Leikhúsferð

Henný Eldey Vilhjálmsdóttir (Elly Vilhjálms söngkona) fæddist í Merkinesi í Höfnum 28. desember 1935. Elly var ein dáðasta dægurlagasöngkona Íslands og minningin um þessa ástsælu söngkonu lifir áfram.

Leikhópurinn Vesturport  í samstarfi við Borgarleikhúsið setur á svið splunkunýtt leikrit með söngvum um þessa dáðu söngkonu  undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Úrvalslið leikara og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni.

FEBH félagar ætla að fjölmenna 14. maí. n.k  kl. 20:00 í Borgarleikhúsið og sjá „Elly“.   Miðaverð er kr 5800  og rútuferð kr 2200. Rútan fer frá Þorlákssetri kl 18:30.  Hvorutveggja  greiðist í Arionbanka reikn. nr. 52 merkt „Elly“.         

 Miðana þarf að greiða fyrir 10 apríl n.k. (leikhúsið geymir  miðana ekki lengur).                                                                               

Panta má miða hjá Leikhúsnefnd  Kristínu Egilsdóttur sími 896 3436.                                              

Ekki draga það að skrá sig. Þetta er dásamleg sýning. Þátttökulisti í Þorlákssetri.

      

Fréttir frá stjórn – leikhús og vorgleði.

Fréttir frá stjórn

Nýlega var stofnuð leikhúsnefnd sem mun skipuleggja leikhúsferðir í samráði við stjórn. Nefndin er  skipuð  eftirfarandi: Kristín Egilsdóttir sími 896 3436 Sigurður Valur Magnússon og Steinunn Þórarinsdóttir. Þetta er dugmikið fólk og nefndin hefur þegar tekið til starfa og og fyrsta leikhúsferðin verður farin í Árnes að sjá „ Láttu ekki deigan síga Guðmundur“ eftir Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur, fimmtudaginn 23. mars  kl 20:00.                                        Rútuferð frá Þorlákssetri  kl 18:30 verð kr 2000  greiðist í Arion banka, reikn 52 merkt rúta. Miðaverð  kr 2000  greiðist við innganginn.    Vinsamlega skráið ykkur fyrir þriðjud. 21. mars

Einnig hefur nefndin ákveðið leikhúsferð 14. maí kl 20:00 í Borgarleikhúsið að sjá „Ellý“ . Leikhópurinn Vesturport í samstarfi við Borgarleikhúsið setur á svið splunkunýtt leikrit með söngvum um þessa dáðu söngkonu (Ellý Vilhjálms) undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Úrvalslið leikara og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni.

Vorgleði  FEBH 2017 verður haldin að Hótel Örk  miðvikud.19. apríl  kl 14:00.   Skemmtiatriði. Kaffihlaðborð að hætti Hótel Arkar kr. 1800.     Gestir okkar eru Félag eldri borgara á Selfossi. Það hefur skapast sú hefð að félögin hafa vorgleðina til skiptist á milli ára. FEBH mætti á Selfoss 2016.            Með bestu kveðju stjórnin.

Þátttökulistar liggja frammi í Þorlákssetri

Miðvikudagar í mars.

Fræðandi og skemmtilegir gestir sem koma í Þorlákssetur á  miðvikudögum  í mars  2017  kl. 13:00

  1. mars . Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, segir frá sögu og þróun byggðar í Hveragerði.
  1. mars. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir okkur fréttir úr bæjarlífinu.
  1. mars. Jökull Jörgensen, tónlistarmaður, gestur í Varmahlíð, kynnir sig og  það sem hann vinnur með.
  1. mars.  Gísli Páll Pálsson kynnir  Landsmót UMFÍ 50+  2017, sem haldið verður í Hveragerði í júní 2017.
  1. mars. Guðmundur Baldursson, tæknifræðingur Hveragerðisbæjar, kynnir breytingar á skipulagi bæjarins.

Miðvikudagur 22. febr. í Þorlákssetri.

Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 kl:13.oo .
Gestur fundarins verður Guðmundur Óskarsson rithöfundur.
Guðmundur er upprennandi höfundur sem hefur fengið viðurkenningar fyrir verk sín meðal annars Íslensku bómenntaverðlaunin fyrir bók sína „Bankster“.

Frá gjaldkera. Greiðslur á vorönn.

Félagsgjald fyrir 2017 er kr. 3.500. Gjalddagi var 1. jan. Eftir næstu mánaðamót (febr./mars) verða greiðsluseðlar með tilheyrandi kostnaði sendir þeim, sem ekki hafa greitt árgjaldið.

Aðrar greiðslur á vorönn:
Vatnsleikfimi kr. 3.500
Hverafuglar kr. 5000
Útskurður kr. 6000
Línudans kr. 2.500
Gjalddagi er 1. mars 2017