Nú er hægt að skrá sig á Jólafund og jólahlaðborð Félags eldri borgara í Hveragerði, miðvikudaginn 6.-12. kl. 15-18. Þetta árið verðum við heima í bænum okkar og fáum glæsilegt jólahlaðborð á Hótel Örk. Hverafuglar munu syngja og eitthvað fleira verður á dagskrá. Maturinn er glæsilegur og fylgir matseðillinn hér.
Verðið er kr. 8000. Tryggið ykkur sæti með því að skrá ykkur gegnum sportabler. Lokað verður fyrir skráningu 8. nóvember nk. FORRÉTTIR
Rússneskt Síldarsalat. Kryddsíld karrý – kókos með kapers og epli. Marineruð síld. Reyktur lax með piparrótarsósu. Grafinn lax með sinepssósu. Marineraðir sjávarréttir. Innbakað sveitapaté með bláberjahlaupi. Hangikjöts „tartar“ með balsamic vinaigrette. Fyllt egg með rækjum og kavíar. Andarconfit með truffluolíu og appelsínum. Villibráð með kryddjurtasalati og gráðostasósu. AÐALRÉTTIR
Hangikjöt með kartöflum og uppstúf. Kalkúnabringa með ávaxtafyllingu og rifsberjarjóma. Reykt skinka og jólasinnep. Purusteik. Hægeldaður lambalærisvöðvi með villisveppasósu.
Meðlæti: Waldorf salat. Heimagert rauðkál. Sykurbrúnaðar kartöflur. Gratín kartöflur. Grænar baunir. Laufabrauð. Hverabakað rúgbrauð. Heimagert brauð. EFTIRRÉTTIR
Ris a´la mande með kirstuberjasósu. Volg súkkulaðikaka með rjóma. Marengs með jarðaberjafyllingu. Súkkulaðimús með hindberjasósu. Créme brulée með kanil og vanilla. Úrval af ostum og smákökum.
Með bestu kveðju
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
http://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.png00Daði Ingimundarsonhttp://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.pngDaði Ingimundarson2023-10-24 22:03:342023-10-24 22:07:21Jólafundur og jólahlaðborð á Hótel Örk 6. 12. 2023 kl. 15-18.
Kæru félagar. Nú er komið að sviðaveislunni sem allir bíða eftir.
Sviðaveisla 27.október 2023 í Rósakaffi hefst kl. 19.00. Félagið niðurgreiðir um 25% og er verðið því 2.500.- kr. á hvern félagsmann. Innifalið í verði eru svið (hálfur haus á mann), rófustappa og kartöflumús. Góð tilboð verða á barnum. Karlakór Hveragerðis kíkir í heimsókn. Skráning og greiðsla fer fram á Sportabler. Skráningu lýkur 24.október. Pláss er fyrir 70 manns, en ef þátttaka verður mikil verður önnur sviðaveisla 3. nóvember. Ef vandræði verða með rafræna skráningu þá hafið samband við skrifstofu félagsins mán. – fimmtud. kl. 13 – 15
Bestu kveðjur
Stjórnin.
http://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.png00Daði Ingimundarsonhttp://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.pngDaði Ingimundarson2023-10-17 08:33:132023-10-17 08:33:13Sviðaveisla 27. október 2023
Ágætu félagar. Nú hefur leikhúshópurinn okkar sett upp fyrstu leikhúsferðina en við ætlum að sjá Deleríum Búbónis í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 16. nóvember 2023. Lagt verður af stað frá Þorlákssetri kl. 18:45. Rútan er félagsmönnum að kostnaðarlausu þ.e. félagið greiðir rútuna.
Miðarnir eru seldir inni á Sportabler þar sem þið keyptuð námskeiðin o.fl. og kostar hver miði kr. 9.400 og 53 miðar/sæti eru í boði.
Síðasti dagur til að kaupa miða er sunnudagurinn 15. október en það er samkvæmt regum leikhússins sem þarf að fá upplýsingar um þátttökufjölda mánuði fyrir sýningu. Þar sem tíminn til að kaupa miða er stuttur biðjum við ykkur að láta vita í kringum ykkur en þessi tilkynning fer fram hjá einhverjum. Þetta verður að sjálfsögðu auglýst á heimasíðunni og með tölvupósti og á facebook.
Fréttir af starfi FEB Hveragerði á haustmisseri 2023
Nú er mesti annatíminn við að koma öllu starfinu í gang eftir sumarfrí liðinn hjá. Við í stjórninni tókum upp þá nýjung að skrá alla viðburði og námskeið sem boðið er upp á í tölvukerfi sem heitir Sportabler. Þetta þótti mörgum vera erfið brekka, líka okkur í stjórninni, en allt hefur gengið vel og allt starfið farið af stað á þeim tíma sem við höfðum áætlað. Nokkrir hnökrar reyndust vera, en það var þá oftast villa í banka viðkomandi. Við réðum starfsmann tímabundið sem hjálpar mikið. Bestu þakkir fyrir þolinmæði ykkar. Hóparnir í Þorlákssetri eru allir komnir af stað en við höfum haft áhyggjur af félagsvistinni en þar hafa fáir mætt. Tíminn kl. 13.00 á þriðjudögum rekst á vinsæla tíma í Heilsueflingu 60 + sem lýkur reyndar 19.10. nk. Við viljum því breyta tímanum yfir á kl. 15-18 á þriðjudögum þangað til. Sigurbjörg Ottesen verður hópstjóri.
Föstudaginn 29.9. var fyrsti föstudagsviðburðurinn, Pizzu og bjórkynning í Ölverki sem gekk ljómandi vel.
Næst er það svo sviðaveislan föstudaginn 27. október þar sem mættu 120 manns í Rósakaffi í fyrra. Nú viljum við ekki hafa svona þröngt svo við tökum á móti 70 manns og eigum síðan frátekið næsta föstudag á eftir þann 3. nóvember, aftur fyrir 70 manns ef mæting verður það góð.
Svo er það leikhúsferð þann 16. nóvember á Deleríum Búbónis, áætlað fyrir 50 manns á þá sýningu. Nánari kynning og skráning verður fljótlega.
Og til að ljúka þessari upptalningu ber að nefna Jólahlaðborðið á Hótel Örk þar sem er glæsilegur jólamatur og ýmislegt skemmtilegt á boðstólum sem verður
kynnt síðar. Dagsetningin er 6. desember kl. 15-18. Dagsferð um Reykjanes hefur verið frestað fram í mars 2024. Fylgist vel með auglýsingum sem birtast á heimasíðu félagsins Hvera.net, einnig fésbókarsíðu, í tölvupósti og pósti með frímerki og svo er hún Ásta á skrifstofunni sem hjálpar við að finna upplýsingarnar. Og félagið niðurgreiðir um 25% allt sem er á döfinni til áramóta.
Hveragerði 3.10.2023
Fh. stjórnar: Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
http://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.png00Daði Ingimundarsonhttp://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.pngDaði Ingimundarson2023-10-04 21:47:462023-10-04 21:51:40Fréttir af starfi FEB-Hveragerði
Jólafundur og jólahlaðborð á Hótel Örk 6. 12. 2023 kl. 15-18.
Kæru félagar.
Nú er hægt að skrá sig á Jólafund og jólahlaðborð Félags eldri borgara í Hveragerði, miðvikudaginn 6.-12. kl. 15-18. Þetta árið verðum við heima í bænum okkar og fáum glæsilegt jólahlaðborð á Hótel Örk. Hverafuglar munu syngja og eitthvað fleira verður á dagskrá. Maturinn er glæsilegur og fylgir matseðillinn hér.
Verðið er kr. 8000. Tryggið ykkur sæti með því að skrá ykkur gegnum sportabler. Lokað verður fyrir skráningu 8. nóvember nk.
FORRÉTTIR
Rússneskt Síldarsalat. Kryddsíld karrý – kókos með kapers og epli. Marineruð síld. Reyktur lax með piparrótarsósu. Grafinn lax með sinepssósu. Marineraðir sjávarréttir. Innbakað sveitapaté með bláberjahlaupi. Hangikjöts „tartar“ með balsamic vinaigrette. Fyllt egg með rækjum og kavíar. Andarconfit með truffluolíu og appelsínum. Villibráð með kryddjurtasalati og gráðostasósu.
AÐALRÉTTIR
Hangikjöt með kartöflum og uppstúf. Kalkúnabringa með ávaxtafyllingu og rifsberjarjóma. Reykt skinka og jólasinnep. Purusteik. Hægeldaður lambalærisvöðvi með villisveppasósu.
Meðlæti: Waldorf salat. Heimagert rauðkál. Sykurbrúnaðar kartöflur. Gratín kartöflur. Grænar baunir. Laufabrauð. Hverabakað rúgbrauð. Heimagert brauð.
EFTIRRÉTTIR
Ris a´la mande með kirstuberjasósu. Volg súkkulaðikaka með rjóma. Marengs með jarðaberjafyllingu. Súkkulaðimús með hindberjasósu. Créme brulée með kanil og vanilla. Úrval af ostum og smákökum.
Með bestu kveðju
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
Sviðaveisla 27. október 2023
Kæru félagar. Nú er komið að sviðaveislunni sem allir bíða eftir.
Sviðaveisla 27.október 2023 í Rósakaffi hefst kl. 19.00. Félagið niðurgreiðir um 25% og er verðið því 2.500.- kr. á hvern félagsmann. Innifalið í verði eru svið (hálfur haus á mann), rófustappa og kartöflumús. Góð tilboð verða á barnum. Karlakór Hveragerðis kíkir í heimsókn. Skráning og greiðsla fer fram á Sportabler. Skráningu lýkur 24.október. Pláss er fyrir 70 manns, en ef þátttaka verður mikil verður önnur sviðaveisla 3. nóvember. Ef vandræði verða með rafræna skráningu þá hafið samband við skrifstofu félagsins mán. – fimmtud. kl. 13 – 15
Bestu kveðjur
Stjórnin.
Leikhúsferð
Ágætu félagar. Nú hefur leikhúshópurinn okkar sett upp fyrstu leikhúsferðina en við ætlum að sjá Deleríum Búbónis í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 16. nóvember 2023.
Lagt verður af stað frá Þorlákssetri kl. 18:45. Rútan er félagsmönnum að kostnaðarlausu þ.e. félagið greiðir rútuna.
Miðarnir eru seldir inni á Sportabler þar sem þið keyptuð námskeiðin o.fl. og kostar hver miði kr. 9.400 og 53 miðar/sæti eru í boði.
Síðasti dagur til að kaupa miða er sunnudagurinn 15. október en það er samkvæmt regum leikhússins sem þarf að fá upplýsingar um þátttökufjölda mánuði fyrir sýningu. Þar sem tíminn til að kaupa miða er stuttur biðjum við ykkur að láta vita í kringum ykkur en þessi tilkynning fer fram hjá einhverjum. Þetta verður að sjálfsögðu auglýst á heimasíðunni og með tölvupósti og á facebook.
Hópstjórar á haustönn 2023
Hópstjórar og kennarar haustönn 2023
Fréttir af starfi FEB-Hveragerði
Fréttir af starfi FEB Hveragerði á haustmisseri 2023
Nú er mesti annatíminn við að koma öllu starfinu í gang eftir sumarfrí liðinn hjá. Við í stjórninni tókum upp þá nýjung að skrá alla viðburði og námskeið sem boðið er upp á í tölvukerfi sem heitir Sportabler. Þetta þótti mörgum vera erfið brekka, líka okkur í stjórninni, en allt hefur gengið vel og allt starfið farið af stað á þeim tíma sem við höfðum áætlað. Nokkrir hnökrar reyndust vera, en það var þá oftast villa í banka viðkomandi. Við réðum starfsmann tímabundið sem hjálpar mikið. Bestu þakkir fyrir þolinmæði ykkar. Hóparnir í Þorlákssetri eru allir komnir af stað en við höfum haft áhyggjur af félagsvistinni en þar hafa fáir mætt. Tíminn kl. 13.00 á þriðjudögum rekst á vinsæla tíma í Heilsueflingu 60 + sem lýkur reyndar 19.10. nk. Við viljum því breyta tímanum yfir á kl. 15-18 á þriðjudögum þangað til. Sigurbjörg Ottesen verður hópstjóri.
Föstudaginn 29.9. var fyrsti föstudagsviðburðurinn, Pizzu og bjórkynning í Ölverki sem gekk ljómandi vel.
Næst er það svo sviðaveislan föstudaginn 27. október þar sem mættu 120 manns í Rósakaffi í fyrra. Nú viljum við ekki hafa svona þröngt svo við tökum á móti 70 manns og eigum síðan frátekið næsta föstudag á eftir þann 3. nóvember, aftur fyrir 70 manns ef mæting verður það góð.
Svo er það leikhúsferð þann 16. nóvember á Deleríum Búbónis, áætlað fyrir 50 manns á þá sýningu. Nánari kynning og skráning verður fljótlega.
Og til að ljúka þessari upptalningu ber að nefna Jólahlaðborðið á Hótel Örk þar sem er glæsilegur jólamatur og ýmislegt skemmtilegt á boðstólum sem verður
kynnt síðar. Dagsetningin er 6. desember kl. 15-18. Dagsferð um Reykjanes hefur verið frestað fram í mars 2024. Fylgist vel með auglýsingum sem birtast á heimasíðu félagsins Hvera.net, einnig fésbókarsíðu, í tölvupósti og pósti með frímerki og svo er hún Ásta á skrifstofunni sem hjálpar við að finna upplýsingarnar. Og félagið niðurgreiðir um 25% allt sem er á döfinni til áramóta.
Hveragerði 3.10.2023
Fh. stjórnar: Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður