Fræðsla og spjall í okt.og nóv.

 

FEBH kynnir, fræðsla og spjall, miðvikudagar í okt. og nóv. 2018                                            

3. október kl. 13:00  Rafhjólaklúbburinn Skjaldbökurnar kynnir starfsemi sína. Boðið er í prufukeyrslu ef veður leyfir.

10. október kl. 13:00  Viktor Sveinsson, segir frá Kambodíu og Angor.

17. október kl. 13:00  Erna Indriðadóttir, kynnir Gráa herinn.

24. október kl. 13:00  Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri segir frá því sem er á döfinni.

31. október kl. 13:00  Spurningakeppni FEBH 2018. Sigurður Blöndal.

7. nóvember kl. 13:00  Hrefna Róbertsdóttir, sagnfræðingur segir frá ferð Landsnefndar konungs um Árnessýslu 1771.

Flensusprauta

Flensusprauta verður í Þorlákssetri fimmtudaginn 27. sept. kl. 10.00.

Fræsla og spjall 26. sept.

Miðvikudaginn 26. september kl 13:00 kemur sr. Gunnar Jóhannesson nýráðinn prestur í Hveragerði í heimsókn í Þorlákssetur til að kynna sig og kynnast okkur.
Fjölmennum og tökum vel á móti sr. Gunnari.

Leikhúsferð

Nú er komið að fyrstu leikhúsferð á þessu hausti

Farið verður í Borgarleikhúsið 19. sept. n.k. að sjá „Dúkkuheimilið 2. hluti“ og hefst sýningin kl. 20.00

Farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.45 og kostar í rútuna kr. 2.000.- en frítt er í leikhúsið.

Greiða má í heimabanka 0314-26-52 kt. 691189-1049 eða í Arionbanka merkt leikhúsLeikhúsferð

Áskriftarlisti liggur frammi í Þorlákssetri einnig er hægt að hafa samband við

Kristín Egilsdóttir sími 896 3436
Steinunn Þórarinsdóttir sími 868 6543
Sigurður Magnússon sími 822 4211

Fræðslu- og spjallfundir hefjast.

Nú eru miðvikudagsfundirnir „Fræðsla og spjall“ að hefjast og er sá fyrsti næsta miðvikudag 12. september n.k. í Þorlákssetri og er súpufundur sem hefst kl. 13.00 en opnað er kl. 12.30 fyrir þá sem vilja koma og fá sér súpu fyrst og er verðið kr. 500.- Svanur Jóhannesson kemur og fer yfir sögu lífeyrissjóðsmála á Íslandi.

Miðvikudaginn 19. september kl. 13.00 hittumst við á Listasafni Árnesinga þar tekur á móti okkur Inga Jónsdóttir sýningarstjóri og kynnir 2 sýningar sem eru á döfinni núna
HALLDÓR EINARSSON Í LJÓSI SAMTÍMANS
og
FRÁ MÓTUN TIL MUNA