Ný upplestrarskrá Bókmenntahópsins


Nú er upplestrarskráin orðin veflægur gagnagrunnur á hvera.net sem hægt er að leita í. Hér er hægt að slá inn leitarorð, t.d. nafn upplesara eða höfundar og fá þannig frekari upplýsingar úr skránni. Sem dæmi ef slegið er inn nafnið Kristbjörg fást öll þau skipti sem Kristbjörg hefur lesið upp og einnig ef einhver höfundur efnis ber sama nafn. Þetta auðveldar líka að finna út hvort að tiltekið efni hafi verið lesið upp áður með því að slá inn nafn höfundar. Neðst er síðan birtur fjöldi skipta sem leitarorðið eða nafnið kemur fyrir í heildarskránni.
Þegar skráin er sett inn núna hafa meðlimir Bókmenntahópsins lesið upp í 2.127 skipti frá því byrjað var að skrá upplestrana.

Skoða síðuna hér!

Spurningakeppnin / súpa

Þá er „Stjórnin“ komin í úrslit í spurningakeppninni. Næsta miðvikudag 22. nóv. verður boðið upp á kjúklingasúpu að hætti Kristínar Dagbjartsdóttur og verður byrjað á henni kl. 12.30  síðan hefst keppnin kl. 13.00. Þá keppa Góðir hálsar og Sniglarnir.

Spurningakeppnin

Nú er komið að spurningakeppni innan FEBH sem verður næstu miðvikudaga og hefst kl. 13.00 Kaffi og meðlæti. Fyrsta keppnin verður miðvikudaginn 25. október. Þá keppa „Göngugarpar og Sniglar“.
Um að gera að koma og fylgjast með sínu liði.

Súpufundur 18. okt.

Næsti súpufundur verður miðvikudaginn 18. okt. 2017 kl. 12.00 á hádegi í Þorlákssetri Gísli Páll Pálsson mætir og segir frá Landsmóti UMFÍ 60+ sem haldið var s.l. sumar.
Mætum í grjónagraut og slátur.

Frá leikhúsnefnd

Leikfélag Hveragerðis frumsýnir söngdagskrána „Söngur og leikur í 70 ár“ föstudaginn 13. okt. 2017 kl. 20.00 í Leikhúsinu Austurmörk 23 Hveragerði. Flutt verða lög úr leikritum sem leikfélagið hefur sýnt á undanförnum árum t.d. Saumastofunni, Þið munið hann Jörund, Þrek og tár, Línu langsokk, Dýrunum o.fl. Þriggja manna hljómsveit undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar sér um undirleik.
Miðaverð er kr. 2.500.- til FEBH félagsmanna ef næst í 10 manna hóp eða fleiri annars er miðaverð kr. 3.000.-
Miðapantanir eru hjá
Kristín Egilsdóttir í síma 896 3436
Steinunn Þórarinsdóttir í síma 868 6543
Sigurður Magnusson í síma 822 4211