Fréttir af viðhaldi á fasteign félagsins.

Ágætu félagar.

Stjórn félagsins finnst við hæfi að félagsmenn fái fregnir af þeim viðhaldsframkvæmdum á fasteigninni sem hafa verið gerðar.

Viðhald á fasteign FEBH  2017 og 2018:

Allir veggir málaðir.

Gólf hreinsuð og nýtt bón, (gert árlega).

Keypt nýtt sjónvarp og skjávarpi á réttan stað, tæknimál eru komin í viðunandi horf.

Skipt um öll ljós í  loftum.

Í vinnslu að skipta um áklæði á öllum stólum, nokkrir í einu, verkið  er langt komið.

Eldhúsið:  Keypt matarstell fyrir 60 m, súpupottur (rafmagns) og tvöfalt vöfflujárn.

Brunavarnir  fasteignarinnar eru í góðu lagi og vottað af Brunavörnum Árnessýslu.

Stjórnin leggur mikinn metnað í  að hugsa vel um húseignina, til að viðhalda verðmæti hennar.

Með bestu kveðju. Stjórn FEBH.

Þorlákssetur lokað

Kæru félagar

Þorlákssetur verður lokað dagana 25. júni til 2. júli 2018  vegna bónunar á gólfi.

Hverafuglar í Skyrgerðinni

Kórsöngur og kaffihlaðborð.
Í tilefni af degi aldraðra verða Hverafuglar með opið hús í Skyrgerðinni á Uppstigningardag 10. maí n.k. milli kl. 15 og 17.
Hverafuglar syngja.
Kaffihlaðborð kr. 2000 fyrir manninn.
Allir hjartanlega velkomnir.

Sparigestir af Örkinni í Þorlákssetri.

Þriðjudaginn 1. maí kl. 10.00 í Þorlákssetri verður tekið á móti eldri borgurum sem verða gestir á sparidögum Hótel Arkar.

Kaffi og jólakaka.

Fræðsla og spjall 25. apríl

Kæru félagar

„Næsta miðvikudag 25. apríl 2018 kl. 13.00 verður haldin spurningakeppni í framhaldi af því sem var í vetur.  Keppnin verður milli stjórnar FEBH og bæjarstjórnar Hveragerðis og haldin í Þorlákssetri.

Súpa í boði frá kl. 12.30 á kr. 500.- 

Sjáumst öll“