Fimmtudagsmorgnar í mars og apríl 2016.

Fimmtud. 3. mars:   Konur segja frá:   Kristbjörg Markúsdóttir

Fimmtud. 10. mars: Gestur fundarins: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri.

Fimmtud. 17. mars: Áslaug Björt Guðmundardóttir, rithöfundur, gestur í Varmahlíðarhúsinu.

Fimmtud. 31. mars: Karlar segja frá: Gústaf Óskarsson

Fimmtud. 7. apríl: Hugmyndafræði Edenstefnunnar, Steinunn Gísladóttir, bústýra á Bæjarási.

Fimmtud. 14. apríl: Listasafn Árnesinga heimsótt til að sjá sýningarnar Keramík og KvíKví, með leiðsögn Ingu Jónsdóttur, safnstjóra. Mæta kl. 11 í safnið.

Fimmtud. 21. apríl: Sumardagurinn fyrsti (frí, rauður dagur).

Fimmtud. 28. apríl: ?

Leikhúsferð

Halló, halló nú verður farið að sjá gamanleikinn  Brúðkaupið í Félagsheimilinu Aratungu

föstudaginn 12. febrúar kl. 20:00

Rúta frá Þorlákssetri kl. 18:30

Almennt sýningaverð er kr. 2000

fyrir eldri borgara kr. 1700, greiðist við innganginn.

Skráning á listann í Þorlákssetri  eða hjá Sigurjóni sími 483 4875

Aðalfundur FEBH 2016

Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði  verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar  kl. 14: 00  í Þorlákssetri.

Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórn FEBH

Kóramót Hverafugla

Laugardaginn 30. janúar n.k. kl. 14 verður samsöngur í Hveragerðiskirkju. Þar koma fram 3 eldri borgara kórar: Eldey á Suðurnesju , Tvennir tímar úr uppsveitum Árnessýslu og Hverafuglar í Hveragerði.

Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.

Fimmtudagar í febrúar 2016

Dagskrá fimmtudaga í febrúar hjá FEBH

Fimmtud. 4. febr. kl. 13.00: Rútuferð frá Þorlákssetri á vorfagnað á Hótel Selfossi.

Fimmtud. 11. febr. kl. 14.00: Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði.

Fimmtud. 18. febr. kl. 10-12: Karlar segja frá: Garðar Hannesson.

Fimmtud. 25. febr. kl. 10-12: Karlar segja frá: Brandur Gíslason.