Frá gjaldkera um greiðslur á nýju ári

Varðar þátttökugjöld í félagsstarfi á vorönn 2016

og félagsgjald fyrir árið 2016.

Félagsgjald fyrir árið 2016 er kr. 3.500.- Þeir sem greiða árgjaldið fyrir 1. marz n.k. fá ekki greiðsluseðil. Aðrir fá greiðsluseðil með tilheyrandi kostnaði.

Ætlast er til þess að þeir sem sækja afþreyingu í félagsstarfið, séu skráðir félagar og greiði árgjald.

Sundleikfimi á Heilsustofnun NLFÍ.  Þátttökugjald kr. 3.500-

Línudans í umsjá Harðar Stefánssonar í Þorlákssetri. Þáttökugjald kr. 2500.-

Útskurður í tré í umsjá Valdemars Ingvasonar í Smíðastofu Grunnskólans.  Þátttökugjald kr. 5000.-

Hverafuglar söngæfingar í Þorlákssetri kr. 5.000.- Með fyrirvara um fjölda kórfélaga. (Kórfélagar gr. 50% af launum söngstjórans)

Verði námsskeið, ferðalög eða aðrar gjaldskyldar uppákomur á vegum félagsins, verða þátttökugjöld auglýst samhliða annarri kynningu.

Þátttökugjöldin óskast greidd inn á reikning Félags eldri borgara í KB banka fyrir 10. febr. 2016. Verði þátttökugjöldin ekki greidd, verða sendir út greiðsluseðlar.

Bankalínan er 0314 26 52   kt. 691189-1049. Í skýringu komi fram fyrir hvað verið er að greiða.

11.jan 2016

Fh. stjórnar félags eldri borgara

Egill Gústafsson gjaldkeri.

Fimmtudagar í janúar.

Félag eldri borgara Hveragerði

Dagskrá fimmtudagsmorgna í janúar kl. 10:00 – 12:00

14. jan. Karlar segja frá: Indriði Aðalsteinsson, bóndi, Skjaldfönn.

21. jan. Karlar segja frá: Svanur Jóhannesson, Hvergerðingur.

28. jan. Konur segja frá: Aldís Schram, gestur í Varmahlíðarhúsinu.

Aðalfundur Félags eldriborgara Hveragerði 2016.

Aðalfundur Félags eldriborgara Hveragerði 2016.

 

Samhvæmt samþykktum hefur stjórn félags eldriborgara í Hveragerði skipað uppstillingarnefnd:

Jónu Einarsdóttur, formann, Laufeyju Valdimarsdóttur og Sigurjón Guðbjörnsson.

Aðalfundur hefur verið ákveðinn fimmtudaginn 11.febrúar kl.14.

 

Uppstillinganefnd auglýsir eftir framboðum í eftirtalin stjórnarstörf sem kjósa

ber til á aðalfundinum.

Formann: Starfandi formaður Kristín Dagbjartsdóttir gefur ekki kost á sér í það embætti.

Í aðalstjórn hafa lokið kjörtímabili:

Guðlaug Birgisdóttir,                   Gefur ekki kost á endurkjöri.

Hrafnhildur Jóhannsdóttir,         Gefur ekki kost á endurkjöri.

Í varastjórn hefur lokið kjörtímabili:

Helgi Kristmundsson,                   Gefur kost á endurkjöri.

Skoðunarmenn reikninga:    Kosnir eru tveir skoðunarmenn ársreikninga árlega á aðalfundi félagsins.

 

Framboðum eða tillögum skal komið til uppstillingarnefndar í síðasta lagi 22.janúar 2016, skriflega eða tölvupósti á netfang formannsinns.

Jónu Einarsdóttur:             jonaein@simnet.is         sími: 483-4315/844-9987

Sigurjón Guðbjörnsson:     grjonig@gmail.com       sími: 483-4875/899-9875

Laufey Valdimarsdóttir:                                               sími: 483-4133/866-2995

Uppstillingarnefndin mun síðan birta tillögur sínar tímanlega fyrir aðalfund , ásamt öðrum tillögum sem berast, á auglýsingatöflu félagsins í Þorlákssetri.

Hveragerði 8. Janúar 2016.

Uppstillingarnefnd.

Vatnsleikfimin byrjar 20. jan.

Þar sem kennarinn okkar er erlendis, byrjar vatnsleikfimin ekki fyrr en 20. jan., en okkur er heimilt að fara í laugina og pottana á okkar venjulega tíma.

Fimmtudagsmorgunn 10. des.

Fimmtudaginn 10. desember kl. 11:00 verður farið í Listasafnið og skoðuð sýningin Mörk með leiðsögn Ingu Jónsdóttur forstöðumann safnsins.
Hittumst í safninu tímanlega. Kveðja stjórnin