Þorlákssetur lokað

Kæru félagar

Þorlákssetur verður lokað dagana 25. júni til 2. júli 2018  vegna bónunar á gólfi.

Hverafuglar í Skyrgerðinni

Kórsöngur og kaffihlaðborð.
Í tilefni af degi aldraðra verða Hverafuglar með opið hús í Skyrgerðinni á Uppstigningardag 10. maí n.k. milli kl. 15 og 17.
Hverafuglar syngja.
Kaffihlaðborð kr. 2000 fyrir manninn.
Allir hjartanlega velkomnir.

Sparigestir af Örkinni í Þorlákssetri.

Þriðjudaginn 1. maí kl. 10.00 í Þorlákssetri verður tekið á móti eldri borgurum sem verða gestir á sparidögum Hótel Arkar.

Kaffi og jólakaka.

Fræðsla og spjall 25. apríl

Kæru félagar

„Næsta miðvikudag 25. apríl 2018 kl. 13.00 verður haldin spurningakeppni í framhaldi af því sem var í vetur.  Keppnin verður milli stjórnar FEBH og bæjarstjórnar Hveragerðis og haldin í Þorlákssetri.

Súpa í boði frá kl. 12.30 á kr. 500.- 

Sjáumst öll“ 

Ný leikhúsferð.

Nú er áætlað að fara í Þjóðleikhúsið að sjá Svartalogn eftir samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur 28. apríl n.k. Verð er kr .3.850.- + kr. 1.500.- í rútu samtals kr. 5.350.- pr mann. Leiksýningin byrjar kl. 19.30 og áætlað að fara frá Þorlákssetri kl. 18.15 Þetta er 2. sýning en ekki forsýning eins og svo oft áður því er verðið dýrara nú.
Listi liggur frammi í Þorlákssetri einnig má hafa samband við
Kristín Egilsdóttir sími 896 3436
Steinunn Þórarinsdóttir sími 868 6543
Sigurður Magnússon sími 822 4211