Jólafundur FEBH

Jólafundur FEBH verður haldinn í Skyrgerðinni (gamla þinghúsinu) fimmtudaginn 15. des. n.k. og hefst kl. 13.00.

Skemmtidagskrá og kaffihlaðborð á kr. 2.490.- fyrir manninn.

Ljósmyndasýning Bjössa á Bláfelli

Sigurbjörn Bjarnason verður með ljósmyndasýningu í Þorlákssetri fimmtudagskvöldið 24. nóv. n.k. kl. 20.

Miðvikudagar í nóv.

Fræðsla og spjall í nóv. – miðvikudaga kl. 13.oo

2. nóv. Vöfflukaffi og spjall við stjórnarmenn.

9. nóv. Bjarni Harðarson – gestur dagsins.

16. nóv. Fulltrúi frá brunavörnum kynnir
Brunavarnir í heimahúsum.

23. nóv. Haukur Ingibergsson form. Lands-
sambands eldriborgara – gestur dagsins.

30. nóv. Kvikmyndasýning:
í umsjón Helga Kristmundssonar.

Er þakrennan stífluð?

Félagar í FEBH fá afslátt af rennuhreinsun (gegn framvísun félagsskírteina). Verðið er kr. 4.000 á íbúð. Hringið í síma 780 3032.

Reykjavíkurferð

REYKJAVÍKURFERÐ

Mánudaginn 7. nóvember n.k. er fyrirhuguð dagsferð um Reykjavíkursvæðið.  Lagt verður af stað kl. 12.30 og ekið til Bessastaða og staðurinn skoðaður undir leiðsögn.  Þaðan verður ekið í Grafarvog í Reykjavík og Korpúlfarnir (félag eldriborgara í Grafarvogi) sóttir heim. Að endingu verður snæddur kvöldverður í Norræna húsinu hjá Sveini Kjartanssyni, sem er uppalinn í Hveragerði eins og flestir vita. Áætluð heimkoma  kl. 20 – 21.  Samtals verð (matur og rúta)  kr. 5500. Greiðist inn á reikn. félagsins, nr. 52 í Arionbanka.

Skráningarblað í Þorlákssetri.