Landsmót UMFÍ – Móttaka.

Kæru félagar

Í tilefni landsmóts UMFÍ verður FEBH með opið hús í Þorlákssetri föstudagskvöldið 23. júní kl. 21.00-23.00 og laugardaginn 24. júní kl. 14.00-16.00.  Sýning verður á myntsafni Helga Ívarssonar.  Einnig verður tímaritið Húsfreyjan frá Kvenfélagasambandi Íslands kynnt og hægt að gerast áskrifandi á staðnum. Kaffi á könnunni.  Gaman væri að sá sem flesta félaga og gesti.

Kær kveðja,

Jónína Haraldsd. ritari stjórnar FEBH

Korpúlfar í heimsókn.

„Góðan dag kæru félagar

Fimmtudaginn 8. júní n.k. ætla Korpúlfar félag eldri borgara í Grafarvogi Reykjavík að heimsækja okkur í Þorlákssetur kl. 15.00.

Mikið þætti okkur vænt um ef einhverjir úr félaginu sæju sér fært að koma  og heilsa upp á þau þar sem þau tóku svo vel á móti okkur síðastliðið haust þegar við fórum til þeirra.  Kaffi á könnunni.“

Kær kveðja,

Jónína Harldsd. ritari stórnar FEBH

Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði

Landsmót UMFÍ 50+

                              23.-25. júní í Hveragerði             

Sjálfboðaliðar

UMFÍ óskar eftir sjálfboðaliðum frá FEBH til að aðstoða, t.d. við móttöku og verðlaunaafhendingu o.fl. á landsmótinu.

Áhugasamir skrifi sig á lista með nafni og símanúmeri, sem liggur frammi í Þorlákssetri. Einnig má hafa samband við Gísla Garðarsson formann FEBH í síma 862 7501 eða

Jónínu Haraldsdóttur ritara í síma 866 4398

Miðvikudagar í apríl í Þorlákssetri.

Miðvikudagar í apríl 2017 kl. 13:00 í Þorlákssetri.

Miðvikud. 5. apríl: Gestur okkar er: Ingunn Gunnarsdóttir frá Tryggingastofnun, Selfossi. Kynnir breytingar á lögum um almannatryggingar sem tóku gildi 1. jan 2017 og snúa að eldri borgurum.

Miðvikud. 12. apríl: Gestur okkar er: Stefanía Inga Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfr, hennar fyrirlestur nefnist:           Öruggari efri ár, byltu-og slysavarnir. Fjallað er um slysavarnir og forvarnir gegn slysum með eldra fólk í huga, sérstök áhersla lögð á byltuvarnir. Farið er skipulega í gegnum heimilið og nánasta umhverfi.

Miðvikud, 26. apríl: Gestur okkar er: Ingunn Stefánsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, hennar fyrirlestur nefnist:  Gott minni er gulli betra. Fjallað er um skilgreiningu á minni, minnisstöðvar, mismunandi minni og mikilvægi minnisþjálfunar. Upphaf skipulagðar minnisþjálfunar og ekki síst nokkur góð ráð til að skerpa minnið

Nýjung í hádeginu á miðvikudag í Þorlákssetri.

Miðvikudagur 29. mars
í Þorlákssetri


Nýtt !! Súpa og brauð kl. 12.30 kr. 500

 Kl. 13:00 gestur  dagsins Guðmundur Baldursson, bæjartæknifr, kynnir skipulagsbreytingar í Hveragerðisbæ.
Kaffi , spurningar og spjall.