Miðvikudagar í sept.
Miðvikudagar í september kl. 13:00 .
7. september: Listasafn Árnesinga heimsótt. Skoðum sýninguna Tímalög með leiðsögn safnstjóra Ingu Jónsdóttur. Mæting í safnið kl. 13:00.
14. september: Örnólfur Árnason er gestur okkar. Hann hefur gert fjölda útvarpsþátta um Suðaustur-Asíu og kynnt sér sögu, menningu og mannlíf á þessum slóðum. Örnólfur kynnir okkur Töfraeyjuna Balí og hversu gott er að dvelja þar.
21. september: Ólafur Beinteinn Ólafsson rithöfundur, sem er gestur í Varmahlíðarhúsi, verður með erindi og kryddar komu sína með harmónikkuleik og hópsöng.
28. september verður bíósýning kl 13:00. Sýnd verður kvikmyndin????? Sýningarstjóri Helgi Kristmundsson.
Haustfundur FEBH
Haustfundur FEBH 2016 verður haldinn fimmtudaginn 1. september kl. 14. í Þorlákssetri.
Á haustfundinum eru almenn fundarstörf, m.a. kynning á dagskrá vetrarins og glæsilegt kaffihlaðborð á kr. 1000.
Hægt að skrá sig á fundinum á þá viðburði sem eru í boði, þeir sem komast ekki á fundinn geta hringt í einhvern stjórnarmanna og fengið nánari upplýsingar. Stjórnarmenn taka líka við skráningu nýrra félaga.
Gísli Garðarsson form. gisgar@talnet.is 862 7501 / 483 4707
Egill Gústafsson gjaldkeri egillgust@simnet.is 892 7790 Guðmundur K Þorbjörnsson varaform. saeunnfg@gmail.com 568 6589 /788 0259
Jónína Haraldsdóttir ritari. joninah1948@gmail.com 866 4398 Kristín Dagbjartsdóttir meðstj. jkd@simnet.is 860 3884 / 557 4884
Helga Baldursdóttir varam. helgabald@simnet.is 483 4256 / 8493830
Helgi Kristmundsson varam. motoristioo7@gmail.com 694 7293
Færsla fimmtudagsfundanna
Ath.: Dagskrárliðurinn „Fræðsla og spjall“ verður í vetur á miðvikudögum kl. 13:00.
Miðvikudagar í september kl. 13:00 .
7. september: Listasafn Árnesinga heimsótt. Skoðum sýninguna Tímalög með leiðsögn safnstjóra Ingu Jónsdóttur. Mæting í safnið kl. 13:00.
14. september: Örnólfur Árnason er gestur okkar. Hann hefur gert fjölda útvarpsþátta um Suðaustur-Asíu og kynnt sér sögu, menningu og mannlíf á þessum slóðum. Örnólfur kynnir okkur Töfraeyjuna Balí og hversu gott er að dvelja þar.
21. september: Ólafur Beinteinn Ólafsson rithöfundur, sem er gestur í Varmahlíðarhúsi, verður með erindi og kryddar komu sína með harmónikkuleik og hópsöng.
28. september verður bíósýning kl 13:00. Sýnd verður kvikmyndin????? Sýningarstjóri Helgi Kristmundsson.
Blómstrandi dagar í Þorlákssetri 2016
Blómstrandi dagar í Þorlákssetri 12. – 14. ágúst 2016
Sýning á tréskurði og öðrum munum gerðum af félagsmönnum.
Tréskurður er meðal þess sem er í boði hjá FEBH til skemmtunar og afþreyingar fyrir félagsmenn. Valdimar Ingvason húsasmíðameistari hefur kennt tréskurð á vegum félagsins síðast liðna 10 vetur. Valdimar lærði tréskurð hjá Hannesi Flosasyni og á sjálfur nokkur verk á sýningunni. Sýningin verður opnuð föstudaginn 12. ágúst, kl. 14:00 og verður opin til kl. 17:00. Laugardaginn 13. ágúst og sunnudaginn 14. ágúst verður opið frá kl. 13:00 til kl. 17:00.
Stjórn FEBH hefur kaffi á könnunni og lítilræði með, fyrir gesti.
Púttmótið á Strönd 2016
Pútthópurinn heldur sitt árlega útipúttmót á Strandarvelli á Rangárvöllum miðvikudaginn 22. júní, það er að segja næsta miðvikudag!
Verum mætt vel fyrir klukkan 11. Akstur frá Hveragerði tekur rúma þrjá stundarfjórðunga.
Leiknar verða 36 holur. Verðlaun verða frá stuðningsfyrirtækjum mótsins Skeljungi Hveragerði og Kjöti og kúnst. Síðan er auðvitað Strandarbikarinn, alltaf spennandi hver fær að varðveita hann næsta ár.
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?
Feel free to contribute!