Fréttir af starfi FEB-Hveragerði

Fréttir af starfi FEB Hveragerði á haustmisseri 2023

Nú er mesti annatíminn við að koma öllu starfinu í gang eftir sumarfrí liðinn hjá. Við í stjórninni tókum upp þá nýjung að skrá alla viðburði og námskeið sem boðið er upp á í tölvukerfi sem heitir Sportabler. Þetta þótti mörgum vera erfið brekka, líka okkur í stjórninni, en allt hefur gengið vel og allt starfið farið af stað á þeim tíma sem við höfðum áætlað. Nokkrir hnökrar reyndust vera, en það var þá oftast villa í banka viðkomandi. Við réðum starfsmann tímabundið sem hjálpar mikið. Bestu þakkir fyrir þolinmæði ykkar. Hóparnir í Þorlákssetri eru allir komnir af stað en við höfum haft áhyggjur af félagsvistinni en þar hafa fáir mætt. Tíminn kl. 13.00 á þriðjudögum rekst á vinsæla tíma í Heilsueflingu 60 + sem lýkur reyndar 19.10. nk. Við viljum því breyta tímanum yfir á kl. 15-18 á þriðjudögum þangað til. Sigurbjörg Ottesen verður hópstjóri.
Föstudaginn 29.9. var fyrsti föstudagsviðburðurinn, Pizzu og bjórkynning í Ölverki sem gekk ljómandi vel.
Næst er það svo sviðaveislan föstudaginn 27. október þar sem mættu 120 manns í Rósakaffi í fyrra. Nú viljum við ekki hafa svona þröngt svo við tökum á móti 70 manns og eigum síðan frátekið næsta föstudag á eftir þann 3. nóvember, aftur fyrir 70 manns ef mæting verður það góð.
Svo er það leikhúsferð þann 16. nóvember á Deleríum Búbónis, áætlað fyrir 50 manns á þá sýningu. Nánari kynning og skráning verður fljótlega.
Og til að ljúka þessari upptalningu ber að nefna Jólahlaðborðið á Hótel Örk þar sem er glæsilegur jólamatur og ýmislegt skemmtilegt á boðstólum sem verður
kynnt síðar. Dagsetningin er 6. desember kl. 15-18. Dagsferð um Reykjanes hefur verið frestað fram í mars 2024. Fylgist vel með auglýsingum sem birtast á heimasíðu félagsins Hvera.net, einnig fésbókarsíðu, í tölvupósti og pósti með frímerki og svo er hún Ásta á skrifstofunni sem hjálpar við að finna upplýsingarnar. Og félagið niðurgreiðir um 25% allt sem er á döfinni til áramóta.
Hveragerði 3.10.2023
Fh. stjórnar: Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður

Skráning á námskeið

Kæru félagsmenn í Félagi eldri borgara Hveragerði.
Nú er loksins búið að opna fyrir skráningu í kerfinu Sportabler á námskeið á vegum félagsins, sem við höfðum reiknað með að hefja þann 13.9. Það kemur þó vonandi ekki að sök því við höfum alla vikuna til að skrá og það verður aðstoð á skrifstofu félagsins í Þorlákssetri kl. 13-15 þessa 5 virku daga fyrir þá sem þess þurfa. Fyrst skal þess getið að það á enginn að greiða félagsgjöld nema aðeins þeir sem eru að ganga í félagið rétt núna. Félagsgjöld eru greidd í marsmánuði, eftir aðalfund, svo það er ekki verið að innheimta félagsgjöld eldri félaga núna.

Skráning í Sportabler leiðbeiningar

Bjórkynning og pizzahlaðborð

Bjórkynning og pizzahlaðborð fyrir félaga í FEBH Hveragerði.

 

Föstudaginn 29. september kl. 18:00 verður boðið upp á bjórkynningu og pizzahlaðborð hjá fyrirtækinu Ölverk, Breiðumörk 2, Hveragerði. Sagt verður frá starfsemi brugghússins og tekur kynningin ca. 40 mín., innifalið í verði er smökkun á tveimur tegundum af bjór og pizzahlaðborð. Félagið mun niðurgreiða þátttökugjald um 25% þannig að verð til félagsmanna verður kr. 2.100.

Við munum taka á móti ykkur við dyrnar og merkja við á þátttökulista og þið greiðið ykkar hlut við kassann í Ölverk.

Að lokinni kynningu verður opið hús þar sem fólk getur keypt veitingar að vild.

Tilkynna skal þátttöku með tölvupósti í netfangið sigrunga@internet.is ef einhver hefur alls ekki tök á að senda tölvupóst má hringja í síma 483 5216 í Þorlákssetri milli kl. 13:00 og 15:00 mánudaginn 18. til og með þriðjudagsins 26. sept. 2023.

Síðasti dagur skráningar er 26. sept. 2023.

 

Undirbúningsnefndin

Bjór og pizza í sept 2023

Heilsuefling 60+

Haustfundur

Fundarboð
Félag eldri borgara í Hveragerði
september 2023
Haustfundur verður haldinn sunnudaginn 10. september
nk. kl. 15.00 í Þorlákssetri og vetrarstarfið kynnt.
Einnig kynnum við nýtt skráningarkerfi, Sportabler fyrir
námskeiðin okkar. Skráningarkerfi Sportabler er notað í
fjölmörgum félagasamtökum og mun innleiðing þess
létta allt utan umhald varðandi námskeiðin og annað
starf félagsins umtalsvert.
Kaffi og meðlæti í boði félagsins. Mætum sem flest.
Stjórnin