Fræðsla og spjall 25. apríl

Kæru félagar

„Næsta miðvikudag 25. apríl 2018 kl. 13.00 verður haldin spurningakeppni í framhaldi af því sem var í vetur.  Keppnin verður milli stjórnar FEBH og bæjarstjórnar Hveragerðis og haldin í Þorlákssetri.

Súpa í boði frá kl. 12.30 á kr. 500.- 

Sjáumst öll“ 

Ný leikhúsferð.

Nú er áætlað að fara í Þjóðleikhúsið að sjá Svartalogn eftir samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur 28. apríl n.k. Verð er kr .3.850.- + kr. 1.500.- í rútu samtals kr. 5.350.- pr mann. Leiksýningin byrjar kl. 19.30 og áætlað að fara frá Þorlákssetri kl. 18.15 Þetta er 2. sýning en ekki forsýning eins og svo oft áður því er verðið dýrara nú.
Listi liggur frammi í Þorlákssetri einnig má hafa samband við
Kristín Egilsdóttir sími 896 3436
Steinunn Þórarinsdóttir sími 868 6543
Sigurður Magnússon sími 822 4211

Vorfagnaður

Vorfagnaður FEBH verður að þessu sinni á Hótel Selfossi með Félagi eldri borgara á Selfossi þann 26. apríl n.k. og hefst kl. 14.00

Ýmislegt til skemmtunar

Kaffihlaðborð verð kr. 2.500.-

Þátttökulisti liggur frammi í Þorlákssetri til 20. apríl.  Einnig má hafa samband við Jónínu Haraldsd. ritara FEBH í síma 866 4398

Leikhúsferðin 10. apríl.

Þá er komið verð og tími á leikhúsferðina „Hlutir, staðir, fólk“ sem farin verður í Borgarleikhúsið þann 10. apríl n.k.

Verð í leikhúsið er kr. 2.500.- og í rútu kr. 1.500.-, samtals kr.4.000.- sem má greiða inn á reikning félagsins merkt leikhús, bankar. 0314-26-52,  kt. 691189-1049 – eða í Arionbanka.

Farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.15.

Þeir sem hafa áhuga skrifi sig á  lista, sem liggur frammi í Þorlákssetri.

Einnig má hafa samband við:

Kristínu Egilsdóttur – sími 896 3436

Steinunni Þórarinsdóttur – sími 868 6543

Sigurð Magnússon – sími 822 4211

Fræðsla og spjall miðvikudag 4. apríl.

Næsti fræðlu- og spjalltími veður miðvikudaginn 4. apríl n.k. kl. 13.00  Sigurjón Guðbjörnsson verður með ferðasögu sem nefnist „Ferðin með Baltica“  í Þorláksssetri

Kaffi og með því og spjall á eftir.

Sjáumst.