Bjórkynning og pizzahlaðborð fyrir félaga í FEBH Hveragerði.
Föstudaginn 29. september kl. 18:00 verður boðið upp á bjórkynningu og pizzahlaðborð hjá fyrirtækinu Ölverk, Breiðumörk 2, Hveragerði. Sagt verður frá starfsemi brugghússins og tekur kynningin ca. 40 mín., innifalið í verði er smökkun á tveimur tegundum af bjór og pizzahlaðborð. Félagið mun niðurgreiða þátttökugjald um 25% þannig að verð til félagsmanna verður kr. 2.100.
Við munum taka á móti ykkur við dyrnar og merkja við á þátttökulista og þið greiðið ykkar hlut við kassann í Ölverk.
Að lokinni kynningu verður opið hús þar sem fólk getur keypt veitingar að vild.
Tilkynna skal þátttöku með tölvupósti í netfangið sigrunga@internet.is ef einhver hefur alls ekki tök á að senda tölvupóst má hringja í síma 483 5216 í Þorlákssetri milli kl. 13:00 og 15:00 mánudaginn 18. til og með þriðjudagsins 26. sept. 2023.
Fundarboð Félag eldri borgara í Hveragerði september 2023
Haustfundur verður haldinn sunnudaginn 10. september
nk. kl. 15.00 í Þorlákssetri og vetrarstarfið kynnt.
Einnig kynnum við nýtt skráningarkerfi, Sportabler fyrir
námskeiðin okkar. Skráningarkerfi Sportabler er notað í
fjölmörgum félagasamtökum og mun innleiðing þess
létta allt utan umhald varðandi námskeiðin og annað
starf félagsins umtalsvert.
Kaffi og meðlæti í boði félagsins. Mætum sem flest.
Stjórnin
Nú fer að líða að árlegum vorfundi sem haldinn verður næsta föstudag, 12.5. kl. 18 í Þorlákssetri. Fyrst á dagskrá verður Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður, með ýmsar upplýsingar varðandi starfsemi félagsins á vormisseri og horfur fyrir haustið. Einnig mun hún segja frá verkefni sem nefnt er Bjartur lífsstíll og snýr að aukinni áherslu á hreyfingu fólks 60+.
Þar næst kemur Helgi Pétursson, formaður Landssambandsins og segir okkur frá helstu áherslum sem lagðar eru þar á bæ okkur öllum til góðs.
Þá mun Steinunn Aldís Helgadóttir segja okkur frá vinnu í Öldungaráði Heragerðisbæjar, m.a. í stefnumótunarvinnu um málefni eldri Hvergerðinga. Hægt verður að spyrja um allt sem brennur á fólki og reynt eftir bestu getu að svara.
Síðan verða góðar veitingar, kaffi, te og vatn í boði félagsins. Engin skráning, bara að mæta sem flest með uppbyggilegar ábendingar og umræður.
Fyrir hönd stjórnar,
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
http://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.png00Daði Ingimundarsonhttp://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.pngDaði Ingimundarson2023-05-05 21:06:012023-05-05 21:06:07Vorfundur 12. maí kl. 18:00
Nú er aðeins rúm vika í ferðina okkar góðu til Stykkishólms og um Borgarfjörðinn og allt er klappað og klárt. Veðurspáin er mjög góð, milt veður um 3 gráður, engin úrkoma og sól um kvöldið. 28. apríl leggjum við af stað frá Þorlákssetri kl. 8.30. Við erum 37 í hópnum auk bílstjóra, sem sagt afskaplega þægileg stærð á hóp sem gerir allt miklu léttara, tekur styttri tíma að fara inn og út úr rútunni, fá afgreiðslu o.s.frv. Við ökum sem leið liggur í Borgarnes og þar verður stutt stopp við N1 sjoppuna en síðan haldið áfram beint í Stykkishólm. Þar eigum við pantaðan hádegismat í Narfeyrarstofu, dýrindis fiskrétt og kaffi á eftir. Síðan skoðum við bæinn og nágrennið, stoppum stutt við Helgafell en höldum síðan aftur í Borgarnes og bókum okkur inn á fína hótelið okkar um kl. 17.00. Þá getum við fengið okkur göngutúr, farið í baðhúsið (spa) í kjallara hótelsins eða bara hvílt okkur smá á herbergjum. Kvöldmaturinn verður kl. 19. Hægeldað lambafille með grilluðu rótargrænmeti, ristuðu smælki og sveppasósu. Eftirrétturinn er súkkulaðikaka með þeyttum rjóma. Næsta morgun er stór morgunverður. 29. apríl leggjum við af stað kl. 10 og byrjum á hringferð um Borgarnes og nágrenni, Borg á Mýrum m.m. Hádegisverðurinn verður í hóteli að Varmalandi, kjúklingaréttur með meðlæti og kaffi á eftir. Þá er ekið stóran hring að Deildartunguhver, Reykholti, Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri m.m. áður en haldið er heim til Hveragerðis, áætluð heimkoma kl. 18. Það verða ávextir og vatn á boðstólum í rútunni svo enginn ætti að verða svangur. Og á leiðinni segi ég ykkur alls konar sögur, gamlar og nýjar, lognar og sannar, skemmtilegar eða kannski leiðinlegar.
Ég hlakka til að kynnast ykkur betur
Bestu kveðjur
Sigurlín, fararstjóri s. 898 2488.
http://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.png00Daði Ingimundarsonhttp://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.pngDaði Ingimundarson2023-04-20 11:10:512023-05-08 10:48:37Vorferðin 28.-29. apríl
Bjórkynning og pizzahlaðborð
Bjórkynning og pizzahlaðborð fyrir félaga í FEBH Hveragerði.
Föstudaginn 29. september kl. 18:00 verður boðið upp á bjórkynningu og pizzahlaðborð hjá fyrirtækinu Ölverk, Breiðumörk 2, Hveragerði. Sagt verður frá starfsemi brugghússins og tekur kynningin ca. 40 mín., innifalið í verði er smökkun á tveimur tegundum af bjór og pizzahlaðborð. Félagið mun niðurgreiða þátttökugjald um 25% þannig að verð til félagsmanna verður kr. 2.100.
Við munum taka á móti ykkur við dyrnar og merkja við á þátttökulista og þið greiðið ykkar hlut við kassann í Ölverk.
Að lokinni kynningu verður opið hús þar sem fólk getur keypt veitingar að vild.
Tilkynna skal þátttöku með tölvupósti í netfangið sigrunga@internet.is ef einhver hefur alls ekki tök á að senda tölvupóst má hringja í síma 483 5216 í Þorlákssetri milli kl. 13:00 og 15:00 mánudaginn 18. til og með þriðjudagsins 26. sept. 2023.
Síðasti dagur skráningar er 26. sept. 2023.
Undirbúningsnefndin
Bjór og pizza í sept 2023
Heilsuefling 60+
Haustfundur
Fundarboð
Félag eldri borgara í Hveragerði
september 2023
Haustfundur verður haldinn sunnudaginn 10. september
nk. kl. 15.00 í Þorlákssetri og vetrarstarfið kynnt.
Einnig kynnum við nýtt skráningarkerfi, Sportabler fyrir
námskeiðin okkar. Skráningarkerfi Sportabler er notað í
fjölmörgum félagasamtökum og mun innleiðing þess
létta allt utan umhald varðandi námskeiðin og annað
starf félagsins umtalsvert.
Kaffi og meðlæti í boði félagsins. Mætum sem flest.
Stjórnin
Vorfundur 12. maí kl. 18:00
Kæru félagar í FEB í Hveragerði.
Nú fer að líða að árlegum vorfundi sem haldinn verður næsta föstudag, 12.5. kl. 18 í Þorlákssetri. Fyrst á dagskrá verður Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður, með ýmsar upplýsingar varðandi starfsemi félagsins á vormisseri og horfur fyrir haustið. Einnig mun hún segja frá verkefni sem nefnt er Bjartur lífsstíll og snýr að aukinni áherslu á hreyfingu fólks 60+.
Þar næst kemur Helgi Pétursson, formaður Landssambandsins og segir okkur frá helstu áherslum sem lagðar eru þar á bæ okkur öllum til góðs.
Þá mun Steinunn Aldís Helgadóttir segja okkur frá vinnu í Öldungaráði Heragerðisbæjar, m.a. í stefnumótunarvinnu um málefni eldri Hvergerðinga. Hægt verður að spyrja um allt sem brennur á fólki og reynt eftir bestu getu að svara.
Síðan verða góðar veitingar, kaffi, te og vatn í boði félagsins. Engin skráning, bara að mæta sem flest með uppbyggilegar ábendingar og umræður.
Fyrir hönd stjórnar,
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
Vorferðin 28.-29. apríl
Ágætu ferðafélagar mínir, gleðilegt sumar.
Nú er aðeins rúm vika í ferðina okkar góðu til Stykkishólms og um Borgarfjörðinn og allt er klappað og klárt. Veðurspáin er mjög góð, milt veður um 3 gráður, engin úrkoma og sól um kvöldið. 28. apríl leggjum við af stað frá Þorlákssetri kl. 8.30. Við erum 37 í hópnum auk bílstjóra, sem sagt afskaplega þægileg stærð á hóp sem gerir allt miklu léttara, tekur styttri tíma að fara inn og út úr rútunni, fá afgreiðslu o.s.frv. Við ökum sem leið liggur í Borgarnes og þar verður stutt stopp við N1 sjoppuna en síðan haldið áfram beint í Stykkishólm. Þar eigum við pantaðan hádegismat í Narfeyrarstofu, dýrindis fiskrétt og kaffi á eftir. Síðan skoðum við bæinn og nágrennið, stoppum stutt við Helgafell en höldum síðan aftur í Borgarnes og bókum okkur inn á fína hótelið okkar um kl. 17.00. Þá getum við fengið okkur göngutúr, farið í baðhúsið (spa) í kjallara hótelsins eða bara hvílt okkur smá á herbergjum. Kvöldmaturinn verður kl. 19. Hægeldað lambafille með grilluðu rótargrænmeti, ristuðu smælki og sveppasósu. Eftirrétturinn er súkkulaðikaka með þeyttum rjóma. Næsta morgun er stór morgunverður. 29. apríl leggjum við af stað kl. 10 og byrjum á hringferð um Borgarnes og nágrenni, Borg á Mýrum m.m. Hádegisverðurinn verður í hóteli að Varmalandi, kjúklingaréttur með meðlæti og kaffi á eftir. Þá er ekið stóran hring að Deildartunguhver, Reykholti, Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri m.m. áður en haldið er heim til Hveragerðis, áætluð heimkoma kl. 18. Það verða ávextir og vatn á boðstólum í rútunni svo enginn ætti að verða svangur. Og á leiðinni segi ég ykkur alls konar sögur, gamlar og nýjar, lognar og sannar, skemmtilegar eða kannski leiðinlegar.
Ég hlakka til að kynnast ykkur betur
Bestu kveðjur
Sigurlín, fararstjóri s. 898 2488.