Vatnsleikfimin byrjar 20. jan.

Þar sem kennarinn okkar er erlendis, byrjar vatnsleikfimin ekki fyrr en 20. jan., en okkur er heimilt að fara í laugina og pottana á okkar venjulega tíma.

Fimmtudagsmorgunn 10. des.

Fimmtudaginn 10. desember kl. 11:00 verður farið í Listasafnið og skoðuð sýningin Mörk með leiðsögn Ingu Jónsdóttur forstöðumann safnsins.
Hittumst í safninu tímanlega. Kveðja stjórnin

Jólafundur FEBH

Jólafundur félagsins verður haldinn á Hótel Örk mánudaginn 14. des. kl. 14.00.

Skemmtidagskrá.

Kaffihlaðborð kr. 1800 fyrir manninn, sem greiðist við innganginn.

Skráningarlisti er í Þorlákssetri.

Afgreiðsla bæjarráðs á hugmyndum FEBH og Rauða krossins um aðkomu að „Þjóðarsátt um læsi“.

Hveragerði 01.10.2015

Á fundi bæjarráðs Hveragerðirbæjar, sem haldinn var í dag, var eftirfarandi tekið til umfjöllunar.

Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir hugmyndum sem Félag eldri borgara í Hveragerði og Rauða kross deild Hveragerðis hafa kynnt um mögulega aðkomu meðlima félaganna að aðstoð við börn með lestrarörðuleika með áherslu á börn af erlendum uppruna í Grunnskóla Hveragerðis. Telja forsvarsmenn félaganna að með þessu móti geti aðilar í félögunum lagt sitt af mörkum við innleiðingu Þjóðarsáttmála um læsi sem undirritaður var nýlega.

Eftirfarandi var fært til bókar.

„Bæjarráð fagnar frumkvæði félaganna og telur að verkefni sem þetta geti orðið börnum bæjarins mikil lyftistöng. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt í Fræðslunefnd sem tók jákvætt í erindið.

„Bæjarráð samþykkir að fela skólastjórnendum að vinna að skipulagi verkefnisins í samvinnu við Félag eldri borgara og Hveragerðisdeild Rauða krossins.“

Þetta tilkynnist hér með.                                                                                                                   Virðingafyllst.   f.h. Hveragerðisbæjar.                                                                                                     Hanna Lovísa Olsen, þjónustufulltrúi

Brunastigi – fyrsta skóflustunga

Framkvæmdir hófust í 44. viku 2015 við brunastiga úr salnum okkar að Breiðumörk 25b. Gönguhópurinn var að sjálfsögðu viðstaddur til að taka fyrstu skóflustunguna.
Skóflustunga_1