Viðburðir í apríl 2015

1. apríl miðvikudag bíó kl. 20

9. apríl fimmtudag kl. 10 Björg Einarsdóttir les kafla úr bók sinni „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna“. Kaflinn heitir  Boðberi kærleikans og fjallar um þá merku konu Ólafíu Jóhannsdóttur. Jafnframt verða sýndar myndir.

16. apríl fimmtudag kl. 10, gestur Bjarki Bjarnason rithöfundur.

30. apríl vorfundur félagsins kl. 14 á Hótel Örk.  GLENS – GAMAN Kökuhlaðborð kr. 1.500.  Þátttökulisti í Þorlákssetri.

Hvað er að gerast í mars ?

Fimmtudagsfundirnir hefjast kl. 10.

5. mars
Steinunn S. Sigurðardóttir flutti til Hveragerðis 1. okt. 2014.
Ættuð frá Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu, hún les smásögu eftir Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli. (1911-1996). Einar sá um útvarpsþátt sem nefndist „Mér eru fornu minnin kær“ og var Steinunn lesari hjá honum í nær 20 ár.

12. mars
Spjallfundur á gamla mátann.

19. mars
Ingibjörg Guðjónsdóttir útibústjóri Arionbanka, svarar fyrirspurnum og fræðir okkur um bankann og þjónustu hans.

26. mars
Þórður Garðarsson skemmtir okkur, eins og honum einum er lagið.

Uppfært þ. 14. mars.

Félagsgjald og aðrar greiðslur 2014 – 15

Allar greiðslur til félagsins á að leggja inn á reikning nr 52 í Aríon banka og auðkenna hvað verið er að greiða í “ skýringu“ Ekki þarf að skila kvittun eða annarri greinargerð um greiðslu til gjaldkera ef skýringar segja nóg.
Skýringar : Árgjald – Kórgj -.Sundf.- Útsk.- Línud, – Handav – Orgelsj – Þorrabl – Árshtíð – Leikhús – Ferð og fleira ef til fellur.

Árgjald 2015 er kr. 3.000.- gjalddagi er 1. jan 2015, vinsamlega greiðið ekki fyrir áramót. Ef greitt er fyrir 1. marz 2015 inn á reikning 52 verður ekki sendur út greiðsluseðill. Greiðsluseðlar vegna ógreiddra árgjalda 2015 verða sendir út með tilheyrandi kostnaði 1. marz 2015.

Þátttökugjald í sundleikfimi er kr. 3.500.- á vorönn 2015.
Þátttökugjald, í Hverafuglum, kór eldri borgara er kr. 5000.- fyrir vorönnina
Þátttökugkald í útskurðinum er kr. 6.000.- fyrir vorönnina.
Þátttökugjald í línudansi er 2.500.- á vorönn 2015.

Bankaupplýsingar félagsins: Kennitala 691189-1049, banki 0314-26-52. Gott er að senda gjaldkera tölvupóst ef greitt er í netbanka (egillgust@simnet.is).