Aðalfundi FEBH frestað um viku vegna óviðráðanlegra orsaka.

Aðalfundur
Félags eldri borgara í Hveragerði verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar 2019 kl 14: 00 í Þorlákssetri.
Fundarefni:
Skýrsla stjórnar
Skýrsla gjaldkera
Ákveðin árgjöld félaga
Kosning stjórnar og skoðunarmenn reikninga
Önnur mál
Kaffihlaðborð kr. 1.000.-

Stjórn FEBH

Frá Uppstillingarnefnd:

Tilkynning frá uppstillingarnefnd 2019.

 Stjórn FEBH hefur tilkynnt að aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar kl. 14.00 í Þorlákssetri húsi félagsins.

Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum og tilkynnir hér með niðurstöður.

 Kjörtímabili í aðalstjórn hefur lokið Kristín Dagbjartsdóttir og gefur hún kost á endurkjöri.

 Kjörtímabili í aðalstjórn hefur lokið Egill Gústafsson og gefur hann ekki kost á endurkjöri.

 Í aðalstjórn gefur kost á sér Sigurjón Guðbjörnsson.

 Kjörtímabili í varastjórn hefur lokið Helga Baldursdóttir og gefur hún kost á endurkjöri.

 Skoðunarmenn ársreikninga ber að kjósa árlega og eru þeir Garðar Hannesson og Sigurjón Guðbjörnsson og gefa þeir ekki kost á sér.

Jóna Einarsdóttir og Sigurjón Skúlason gefa kost á sér sem skoðunarmenn ársreikninga.

 Hjónin Sigurjón Guðbjörnsson og Guðlaug Birgisdóttir gefa kost á  sér að fara á LEB þing í vor.

Þessar tillögur bárust uppstillingarnefnd fyrir 17. janúar 2019.

 

Hveragerði 25. janúar 2019

Ingibjörg S. Guðjónsdóttir, Sigurjón Guðbjörnsson og Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir.

Fréttir af Hverafuglum.

Af Hverafuglum  er það að frétta að Örlygur snýr aftur sem kórstjóri.  Æfingar verða framvegis á mánudögum kl. 17.00 – 19.00.

Fyrsta æfing á nýju ári verður mánudaginn 21. jan. kl. 17.00.

Veikindaleyfi formanns framlengt.

Gísli Garðarsson formaður FEBH verður áfram í veikindaleyfi út janúar.  Varaformaður Kristín Dagbjartsdóttir sinnir störfum formanns á meðan.  Vinsamlega snúið ykkur til hennar ef einhverjar spurningar vakna.

Vatnsleikfimi – nýr tími.

Vatnsleikfimi hefur fengið nýjan tíma á nýju ári og verður framvegis á miðvikudögum kl. 14.45 og hefst aftur þann 9. janúar n.k.