Leikhúsferð

Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá “Atómstöðina” nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu nóbelsskáldsins Halldórs Laxness undir stórn Unu Þorleifsdóttur fimmtudaginn 31. október n.k. kl. 19.30.  Farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.15

Verð er kr. 1.500.- miðinn og kr. 2.000.- í rútu samtals kr 3.500.- sem má greiðast inn á reikning 0314-26-52 kt. 691189-1049 merkt leikhús eða greiða í Arion banka Sunnumörk.

Listi liggur frammi í Þorlákssetri og þarf að vera búið að skrá sig fyrir 28. október.

Einnig má hafa samband við

Sigurður Valur Magnússon í síma 822 4211

Marta Hauksdóttir í síma 868 7405

María Erlingsdóttir í síma 846 9240

Samverustundir í okt. og nóv.

Október, samverustund á miðvikudögum kl 13:00
9. okt. Rannveig Reynisdóttir iðjuþjálfi. Forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefni aldraðra í Hveragerði. Hún kynnir starf sitt og kynningarbækling um þá þjónustu sem er í boði fyrir eldri borgara í Hveragerði.
16. okt. Ingimar Einarsson harmonikkuleikari við tökum lagið og gleðumst saman.
23. okt. Lilja Margrét Ólsen, héraðsdómslögmaður með fræðslu um erfðamál.
30. okt. Margrét Jónsdóttir frá Þingborg, hún segir sögu staðarins í máli og myndum.

Nóvember, miðvikud. Kl 13:00
6. nóv. Bjarni Harðarson bóksali með eitthvað skemmtilegt.
13. nóv. Njörður Sigurðsson sagnfræðingur með fræðandi og skemmtilegt efni.
20. nóv. Sævar Logi Ólafsson sagnfræðingur, segir frá upphafi skólahalds í Ölfusi.
27. nóv. Vilborg Jónsdóttir fræðir okkur um Parkinson samtökin.

Inflúensusprauta

Innflúensusprauta verður í Þorlákssetri þriðjudaginn 8. október kl. 10.00

Skráning er á Heilsugæslustöðinni í síma 432 2400

Samverustundir í sept.

Samverustund á miðvikudögum kl. 13:00 í september

18. sept. kemur Helga Unnarsdóttir og kynnir félagið Skotgöngu, sem býður uppá flottar gönguferðir útum allt og fyrir alla aldurshópa.
Bara skemmtilegt.

25. sept. verður fræðsla um flokkun á sorpi á vegum Gámaþjónustunnar.
Tímabært að læra að flokka rétt.

Fréttir frá stjórn

Fréttir frá stjórn FEBH
Á stjórnarfundi 8. ágúst tilkynnti Gísli Garðarsson formaður að af persónulegum ástæðum yrði hann að hætta sem formaður. Kristín Dagbjartsdóttir varaformaður tekur við og verður starfandi formaður fram að aðalfundi í febrúar 2020.