Afmælishátíð

Afmælishátíð á Hótel Örk 25. mars 2023 kl. 18.00 – 24.00

Kæru félagar í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Nú skulum við fjölmenna í fína veislu á Hótel Örk í tilefni af 40 ára afmæli félagsins okkar, en hún verður haldin laugardaginn 25. mars nk. og hefst kl. 18.00. Við hefjum veisluna með góðum fordrykk, síðan verður boðið upp á humarsúpu í forrétt og lambasteik í aðalrétt.
Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg; ljúf tónlist undir borðhaldi sem verður fjörugri er líður á kvöldið og margs konar dagskráratriði verða á boðstólum, s.s. stutt ávörp, fjallað um sögu félagsins, einnig danssýning, tónlist og kórsöngur. Við endum svo á dansi, eru ekki allir til í það? Verðið er kr. 7.500 á mann sem sent verður í heimabanka.
Hægt er að skrá sig í tölvupósti með nafni og kennitölu á netfangið: sigurlinsv@simnet.is frá 10. – 14. mars nk., en einnig í síma 898 2488 mánudaginn 13. og þriðjudaginn 14. mars. Gott að láta vita hvort pantað er fyrir einn eða tvo. Allir komast að, en svar berst þegar skráningu er lokið.
Nú skulum við fjölmenna og heiðra okkar síunga og hressa félag á þessum tímamótum, því eins og oft er haft á orði þá er félagið félagarnir.
Stjórnin

Bingó

Bingó 3.mars kl.20:00 í Þorlákssetri.
Hverafuglar, kór Félags eldriborgara í Hveragerði heldur bingo í Þorlákssetri, félagsheimili FEBH föstudaginn 3. mars kl. 20:00. Verð á spjaldi kr.1.000,- Spilað verður í liðlega klukkustund með stuttu hléi en síðan verður söngstund með stjórnanda kórsins og e.t.v.fleirum hljóðfæraleikurum. Sungið verður í um hálfa klst. lög sem allir þekkja, söngtextar verða á staðnum. Húsið tekur hámark 100 manns í sæti við bingóspil. Margir og góðir vinningar. Reikna má með að hægt væri að deila út vinning að jafnaði á 1-2ja mínútna fresti.

Með fyrirfram þökkum
Sæunn formaður Hverafugla

Aðalfundur Félags eldri borgara Hveragerði

Aðalfundarboð í Félagi eldri borgara Hveragerði

24. febrúar 2023 kl. 15 í Þorlákssetri

Dagskrá
 Skipan fundarstjóra og fundarritara
 Skýrsla stjórnar um starfsárið 2022
 Ársreikningur 2022
 Félagsgjöld 2023
 Lagabreytingar
 Kosningar
1. Kosning formanns
2. Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára
3. Kosning eins varamanns í stjórn til tveggja ára
4. Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs og eins til vara
5. Kosning fulltrúa á mánaðarlega fundi og ársfund Landssambands eldri
borgara.
Tveir stjórnarmenn ganga úr stjórn; Áslaug Guðmundsdóttir, formaður og
Guðjón Árnason, varaformaður. Því þarf að kjósa formann, tvo menn í
aðalstjórn og einn í varastjórn. Tillaga uppstillingarnefndar liggur fyrir á
heimasíðu félagsins, www.hvera.net og í Þorlákssetri.
 Önnur mál: Verkefni framundan.
Að fundi loknum er öllum boðið í kaffiveitingar á Rósakaffi.

Stjórn Félags eldri borgara Hveragerði.

Tillögur uppstillinganefndar

Loader Loading...
EAD Logo Taking too long?

Reload Reload document
| Open Open in new tab

Sækja [116.83 KB]

Leikhúsferð

Kæru félagar,

Nú er komið að fyrstu leikhúsferð ársins.

Farið verður í Tjarnarbíó að sjá „Ég lifi enn“  laugardaginn 11. febrúar n.k. kl. 14:00.  Verð kr. 5.500.- á hvern félagsmann.  Það er fyrir leikhúsmiðann og rútuferðina.

Farið verður frá Þorlákssetri kl. 12:30

Skráning í tölvupósti  martahauks@gmail.com eða í síma: 8687405.  Skráningu lýkur 6. febrúar.

Koma þarf fram nafn, kennitala og fjöldi miða.

Greiðsla verður send í heimabanka

Stjórnin

Bókmenntahópur

„ Leshópurinn hittist alltaf kl. 10:30 – 12:00 á föstudögum í Þorlákssetri og eru allir félagsmenn velkomnir. Hugmyndin er að fundirnir verði frjálslegir og á hverjum fundi lesi 2-4 aðilar, sem ákveðnir eru á fundinum á undan, sjálfvalið efni. Það má vera kafli úr skáldsögu, smásaga, fræðigrein úr bók eða tímariti, nokkur ljóð eða hvaðeina sem viðkomandi finnst áhugavert. Jafnframt þarf viðkomandi að kynna höfund, kynna bókina eða fjalla aðeins um efnið. Eftir hvern lestur verði boðið upp á umræður. Þetta býður upp á fjölbreytni og ef til vill hvatningu til að kynna sér eitthvað sem annars hefið ekki þótt áhugavert. Einnig verði að hausti valin ein bók sem allir lesi yfir „önnina“ og verði hún tekin til umræðu undir lok „annarinnar“. Sama gert að vori. Auðvitað koma svo aðrar hugmyndir til greina.

Það er líka velkomið að mæta bara til að hlusta – engin skylda að lesa fyrir hópinn.“