Ljósmyndasýning Bjössa á Bláfelli

Sigurbjörn Bjarnason verður með ljósmyndasýningu í Þorlákssetri fimmtudagskvöldið 24. nóv. n.k. kl. 20.

Miðvikudagar í nóv.

Fræðsla og spjall í nóv. – miðvikudaga kl. 13.oo

2. nóv. Vöfflukaffi og spjall við stjórnarmenn.

9. nóv. Bjarni Harðarson – gestur dagsins.

16. nóv. Fulltrúi frá brunavörnum kynnir
Brunavarnir í heimahúsum.

23. nóv. Haukur Ingibergsson form. Lands-
sambands eldriborgara – gestur dagsins.

30. nóv. Kvikmyndasýning:
í umsjón Helga Kristmundssonar.

Er þakrennan stífluð?

Félagar í FEBH fá afslátt af rennuhreinsun (gegn framvísun félagsskírteina). Verðið er kr. 4.000 á íbúð. Hringið í síma 780 3032.

Reykjavíkurferð

REYKJAVÍKURFERÐ

Mánudaginn 7. nóvember n.k. er fyrirhuguð dagsferð um Reykjavíkursvæðið.  Lagt verður af stað kl. 12.30 og ekið til Bessastaða og staðurinn skoðaður undir leiðsögn.  Þaðan verður ekið í Grafarvog í Reykjavík og Korpúlfarnir (félag eldriborgara í Grafarvogi) sóttir heim. Að endingu verður snæddur kvöldverður í Norræna húsinu hjá Sveini Kjartanssyni, sem er uppalinn í Hveragerði eins og flestir vita. Áætluð heimkoma  kl. 20 – 21.  Samtals verð (matur og rúta)  kr. 5500. Greiðist inn á reikn. félagsins, nr. 52 í Arionbanka.

Skráningarblað í Þorlákssetri.

Frá gjaldkera.

Félag eldri borgara í Hveragerði: Bankalína  0314   26   52   691189-1049.

Varðar greiðslur til félagsins haustönn 2016 – vorönn 2017.                                                                                Allar greiðslur til félagsins á að leggja inn á reikning nr 52 í Aríon banka.og auðkenna hvað verið er að greiða í  “ skýringu“.  Ekki þarf að skila kvittun eða annarri greinargerð um greiðslu til gjaldkera ef skýringar segja nóg. Skýringar t.d.:  Árgjald – Kórgj – Sundf – Útskurð – Línud, – Handav – Orgelsj –  Þorrabl – Árshtíð –  Leikhús  – Jóga – Djúpsl  -Stólafi – Ferð –  og fleira ef til fellur.                                                                                                                             Nýjir félagar greiði árgjald árið sem þeir ganga í félagið, árgjald 2016 er kr. 3.500.-                                                 Þátttaka í félagsstarfi er fyrir skráða félaga.                                                                                                                          Árgjald 2017 er kr. 3.500.- gjalddagi er 1. jan 2017. Vinsamlega greiðið ekki á þessi ári. Ef greitt er fyrir 1. marz 2017  inn á reikning 52 verður ekki sendur út greiðsluseðill. Greiðsluseðlar vegna ógreiddra árgjalda 2017 verða sendir út  með tilheyrandi kostnaði  1. marz 2017.

Þátttökugjald í sundleikfimi er kr. 3.500.- á haustönn 2016.

Þátttökugjald, í Hverafuglum, kór eldri borgara er kr. 5000.- fyrir haustönnina.                                                    Markmið er að kórgjöldin mæti helmingi launa  söngstjórans . Innh. á vorönn 2017 miðast við að ná því.

Þátttökugjald í útskurðinum er kr. 6.000.- fyrir haustönnina.

Þátttökugjald í línudansi er  2.500-kr.  á haustönninni.

Þáttökugjald í stólaleikfimi er kr. 250 fyrir hvert skipti sem fólk mætir. Leiðbeinandinn gerir upp um áramót við félagið sem svo innheimtir hlut þátttakanda hjá hverjum félaga á haustönninni.

Þátttökugjald í djúpslökun er 250,- pr. hvert skipti, sama fyrirkomulag á innheimtu og á stólaleikfiminni.

Varðandi önnur námsskeið er stefnan að þátttakendiur greiði helming launa leiðbeinanda og efni eftir þörfum.

Skorað er þá sem starfa í gjaldskyldum hópum að greiða þátttökugjöldin á haustönninni fyrir 31.10. 2016.

Hveragerði  21.sept. 2016

Egill Gústafsson

gjaldkeri  Félags eldri borgara í Hveragerði.