Haustferð
Haustferð FEBH 2022
Miðvikudaginn 14. september 2022 verður farið í dagsferð um Njáluslóðir. Sigurlín Sveinbjarnardóttir, meðstjórnandi í stjórn FEBH, hefur skipulagt ferðina og verður leiðsögumaður í rútunni.
Brottför frá Þorlákssetri er kl. 9.00. Fyrst er stoppað við Hellana við Hellu. Þetta eru líklega elstu manngerðu vistarverurnar sem varðveist hafa á Íslandi. Þar fáum við leiðsögn um tvo hella.
Þá er haldið að Hótel Rangá og snæddur hádegisverður sem er: Lax með sætkartöflumauki, eplum, sinnepsfræjum, spergilkáli, granóla og hvítvínssósu. Kaffi og súkkulaði á eftir.
Síðan er ekið um helstu sögustaði á svæðinu þar sem Sigurlín segir frá nokkrum veigamiklum atburðum sem þar áttu sér stað á söguöld. Ekki verður sagan þó rakin heldur gripið niður hér og þar. Einnig sagðar aðrar stuttar sögur úr nútímanum.
Síðdegiskaffi fáum við í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð, kaffi og heimabakaðar pönnukökur með rjóma og/eða upprúllaðar.
Þá kemur Bjarni Harðarson, sagnamaður og bóksali, fæddur í Hveragerði og segir okkur frá Njálu á sinn einstaka og skemmilega hátt.
Við njótum þess að sjá á veggjum myndlist eftir listakonuna Þórhildi Jónsdóttur frá Lambey sem hefur málað helstu persónur í Njálu eins og hún sér þær fyrir sér. Þessi sýning er sérstaklega sett upp fyrir okkur. Þá verður haldið heim á leið, etv. með smá stoppi, komið í Hveragerði um kl. 18.30.
Hámarks fjöldi verður 55 manns.
Félagið mun greiða 50% af kostnaði, þannig að hver félagi greiðir þá kr. 7.500.- eða kr. 15.000.- á hjón.
Skráning í ferðina er í síma 661 2179 (Steinunn Aldís)
Fyrir hönd stjórnar
Steinunn Aldís
gjaldkeri
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!