Jólafundur FEBH

Jólafundur félagsins verður haldinn á Hótel Örk mánudaginn 14. des. kl. 14.00.

Skemmtidagskrá.

Kaffihlaðborð kr. 1800 fyrir manninn, sem greiðist við innganginn.

Skráningarlisti er í Þorlákssetri.

Afgreiðsla bæjarráðs á hugmyndum FEBH og Rauða krossins um aðkomu að „Þjóðarsátt um læsi“.

Hveragerði 01.10.2015

Á fundi bæjarráðs Hveragerðirbæjar, sem haldinn var í dag, var eftirfarandi tekið til umfjöllunar.

Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir hugmyndum sem Félag eldri borgara í Hveragerði og Rauða kross deild Hveragerðis hafa kynnt um mögulega aðkomu meðlima félaganna að aðstoð við börn með lestrarörðuleika með áherslu á börn af erlendum uppruna í Grunnskóla Hveragerðis. Telja forsvarsmenn félaganna að með þessu móti geti aðilar í félögunum lagt sitt af mörkum við innleiðingu Þjóðarsáttmála um læsi sem undirritaður var nýlega.

Eftirfarandi var fært til bókar.

„Bæjarráð fagnar frumkvæði félaganna og telur að verkefni sem þetta geti orðið börnum bæjarins mikil lyftistöng. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt í Fræðslunefnd sem tók jákvætt í erindið.

„Bæjarráð samþykkir að fela skólastjórnendum að vinna að skipulagi verkefnisins í samvinnu við Félag eldri borgara og Hveragerðisdeild Rauða krossins.“

Þetta tilkynnist hér með.                                                                                                                   Virðingafyllst.   f.h. Hveragerðisbæjar.                                                                                                     Hanna Lovísa Olsen, þjónustufulltrúi

Brunastigi – fyrsta skóflustunga

Framkvæmdir hófust í 44. viku 2015 við brunastiga úr salnum okkar að Breiðumörk 25b. Gönguhópurinn var að sjálfsögðu viðstaddur til að taka fyrstu skóflustunguna.
Skóflustunga_1

Fimmtudagsmorgnar í nóvember.

DAGSKRÁ FIMMTUDAGSMORGNA Í NÓVEMBER

Í ÞORLÁKSSETRI KL: 10 – 12.

5.nóv:             Hjörtur Þórarinsson kemur og kynnir FÁÍA.

12.nóv:           Sigurður Blöndal  

19.nóv:             Haukur Ingibergsson form.LEB

26.nóv:             Karlar segja frá: Unnar Stefánsson

Til kórfélaga í Hverafuglum

 Nú er búið að breyta og taka til í sönglaga-gagnagrunninum.

Þeir sem ekki hafa notað raddskrárnar fyrr fara inn á forsíðu heimasíðunnar <hvera.net> og fara með bendilinn yfir Hópar & nefndir og þá kemur nafnið Hverafuglar í ljós. Þá fer maður með bendilinn yfir Hverafuglar og ýtir á Sönglög Hverafugla til hægri. Þá erum við komin inn í gagnagrunninn og getum valið það lag sem við viljum.

Breytingin er í því fólgin að við skrifum inn 3-5 bókstafi af nafni lags sem við ætlum að æfa og svo er ýtt á leitar-hnappinn og koma þá allar raddskárnar fram í því lagi

Nýjustu lögin eru öll komin inn og jólalögin sem við höfum æft undanfarin ár.

Með kveðju – Svanur Jóhannesson