega mikil aðsókn í vatnsleikfimitíma á mánudögum. Þar er nú fullbókað í þrjá tíma; kl. 16.30, 17.15 og 18.00. Allir fá svar um í hvaða tíma þeir eru skráðir og rukkun verður send í heimabanka á mánudag fyrir gjaldið fram að páskum. Þá er mikilvægt að greiða strax og mæta vel frá fyrsta degi sem er 23. janúar nk. Einnig er fullbókað í námskeið um Körfuhekl.
Enn er hægt að komast að á öðrum námskeiðum ef fólk hefur samband strax. Hægt er að hringja í Steinunni Aldísi í s. 661 2179 eða Sigurlín s. 898 2488.
Hér með fylgir auglýsing um snjalltækjanámskeið, haldið í Þorlákssetri í febrúar. Þar á að skrá sig hjá Seinunni Ósk hjá Fræðsluneti Suðurlands, sjá hér að neðan.
Nú er gott að bregðast fljótt við.
Bestu kveðjur
Sigurlín Sveinbjarnardóttir starfandi formaður
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!