Haustfundur

Haustfundur FEBH verður haldinn í Þorlákssetri fimmtud. 3. sept. n.k. kl. 14.00. Vetrardagskráin kynnt. Kaffihlaðborð kr. 1000. Allir 60+ sérstaklega velkomnir.

Sýning í Þorlákssetri á Blómstrandi dögum.

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna er sýning FEBH á Blómstrandi dögum 2015 tileinkuð konum í Hveragerði. Hér er minnst nokkurra kvenna, sem settu svip sinn á þorpið á árunum 1946-1956.

Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 13. ágúst kl. 17,00 og verður síðan opin föstudag til sunnudags kl. 12-17.

Einnig verður sýningin opin næstu helgi á eftir, laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. ágúst kl. 14-17.

Síðsumarferð FEBH

FERÐAÁÆTLUN

Farið frá Þorlákssetri kl. 10.oo þriðjudaginn 25 ágúst n.k. Ekið verður upp Landsveit að Leirubakka þar sem Heklusetur verður heimsótt. Þaðan verður ekið yfir á Rangárvelli til Keldna þar sem gamli bærinn verður skoðaður.

Þaðan verður ekið um Fjallabaksleið-Syðri að Þríhyrningi og þaðan niður i Fljótshlíð um skógræktina á Tumastöðum og áfram upp Fljótshlíð að Kaffi Langbrók. Þar býður okkar Kjötsúpa. Áfram verður haldið að Hlíðarenda, en þaðan er frábært útsýni yfir héraðið.

Ekið á Hvolsvöll þar sem fræðst verður um Njálu og refillinn skoðaður, ef tækifæri gefst. Eftir það verður ekið í austur til Eyjafjalla, stansað vð Seljalandsfoss ef tími vinnst til. Næsti áfangastaður er Drangshlíð þar sem snæddur verður kvöldverður og gist um nóttina.

Næsta morgun verður ekið til Víkur, Víkurprjón heimsótt og fleira markvert skoðað. Nú er snúið við og ekið til baka að Skógum. Þar verður Byggðasafnið skoðað og þar verður einnig snædd súpa og brauð. Að því loknu verður heim á leið, Væntanleg heimkoma kl. 17,oo miðvikudaginn 26. Ágúst.

Áætlaður kostnaður:   kr 25.000   af þeirri upphæð greiðast kr 12.000 við brottför.

Gisting greiðist á staðnum.

Skráning og upplýsingar: Guðbrandur s. 567 5417, Sigurjón s. 483 4875

 

 

Tilkynning frá stjórn FEBH

Á stjórnarfundi FEBH 8. júlí s.l. tilkynnti Hrafnhildur Björnsdóttir formaður að vegna veikinda sinna treysti hún sér ekki til að gegna formennsku lengur og segði sig frá því og einnig stjórnarsetu.

Við tekur varaformaður Kristín Dagbjartsdóttir fram að næsta aðalfundi.

Við þökkum Hrafnhildi samstarfið og óskum henni góðs bata.

Stjórnin

Strandarbikarinn 2015

Strandarbikarsmótið var haldið 15. júlí í ágætisveðri. Bikarhafi næsta ár er Einar Benediktsson. Verðlaun, er Hoflandsetrið gaf hlutu Ásgeir Björgvinsson, sem fór holurnar 36 á 83 höggum og Guðjón Loftsson sem skoraði 78. Verðlaunahafar og þátttakendur:
P1050611 P1050616