Kór Félags eldri borgara í Hveragerði söng í Skálholtskirkju 14. júní 2007 eftir æfingu inni í Skálholtsskóla. Kristín Sigfúsdóttir stjórnaði og Hilmar Örn Agnarsson organisti spilaði undir. Þetta var æfing fyrir Færeyjaferðina sem við lögðum í 4 dögum seinna, 18. júní og var mjög eftirminnileg ferð.