Síðsumarferð FEBH til Vestmannaeyja.

Síðsumarferð félagsins verður farin mánudaginn 28. ágúst  til Vestmannaeyja.

Mæting kl. 7:30 í Þorlákssetur, farið kl. 7:45. Það tekur 1 og ½ klst. að keyra í Landeyjahöfn +  mæting 30 mín fyrir brottför,  (2 klst.).

Farið með fyrstu ferð með Herjólfi frá Landeyjahöfn kl. 9:45 og til baka kl. 18:45. Sjóferðin tekur 35 mín. Erum með rútuna allan daginn.

Tanginn  er rómaður matsölustaður. Fáum okkur eitthvað gott af matseðlinum,  t.d súpu og salatbar (kr. 1850) eða eitthvað annað. Það greiðir hver fyrir sig.

Leiðsögn um eyjuna ca. 2 klst. Leiðsögumaður Kristján Óskarsson.  Heimsækjum Eldheima sem er gosminjasýning, sem miðlar fróðleik um eldgosið 1973. Kr. 1900 fyrir eldri borgara. Leiðsögn ca 1 klst. Það greiðir hver fyrir sig.

Heimboð í húsnæði eldri borgara í Krikanum.

Sæheimar, Fiska og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja heimsótt,  ca. 45 mín., kr. 1200. Það greiðir hver fyrir sig.

Verð fyrir ferðina er kr. 5500, greiðist fyrir 21. ágúst í Arion banka,  reikn. nr. 52 merkt „Ferð“.

FEBH félagar, takið frá þennan dag, takmarkaður sætafjöldi, aðeins 40 sæti.  Fyrstur kemur fyrstur fær.

Skráið ykkur hjá ferðanefndinni fyrir 21. ágúst:

Kristín Dagbjartsdóttir 557 4884 / 860 3884

Egill Gústafsson                                                                                                       

Fjóla Ragnarsdóttir

Söngur og spil í Þorlákssetri á Blómstrandi dögum.

Blómstrandi dagar/ Frækin feðgin.

Feðginin Ólafur Beinteinn Ólafsson tónlistarmaður og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópransöngkona mæta hinn 19. ágúst nk. kl. 15:00 í Þorlákssetri, sal eldri borgara. Ingibjörg mun flytja vinsæl íslensk og erlend sönglög. Ólafur leikur undir á harmónikku og píanó. Hann mun líka stjórna hópsöng.

Blómstrandi dagar bæta geð/ best að sem flestir verði með. Sönglistin eflir okkar sál./ Söngur er mikið þarfamál.

Landsmót UMFÍ – Móttaka.

Kæru félagar

Í tilefni landsmóts UMFÍ verður FEBH með opið hús í Þorlákssetri föstudagskvöldið 23. júní kl. 21.00-23.00 og laugardaginn 24. júní kl. 14.00-16.00.  Sýning verður á myntsafni Helga Ívarssonar.  Einnig verður tímaritið Húsfreyjan frá Kvenfélagasambandi Íslands kynnt og hægt að gerast áskrifandi á staðnum. Kaffi á könnunni.  Gaman væri að sá sem flesta félaga og gesti.

Kær kveðja,

Jónína Haraldsd. ritari stjórnar FEBH

Korpúlfar í heimsókn.

„Góðan dag kæru félagar

Fimmtudaginn 8. júní n.k. ætla Korpúlfar félag eldri borgara í Grafarvogi Reykjavík að heimsækja okkur í Þorlákssetur kl. 15.00.

Mikið þætti okkur vænt um ef einhverjir úr félaginu sæju sér fært að koma  og heilsa upp á þau þar sem þau tóku svo vel á móti okkur síðastliðið haust þegar við fórum til þeirra.  Kaffi á könnunni.“

Kær kveðja,

Jónína Harldsd. ritari stórnar FEBH

Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði

Landsmót UMFÍ 50+

                              23.-25. júní í Hveragerði             

Sjálfboðaliðar

UMFÍ óskar eftir sjálfboðaliðum frá FEBH til að aðstoða, t.d. við móttöku og verðlaunaafhendingu o.fl. á landsmótinu.

Áhugasamir skrifi sig á lista með nafni og símanúmeri, sem liggur frammi í Þorlákssetri. Einnig má hafa samband við Gísla Garðarsson formann FEBH í síma 862 7501 eða

Jónínu Haraldsdóttur ritara í síma 866 4398