Skráning á námskeið

Kæru félagsmenn í Félagi eldri borgara Hveragerði.
Nú er loksins búið að opna fyrir skráningu í kerfinu Sportabler á námskeið á vegum félagsins, sem við höfðum reiknað með að hefja þann 13.9. Það kemur þó vonandi ekki að sök því við höfum alla vikuna til að skrá og það verður aðstoð á skrifstofu félagsins í Þorlákssetri kl. 13-15 þessa 5 virku daga fyrir þá sem þess þurfa. Fyrst skal þess getið að það á enginn að greiða félagsgjöld nema aðeins þeir sem eru að ganga í félagið rétt núna. Félagsgjöld eru greidd í marsmánuði, eftir aðalfund, svo það er ekki verið að innheimta félagsgjöld eldri félaga núna.

Skráning í Sportabler leiðbeiningar

Bjórkynning og pizzahlaðborð

Bjórkynning og pizzahlaðborð fyrir félaga í FEBH Hveragerði.

 

Föstudaginn 29. september kl. 18:00 verður boðið upp á bjórkynningu og pizzahlaðborð hjá fyrirtækinu Ölverk, Breiðumörk 2, Hveragerði. Sagt verður frá starfsemi brugghússins og tekur kynningin ca. 40 mín., innifalið í verði er smökkun á tveimur tegundum af bjór og pizzahlaðborð. Félagið mun niðurgreiða þátttökugjald um 25% þannig að verð til félagsmanna verður kr. 2.100.

Við munum taka á móti ykkur við dyrnar og merkja við á þátttökulista og þið greiðið ykkar hlut við kassann í Ölverk.

Að lokinni kynningu verður opið hús þar sem fólk getur keypt veitingar að vild.

Tilkynna skal þátttöku með tölvupósti í netfangið sigrunga@internet.is ef einhver hefur alls ekki tök á að senda tölvupóst má hringja í síma 483 5216 í Þorlákssetri milli kl. 13:00 og 15:00 mánudaginn 18. til og með þriðjudagsins 26. sept. 2023.

Síðasti dagur skráningar er 26. sept. 2023.

 

Undirbúningsnefndin

Bjór og pizza í sept 2023

Heilsuefling 60+

Haustfundur

Fundarboð
Félag eldri borgara í Hveragerði
september 2023
Haustfundur verður haldinn sunnudaginn 10. september
nk. kl. 15.00 í Þorlákssetri og vetrarstarfið kynnt.
Einnig kynnum við nýtt skráningarkerfi, Sportabler fyrir
námskeiðin okkar. Skráningarkerfi Sportabler er notað í
fjölmörgum félagasamtökum og mun innleiðing þess
létta allt utan umhald varðandi námskeiðin og annað
starf félagsins umtalsvert.
Kaffi og meðlæti í boði félagsins. Mætum sem flest.
Stjórnin

Vorfundur 12. maí kl. 18:00

Kæru félagar í FEB í Hveragerði.

Nú fer að líða að árlegum vorfundi sem haldinn verður næsta föstudag, 12.5. kl. 18 í Þorlákssetri. Fyrst á dagskrá verður Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður, með ýmsar upplýsingar varðandi starfsemi félagsins á vormisseri og horfur fyrir haustið. Einnig mun hún segja frá verkefni sem nefnt er Bjartur lífsstíll og snýr að aukinni áherslu á hreyfingu fólks 60+.

Þar næst kemur Helgi Pétursson, formaður Landssambandsins og segir okkur frá helstu áherslum sem lagðar eru þar á bæ okkur öllum til góðs.

Þá mun Steinunn Aldís Helgadóttir segja okkur frá vinnu í Öldungaráði Heragerðisbæjar, m.a. í stefnumótunarvinnu um málefni eldri Hvergerðinga. Hægt verður að spyrja um allt sem brennur á  fólki og reynt eftir bestu getu að svara.

Síðan verða góðar veitingar, kaffi, te og vatn í boði félagsins. Engin skráning, bara að mæta sem flest með uppbyggilegar ábendingar og umræður.

Fyrir hönd stjórnar,

Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður