Leikhúsferð 6. jan. 2024
Kæru félagar.
Strax eftir áramótin verður boðið upp á leikhúsferð.
Þann 6. janúar er síðasta sýning á leikverkinu Með Guð í vasanum. Þetta verk hefur hlotið mjög góðar umsagnir, þannig að við slógum til og pöntuðum miða, þó þetta sé e.t.v. ekki heppilegasti tíminn. Um verkið segir: Ásta upplifir sig í blóma lífsins þótt hún glími við ýmis veikindi og erfiðleika sem fylgja hækkandi aldri. Ekki bætir úr skák að hjartkær einkadóttirin þvælist dálítið fyrir henni og er hreint út sagt óþolandi stjórnsöm á köflum. Þegar Ásta mætir sínum stærstu áskorunum er gott að eiga öflugan bakhjarl í Guði – ekki síst þar sem segja má að Ásta sé með hann gjörsamlega í vasanum, eða hvað? Það kemur svo í ljós að Guð þarf að láta hendur standa fram úr ermum í þeim miklu breytingum sem standa fyrir dyrum í lífi Ástu. Meðal leikara eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Kristbjörg Kjeld Verkið er eftir Maríu Reyndal sem samdi verkið: Er ég mamma mín? sem var geysivinsælt verk.
Sýningin er 6. jan 2024 kl. 20.00
Miðinn kostar 7.100 kr. Þið pantið og greiðið í gegnum Sportable.
Frí rúta verður frá Þorlákssetri og leggur af stað kl.18.45
Með kveðju leikhúsnefnd
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!