Dagsferð til Reykjavíkur.

Dagsferð til Reykjavíkur, föstud. 5. apríl. Farið með rútu frá Þorlákssetri kl 13:00.  Leiðsögn með  Stefáni  Pálssyni  sagnfræðing. Hann fræðir okkur á sinn einstaka og skemmtilega hátt um þær breytingar sem orðið hafa á lífæð borgarinnar. Höfnin og Grandinn 1-1 1/2 klst. Við skoðum Nýja Sjóminjasafnið og fáum  okkur síðan hressingu. Verð aðeins kr 4000. Greiða í Arion banka reikn nr 52. Þátttökulisti í Þorlákssetri skrá sig sem fyrst. Einnig má skrá sig hjá Kristínu 860 3884 og Fjólu 659 5415 sem fyrst. Ferðanefndin.

Árshátíð FEBH

Árshátíðin 2019 verður haldin í Skyrgerðinni miðvikud. 27. mars kl. 19:00. Húsið opnar kl. 18:30.

Dagskráin: Tvíréttaður kvöldverður: Lambasteik  með berniesósu og alles. Eftirréttur.   Veislustjórn: Hjörtur Benediktsson, leikari, uppákoma og fjöldasöngur. Sigurðarson leikur á hljómborð fyrir söng og dansi.                     

Þjónustað til borðs. Barinn opinn.                   

Verð aðeins kr. 6000, greiðist í Arion banka  reikn. nr. 52 fyrir 20. mars.  Jafnframt þarf að tilkynna  þátttöku fyrir 20. mars.         

Þátttökulisti liggur frammi í Þorlákssetri. Einnig hægt að skrá sig  hjá Gísla í síma 862 7501.

Fræsla og spjall

Næsti fræðslu- og spjalltími verður miðvikudaginn 6. mars n.k. kl. 13.00 í Þorlákssetri. Jóna Einarsdóttir verður með ferðasögur og öskudagsgleði.

Heitt á könnunni.

Miðvikudaginn 13. mars verður mætt á Listasafn Árnesinga kl. 13.00

Heilsuátak

Hveragerðisbær blæs til gjaldfrís heilsuátaks fyrir eldri borgara Jónína Ben íþróttafræðingur heldur utan um 8 vikna námskeið;  hreyfing, fræðsla, einkaviðtöl, mælingar og hvatning.

Hveragerðisbær og Jónina Ben. hafa gengið til samstarfs í þessu verkefni.

Kynningarfundur verður 22. febrúar kl. 20.00-21.00 í Þorlákssetri 

Aðalfundi FEBH frestað um viku vegna óviðráðanlegra orsaka.

Aðalfundur
Félags eldri borgara í Hveragerði verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar 2019 kl 14: 00 í Þorlákssetri.
Fundarefni:
Skýrsla stjórnar
Skýrsla gjaldkera
Ákveðin árgjöld félaga
Kosning stjórnar og skoðunarmenn reikninga
Önnur mál
Kaffihlaðborð kr. 1.000.-

Stjórn FEBH