Leshópur
Heil og sæl
Við hittumst um daginn nokkrar konur sem hafa áhuga á að halda áfram með
leshópinn/bókmenntahópinn sem starfræktur var á vegum FEBH, en með örlítið breyttu formi. Við
viljum kanna hvort fleiri hafi áhuga.
Hugmynd okkar er að fundirnir verði frjálslegir og á hverjum fundi lesi 2-4 aðilar, sem ákveðnir eru á
fundinum á undan, sjálfvalið efni. Það má vera kafli úr skáldsögu, smásaga, fræðigrein úr bók eða
tímariti, nokkur ljóð eða hvaðeina sem viðkomandi finnst áhugavert. Jafnframt þarf viðkomandi að
kynna höfund, kynna bókina eða fjalla aðeins um efnið. Eftir hvern lestur verði boðið upp á
umræður. Þetta býður upp á fjölbreytni og ef til vill hvatningu til að kynna sér eitthvað sem annars
hefið ekki þótt áhugavert. Einnig verði að hausti valin ein bók sem allir lesi yfir „önnina“ og verði hún
tekin til umræðu undir lok „annarinnar“. Sama gert að vori. Auðvitað koma svo aðrar hugmyndir til
greina.
Við sjáum að á dagskrá FEBH er laus tími í Þorlákssetri á föstudagsmorgnum og gætum við þá verið
þar kl. 10:30-12. Viljum við prófa þann tíma, hann er betri en tíminn sem við höfðum síðast.
Það væri gott ef þeir sem áhuga hafa hefðu samband við mig (hlifarndal@gmail.com, s. 691-8367).
Við ætlum að byrja föstudagsmorguninn 4. nóvember kl. 10:30 og er öllum áhugasömum frjálst að
koma og vera með, hvort sem þeir eru búnir að hafa samband eða ekki. Til að byrja með verðum við í
innri salnum, en ef fjölmenni verður færum við okkur yfir í stærri salinn.
Með bestu kveðju,
Hlíf S. Arndal, fyrir hönd hópsins.
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!