Dagskrá miðvikudaga (Fræðsla og spjall) næstu vikur:

„Viljum minna á fræðslu- og skemmtidagskrárfundinn á morgun miðvikudaginn 20. sept. kl.13.00 í Þorlákssetri. Kaffi og með því og létt spjall.

Miðvikudaginn 27. sept. kemur Garðar Gíslason hrl. og flytur erindi um erfðamál og svarar spurningum.

Miðvikudaginn 4. okt. Aldís Hafsteinsdóttir fræðir okkur um flutning bæjarskrifstofunnar og því sem framundan er í bæjarmálum.

Miðvikudaginn 11. okt. Gunnar Þorláksson segir okkur frá Jólahlaðborði, sæludögum á Örkinni og ferð til Calpe á Spáni næsta vor.“

Haustfundur FEBH 2017

FEBH fundarboð

Haustfundur félagsins verður haldinn fimmtud. 7. september kl. 14:00 í Þorlákssetri.

Dagskrá vetrarins kynnt.  Kaffihlaðborð kr. 1000.

Frábært tækifæri til að kynnast félaginu og félögunum.

Blómstrandi dagar 2017 í Þorlákssetri.

Blómstrandi  dagar 17. – 20. ágúst í Þorlákssetri, félagsheimili eldri borgara í Hveragerði, Breiðumörk 25.

Myntsýning Helga Ívarssonar, vönduð og fróðleg sýning.

Laugard. 19. ágúst kl. 15:00 skemmta feðginin Ólafur Beinteinn Ólafsson tónlistarmaður og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, sópransöngkona. Ingibjörg mun flytja vinsæl  íslensk og erlend sönglög. Ólafur leikur undir á harmónikku og píanó og stjórnar hópsöng.

Opið hús alla dagana kl. 14:00 -16:00. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.

Síðsumarferð FEBH til Vestmannaeyja.

Síðsumarferð félagsins verður farin mánudaginn 28. ágúst  til Vestmannaeyja.

Mæting kl. 7:30 í Þorlákssetur, farið kl. 7:45. Það tekur 1 og ½ klst. að keyra í Landeyjahöfn +  mæting 30 mín fyrir brottför,  (2 klst.).

Farið með fyrstu ferð með Herjólfi frá Landeyjahöfn kl. 9:45 og til baka kl. 18:45. Sjóferðin tekur 35 mín. Erum með rútuna allan daginn.

Tanginn  er rómaður matsölustaður. Fáum okkur eitthvað gott af matseðlinum,  t.d súpu og salatbar (kr. 1850) eða eitthvað annað. Það greiðir hver fyrir sig.

Leiðsögn um eyjuna ca. 2 klst. Leiðsögumaður Kristján Óskarsson.  Heimsækjum Eldheima sem er gosminjasýning, sem miðlar fróðleik um eldgosið 1973. Kr. 1900 fyrir eldri borgara. Leiðsögn ca 1 klst. Það greiðir hver fyrir sig.

Heimboð í húsnæði eldri borgara í Krikanum.

Sæheimar, Fiska og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja heimsótt,  ca. 45 mín., kr. 1200. Það greiðir hver fyrir sig.

Verð fyrir ferðina er kr. 5500, greiðist fyrir 21. ágúst í Arion banka,  reikn. nr. 52 merkt „Ferð“.

FEBH félagar, takið frá þennan dag, takmarkaður sætafjöldi, aðeins 40 sæti.  Fyrstur kemur fyrstur fær.

Skráið ykkur hjá ferðanefndinni fyrir 21. ágúst:

Kristín Dagbjartsdóttir 557 4884 / 860 3884

Egill Gústafsson                                                                                                       

Fjóla Ragnarsdóttir

Söngur og spil í Þorlákssetri á Blómstrandi dögum.

Blómstrandi dagar/ Frækin feðgin.

Feðginin Ólafur Beinteinn Ólafsson tónlistarmaður og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópransöngkona mæta hinn 19. ágúst nk. kl. 15:00 í Þorlákssetri, sal eldri borgara. Ingibjörg mun flytja vinsæl íslensk og erlend sönglög. Ólafur leikur undir á harmónikku og píanó. Hann mun líka stjórna hópsöng.

Blómstrandi dagar bæta geð/ best að sem flestir verði með. Sönglistin eflir okkar sál./ Söngur er mikið þarfamál.