Sá sem hreyfir sig reglulega fær þetta í kaupbæti:
- Sjálfstæði – möguleikan á að búa heima sem lengst.
- Vellíðan – umframorku til þess að takast á við gráan hversdagsleikann.
- Félagsskap – utandyra eða innan.
- Tengsl við æskuna – aukinn þrótt til þess að njóta samveru við börn og barnabörn.
- Ferðagleði – er nægilega hraustur til þess að fara í langferðir.
- Nýtur náttúrunnar – getur ferðast um fjöll og firnindi.
- Sefur vel – fær hraustlegt og gott útlit.
(Úr bókinni: Árin eftir sextugt)
Það sem er í boði hjá F.E.B.H:
Boccia á miðvikudögum og föstudögum kl. 10.00 í Þorlákssetri.
Göngutúrar á þriðjudögum kl. 10 frá Þorlákssetri.
Vatnsleikfimi með Rakel Magnúsdóttir á miðvikudögum kl. 16:00 – 17:00 í sundlaug N.L.F.Í.
Vatnsleikfimi er alhliða og góð þjálfun fyrir allan aldur og hefur lengi verið mjög vinsæl líkamsrækt. Þjálfun í vatni veitir viðráðanlega mótstöðu, eykur vöðvatyrk, styrkir hjarta og lungu, eykur þol og sveigjanleika, lækkar blóðþrýsting og er alveg sérlega góð og skemmtileg samvera með öðru fólki.
Yoga Nidra með Steinunni Aldísi Helgadóttur á þriðjudögum kl. 18:00 – 18:40 í Kapellunni Heilsustofnun
Yoga Nidra er form af hugleiðslu þar sem iðkendur liggja á dýnu og látur fara vel um sig með kodda og teppi. Kennarinn leiðir þátttakendur inn í djúpa meðvitaða slökun, þar sem hugurinn er í ástandi líkt og milli svefns og vöku. Í Yoga Nidra gefst tækifæri til að losa um spennu og streitu í líkamanum, bætt svefn, lækka blóðþrýsting og styrkja andlegt jafnvægi. Einn tími í Yoga Nidra er talinn vera álíka endurnærandi og þriggja tíma svefn.
Yoga með Helgu Björk Bjarnadóttur í Kapellan Heilsustofnun
Yogaástundun eru nærandi tímar, þar sem boðið er upp á einfaldar yoga stöður og ávalt eftir getu hvers og eins. Yoga iðkun eykur líkamlegan styrk, þol og sveigjanleika. Hugleiðsla og öndunaræfingar í tímum, hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann. Það er aldrei of seint að byrja að ástunda yoga og allt á þínum forsendum.
Hvenær er hægt að skrá sig í vatnsleikfimi?
verður sundleikfimi ekki áfram á mánudögum kl 1715