Aðalfundur FEBH 2016

Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði  verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar  kl. 14: 00  í Þorlákssetri.

Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórn FEBH

Kóramót Hverafugla

Laugardaginn 30. janúar n.k. kl. 14 verður samsöngur í Hveragerðiskirkju. Þar koma fram 3 eldri borgara kórar: Eldey á Suðurnesju , Tvennir tímar úr uppsveitum Árnessýslu og Hverafuglar í Hveragerði.

Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.

Fimmtudagar í febrúar 2016

Dagskrá fimmtudaga í febrúar hjá FEBH

Fimmtud. 4. febr. kl. 13.00: Rútuferð frá Þorlákssetri á vorfagnað á Hótel Selfossi.

Fimmtud. 11. febr. kl. 14.00: Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði.

Fimmtud. 18. febr. kl. 10-12: Karlar segja frá: Garðar Hannesson.

Fimmtud. 25. febr. kl. 10-12: Karlar segja frá: Brandur Gíslason.

Námskeið í postulínsmálun.

Jónína Valdimarsdóttir Kirkjuferju heldur námskeið í postulínsmálun.

Námskeiðið er 4 kvöld kl. 18:00 – 21:00, haldið í Kirkjuferju.

Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 3. febrúar, og næstu miðvikudaga 10. feb.  17. feb. og   24. feb.

Verð kr. 12000, allt innifalið nema gull, luster og brennsla, (misjafnt hvað þátttakendur vilja nota).

Hámark 7 þátttakendur.

Þátttakendur skrái sig á lista í Þorlákssetri.

Jónína hefur verið með námskeið í postulínsmálun í mörg ár og er með námskeið í gangi.

Þátttakendur gætu sameinast í bíla, það er ekki langt að fara, Guðbjörg Jóna ratar.

Stólaleikfimi

Fólk hefur verið að spyrja eftir stólaleikfimi.

Loreley Sigurjónsdóttir, einkaþjálfari býður 10 vikna námskeið í húsnæði sínu að Austurmörk 18 Hveragerði.

Einu sinni í viku, 30 mín í senn, á fimmtudögum kl 13:00

Byrjar fimmtudaginn 18. febrúar kl 13:00.

Verð kr 5000, greiðist við innritun.

Fjöldi miðast við 12-15 manns.

Þátttökulisti liggur frammi í Þorlákssetri.