Á Bóndadaginn 22. janúar s.l. voru Hverafuglar, kór eldri borgara í Hveragerði heiðraðir með 70.000 kr. styrk frá Hljómlistafélagi Hveragerðis. Styrkinn á að nota til upptöku hljómdisks í hljóðveri Péturs Hjaltested í Hveragerði. Athöfnin fór fram að Hótel Örk og söng kórinn tvö lög af því tilefni, Vikivakar og Byggðin mín undir stjórn Heiðu Margrétar Guðmundsdóttur.
Páll Sveinsson einn af fimm formönnum Hljómlistarfélagsins ásamt formanni FEBH Auði Guðbrandsdóttur og Eddu Þorkelsdóttur formanni kórsins.
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!