Miðvikudagar í apríl í Þorlákssetri.
Miðvikudagar í apríl 2017 kl. 13:00 í Þorlákssetri.
Miðvikud. 5. apríl: Gestur okkar er: Ingunn Gunnarsdóttir frá Tryggingastofnun, Selfossi. Kynnir breytingar á lögum um almannatryggingar sem tóku gildi 1. jan 2017 og snúa að eldri borgurum.
Miðvikud. 12. apríl: Gestur okkar er: Stefanía Inga Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfr, hennar fyrirlestur nefnist: Öruggari efri ár, byltu-og slysavarnir. Fjallað er um slysavarnir og forvarnir gegn slysum með eldra fólk í huga, sérstök áhersla lögð á byltuvarnir. Farið er skipulega í gegnum heimilið og nánasta umhverfi.
Miðvikud, 26. apríl: Gestur okkar er: Ingunn Stefánsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, hennar fyrirlestur nefnist: Gott minni er gulli betra. Fjallað er um skilgreiningu á minni, minnisstöðvar, mismunandi minni og mikilvægi minnisþjálfunar. Upphaf skipulagðar minnisþjálfunar og ekki síst nokkur góð ráð til að skerpa minnið
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!