Ljómyndasýning

Ljósmyndahópurinn HVER verður með ljósmyndasýningu í Bókasafninu í Hveragerði í nóvembermánuði.
Sýningin heitir:

FYRR og NÚ -Hveragerði

Sýningin opnar á föstudaginn kl. 15.00 í bókasafninu. Boðið verður upp á kaffi og pönnsur við opnunina. Verið öll hjartanlega velkomin.
Þetta er hvorki söguleg né menningarleg sýning- aðalmarkmið sýningarinnar er: Mín túlkun á tímanum fyrr og nú. Meginmarkmið hópsins er að hafa gaman saman. Hópinn skipa 15 félagar. Tíu félagar völdu að taka þátt í sýningunni. Hver og einn valdi sér eina gamla mynd frá Hveragerði eða nágrenni frá árunum kringum 1930-1970 og tók síðan mynd út frá svipuðu sjónarhorni. Félagar í ljósmyndahópnum BLIK á Selfossi aðstoðuðu við vinnslu myndanna og prentun.
Bókasafnið er opið mánudaga, kl. 11-18:30. þriðjudaga-föstudaga, kl. 13-18:30 og laugardaga, kl. 11-14.

 

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *