Námskeið á vorönn

Til félaga í FEB í Hveragerði þann 19.1.2023

 

Nú hefur skráning í námskeið á vegum félagsins staðið yfir í viku, síðan á hádegi þann 12. janúar sl og átti að ljúka hér með. Þetta hefur gengið vel og er sérstaklega mikil aðsókn í vatnsleikfimitíma á mánudögum. Þar er nú fullbókað í þrjá tíma; kl. 16.30, 17.15 og 18.00. Allir fá svar um í hvaða tíma þeir eru skráðir og rukkun verður send í heimabanka á mánudag fyrir gjaldið fram að páskum. Þá er mikilvægt að greiða strax og mæta vel frá fyrsta degi sem er 23. janúar nk. Einnig er fullbókað í námskeið um Körfuhekl.

Enn er hægt að komast að á öðrum námskeiðum ef fólk hefur samband strax. Hægt er að hringja í Steinunni Aldísi í s. 661 2179 eða Sigurlín s. 898 2488.

Hér með fylgir auglýsing um snjalltækjanámskeið, haldið í Þorlákssetri í febrúar. Þar á að skrá sig hjá Seinunni Ósk hjá Fræðsluneti Suðurlands, sjá hér að neðan.

Nú er gott að bregðast fljótt við.

Bestu kveðjur

Sigurlín Sveinbjarnardóttir   starfandi formaður

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *