Fræðsla og spjall

 Miðvikudaginn 31. janúar 2018 kl. 13.00

Heiðar Jónsson og Jenný Ólafsdóttir frá Úrval Útsýn kynna sólarlandaferðir 60+ til Benidorm, Almeria og Tenerife.

Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 kl.13.00

Njörður Sigurðsson: „Ekkert annað í farvatninu en að drepa“         frásögn af tilraun bresks togara til að sigla niður trillubát frá Patreksfirði sumarið 1959.

Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 kl. 13.00 

Jóna Einarsdóttir: Ferðasaga.

Kaffi og meðlæti alla dagana

Þorrablót

Þorrablót FEBH verður haldið í Reykjafossi Austurmörk 2 v/Breiðumörk miðvikudaginn 24. janúar n.k. kl. 19.00. Verð kr. 6.000.- pr. mann. sem má greiða í Arion banka eða heimabanka reiknnnr. 0314-26-52 kt. 691189-1049 merkt þorri.

Á matseðli:
Hefðbundinn þorramatur, heit lambasteik, heitt saltkjöt ásamt meðlæti.

Dagskrá:
Kórsöngur, þorrakvæði, minni karla og kvenna o.fl.

Hafa má með sér eigin drykki að heiman.“

Þorrablót

Áætlað er að halda þorrablót FEBH í Reykjafossi Austurmörk 2 v/Breiðumörk miðvikudaginn 24. janúar 2018 og hefst borðhald kl. 19.00.

Verð pr. mann er kr. 6.000.-  Einnig má hafa með sér sína eigin drykki. 

Þeir sem hafa áhuga, vinsamlega skrifi sig á lista sem liggur í Þorlákssetri fyrir 22. janúar eða hafi samband við Jónínu Haraldsd. í síma 866 4398

Jólafundur FEBH

„Hinn árlegi jólafundur FEBH verður haldinn að Hótel Örk miðvikudaginn 13. desember 2017 kl. 14.00.

Dagskrá:
Sr. Jón Ragnarsson flytur hugvekju
„Hverafuglar“ kór eldri borgara FEBH flytur nokkur lög undir stjórn Örlygs Atla Guðmundssonar
Jólakveðja úr grunnskólanum
Úrslitakeppni í spurningaleiknum, stjórnandi Sigurður Blöndal

Kaffihlaðborð kr. 2.000.-

Hægt er að skrá sig á lista sem liggur frammi í Þorlákssetri en einnig má hafa samband við Formann FEBH Gísla Garðarsson í síma 862 7501 eða Jónínu Haraldsdóttur ritara í síma 866 4398″

Leikhúsferð í janúar

Til stendur að fara í leikhúsferð í janúar að sjá forsýninguna „Himnaríki og helvíti“ eftir Jón Kalman Stefánsson í Borgarleikhúsinu. Ekki er komin dagsetning nákvæmlega hvenær það verður, en áætlað að það verði fyrir 11. janúar 2018. Frítt er í leikhúsið, aðeins rúta sem þarf að greiða fyrir. þeir sem áhuga hafa skrifi sig á lista sem er í Þorlákssetri eða hafi samband við:
Kristín Egilsdóttir sími 896 3436
Steinunn Þórarinsdóttir sími 868 6543
Sigurður Magnússon sími 822 4211