Miðvikudagur 22. febr. í Þorlákssetri.

Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 kl:13.oo .
Gestur fundarins verður Guðmundur Óskarsson rithöfundur.
Guðmundur er upprennandi höfundur sem hefur fengið viðurkenningar fyrir verk sín meðal annars Íslensku bómenntaverðlaunin fyrir bók sína „Bankster“.

Frá gjaldkera. Greiðslur á vorönn.

Félagsgjald fyrir 2017 er kr. 3.500. Gjalddagi var 1. jan. Eftir næstu mánaðamót (febr./mars) verða greiðsluseðlar með tilheyrandi kostnaði sendir þeim, sem ekki hafa greitt árgjaldið.

Aðrar greiðslur á vorönn:
Vatnsleikfimi kr. 3.500
Hverafuglar kr. 5000
Útskurður kr. 6000
Línudans kr. 2.500
Gjalddagi er 1. mars 2017

Miðvikudagur 15. febr.

Þorlákssetur, miðvikud. 15. febrúar kl. 13:00
kemur Jakob Veigar myndlistarmaður í heimsókn hann er gestur í listamannahúsinu Varmahlíð.
Jakob Veigar er velmenntaður byggingartæknifræðingur og vann í N-Noregi. Hann lauk námi í Listaháskóla Íslands, framhaldsnámi í Vín í Austurríki þar sem hann hefur haft annan fótinn síðasta árið. Hann málaði og samdi einnig tónlist, smáskífan Darkness var afrakstur þeirrar vinnu og kom út árið 2011. Öll umslögin voru handmáluð af Jakobi og tölusett.
„Ég sagði í gríni að ég vildi komast inn í skólann sem hafnaði Hitler á sínum tíma,“ segir Jakob og sú varð raunin. Þetta skiptinám er oftast í eina önn en honum bauðst að vera lengur og sótti hann því um undanþágu til þess. Þar kynntist hann vel Kirsi Mikkola, sem er prófessor við þennan virta skóla og er virt finnsk myndlistarkona. „Við urðum góðir vinir og hún tók mig alveg í gegn og breytti mér mjög mikið. Hún vildi endilega að ég kæmi aftur og yrði hjá sér,“ segir Jakob. Á þessu ári heldur hann til Austurríkis og vinnur undir leiðsögn Mikkola.
Jakob, er fæddur og uppalinn í Hveragerði, segir bæjarbúa listhneigða upp til hópa. Þeir standa líka þétt við bakið á sínu fólki en Hljómlistarfélagið í Hveragerði, sem er félagsskapur ungra manna, styrkti Jakob til náms þegar hann var í skiptinámi í Vín. Hann er einstaklega þakklátur fyrir þann stuðning, sem hann segir lýsa samheldni bæjarbúa vel.

Miðvikudagsfundur 8. febr.

Miðvikudagur. 8. febrúar kl 13:00
Jakob Veigar myndlistamaður kemur í heimsókn
hann er gestur í Varmahlíð.
Hann segir frá því sem hann sýslar með.
Allir velkomnir

Aðalfundur

                       Aðalfundur

Félags eldri borgara í Hveragerði verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 

kl. 14: 00  í Þorlákssetri.

Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffihlaðborð kr. 1000.                          

Stjórnin