Leikhúsferðin 10. apríl.

Þá er komið verð og tími á leikhúsferðina „Hlutir, staðir, fólk“ sem farin verður í Borgarleikhúsið þann 10. apríl n.k.

Verð í leikhúsið er kr. 2.500.- og í rútu kr. 1.500.-, samtals kr.4.000.- sem má greiða inn á reikning félagsins merkt leikhús, bankar. 0314-26-52,  kt. 691189-1049 – eða í Arionbanka.

Farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.15.

Þeir sem hafa áhuga skrifi sig á  lista, sem liggur frammi í Þorlákssetri.

Einnig má hafa samband við:

Kristínu Egilsdóttur – sími 896 3436

Steinunni Þórarinsdóttur – sími 868 6543

Sigurð Magnússon – sími 822 4211

Fræðsla og spjall miðvikudag 4. apríl.

Næsti fræðlu- og spjalltími veður miðvikudaginn 4. apríl n.k. kl. 13.00  Sigurjón Guðbjörnsson verður með ferðasögu sem nefnist „Ferðin með Baltica“  í Þorláksssetri

Kaffi og með því og spjall á eftir.

Sjáumst.

Leikhúsferð.

Áætlað er að fara í Borgarleikhúsið þann 10.apríl að sjá „Fólk, staðir og hlutir“ eftir Ducan Mac Millan sem er í samstarfi við Vesturport og Þjóðleikhúsið í Osló.

Sýningin hefst kl. 19.30.

Þeir sem hafa áhuga þurfa að hafa samband fyrir 6. apríl við:

Kristín Egilsdóttir sími 896 3436

Steinunn Þórarinsdóttir sími 868 6543

Sigurður Magnússon sími 822 4211

Nánar um verð og brottför frá Hveragerði kemur síðar.

Sparidagagestir í Þorlákssetri.

Nú eru Sparidagar á Örkinni og ætlum við því að taka á móti gestum í Þorlákssetri á morgun þriðjudag 20. mars 2018 kl. 10.00.  Þau koma frá Vestmannaeyjum, Húsavík, Ísafirði, Reykjavík og víðar. Endilega látið sjá ykkur.

Kaffi og jólakaka á boðstólum.

Ath. breyting á miðvikudagsfundi 14. mars.

Góðir félagar. Heimsóknin á listsafnið frestast um eina viku af óviðráðanlegum ástæðum.

Á morgun miðvikud. 14. mars verður opið hús í Þorlákssetri, kaffi og jólakaka. Fólk er beðið um að mæta til skrafs og ráðagerða með hausinn fullan af hugmyndum.

Miðvikudaginn 21. mars mætum við kl. 13 á Listasafn Árnesinga og fáum leiðsögn um tvær nýjar sýningar.