Bólusetning.

Hjúkrunarfræðingur verður í Þorlákssetri mánudaginn 2. október 2017 kl. 10.00 til bólusetningar gegn flensu fyrir eldri borgara.
Vinsamlega mætið kl. 10.00 því þær fara um leið og síðasti er búinn.

Frá leikhúsnefnd.

Föstudaginn 6. okt. 2017 kl. 19.30 verður Þjóðleikhúsið með forsýningu á leikritinu „Faðirinn“, harmrænum gamanleik um mann sem er farinn að tapa áttum. Leikari er Eggert Þorleifsson. Þar sem þetta er forsýning þá er miðinn á kr. 1000.- og rúta kr. 1.500.- samtals kr. 2.500.- sem má greiða inn á reikning félagsins undir merki leikhús Farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.00
Þeir sem áhuga hafa á að sjá þetta, vinsamlega skrifi sig á lista í Þorlákssetri eða hafi samband við:
Kristín Egilsdóttir í síma 896 3436
Steinunn Þórarinsdóttir í síma 868 6543
Sigurður Magnússon í síma 822 4211

Einnig er í boði leikhúsferð í Borgarleikhúsið þann 19. okt. að sjá leikritið „Guð blessi Ísland“ sem er einnig forsýning, nánar um það síðar.

Leikhúsnefnd

Dagskrá miðvikudaga (Fræðsla og spjall) næstu vikur:

„Viljum minna á fræðslu- og skemmtidagskrárfundinn á morgun miðvikudaginn 20. sept. kl.13.00 í Þorlákssetri. Kaffi og með því og létt spjall.

Miðvikudaginn 27. sept. kemur Garðar Gíslason hrl. og flytur erindi um erfðamál og svarar spurningum.

Miðvikudaginn 4. okt. Aldís Hafsteinsdóttir fræðir okkur um flutning bæjarskrifstofunnar og því sem framundan er í bæjarmálum.

Miðvikudaginn 11. okt. Gunnar Þorláksson segir okkur frá Jólahlaðborði, sæludögum á Örkinni og ferð til Calpe á Spáni næsta vor.“

Haustfundur FEBH 2017

FEBH fundarboð

Haustfundur félagsins verður haldinn fimmtud. 7. september kl. 14:00 í Þorlákssetri.

Dagskrá vetrarins kynnt.  Kaffihlaðborð kr. 1000.

Frábært tækifæri til að kynnast félaginu og félögunum.

Blómstrandi dagar 2017 í Þorlákssetri.

Blómstrandi  dagar 17. – 20. ágúst í Þorlákssetri, félagsheimili eldri borgara í Hveragerði, Breiðumörk 25.

Myntsýning Helga Ívarssonar, vönduð og fróðleg sýning.

Laugard. 19. ágúst kl. 15:00 skemmta feðginin Ólafur Beinteinn Ólafsson tónlistarmaður og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, sópransöngkona. Ingibjörg mun flytja vinsæl  íslensk og erlend sönglög. Ólafur leikur undir á harmónikku og píanó og stjórnar hópsöng.

Opið hús alla dagana kl. 14:00 -16:00. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.