Inflúensusprauta

Innflúensusprauta verður í Þorlákssetri þriðjudaginn 8. október kl. 10.00

Skráning er á Heilsugæslustöðinni í síma 432 2400

Samverustundir í sept.

Samverustund á miðvikudögum kl. 13:00 í september

18. sept. kemur Helga Unnarsdóttir og kynnir félagið Skotgöngu, sem býður uppá flottar gönguferðir útum allt og fyrir alla aldurshópa.
Bara skemmtilegt.

25. sept. verður fræðsla um flokkun á sorpi á vegum Gámaþjónustunnar.
Tímabært að læra að flokka rétt.

Fréttir frá stjórn

Fréttir frá stjórn FEBH
Á stjórnarfundi 8. ágúst tilkynnti Gísli Garðarsson formaður að af persónulegum ástæðum yrði hann að hætta sem formaður. Kristín Dagbjartsdóttir varaformaður tekur við og verður starfandi formaður fram að aðalfundi í febrúar 2020.

Ferð Rangárþing ytra

Síðsumarferð ferðanefndar FEBH verður um Rangárþing Ytra fimmtud. 22. ágúst. Lagt af stað kl 9:00 frá Þorlákssetri, áætluð heimkoma kl 18:00. Farið verður um Ásahrepp og Rangárþing ytra, þræddir vegir sem ekki eru í alfaraleið og sagt frá mönnum og málefnum. Helstu áfangastaðir eru kirkjustaðurinn Kálfholt, Bjóluhverfi og Þykkvibær, þar verður kaffi á Hótel VOS. Þá verður farið að Keldum á Rangárvöllum og komð í skálann sem er elsta bygging á Íslandi. Fáum okkur súpu og brauð á Hellu, farið í hellana hjá Ægissíðu og síðan haldið heim eftir krókaleiðum, trúlega með viðkomu á Leirubakka. Jóhann Gunnarsson er fararstjóri í þessari spennandi ferð um forvitnilega staði, fróður heimamaður og skemmtilegur sögumaður. Vonumst til að sjá sem flesta.
Verð kr 8500 á mann, greiðist í Arion banka reikning FEBH nr 52, merkt ferð. Innifalið er rútan, árdegiskaffi, súpa og brauð, aðgangur að Keldum, aðgangur í Hellana. Skráning hjá Kristínu Dagbjartsd sími 860 3884 og Fjólu Ragnarsd sími 659 5415 fyrir 20. ágúst.
Með bestu kveðju Ferðanefndin Kristín,Fjóla og Egill

Sumarferð í Þórsmörk

Þórsmörk

Ágætu félagar.

Ferðanefnd FEBH efnir til ferðar í Þórsmörk miðvikud. 24. júlí. Farið með rútu frá ÞÁ.

Lagt af stað frá Þorlákssetri kl. 9:00 í Bása, áætluð heimkoma kl. 19:00. Heill dagur.

Það er ekki farið yfir Krossá  þegar  ekið er í Bása, sem er um 2ja klst. akstur frá Hveragerði.

Útivist sér um svæðið í Básum. Gerðar hafa verið miklar endurbætur á svæðinu fyrir aðgengi hreyfihamlaðra, sem er til fyrirmyndar. Það eru stikaðar gönguleiðir við allra hæfi.

Engin veitingasala á staðnum,  þannig að hver hefur með sér nesti fyrir daginn.  Daggestir, þ.e. þeir sem hvorki  gista í tjöldum eða skála, þurfa að greiða  aðstöðugjald sem felur í sér aðgengi að salerni og annarri aðstöðu sem í boði er kr. 500 á mann, nefndin gengur frá því við skálaverði.                              Við eigum frátekinn viðverubás frá kl 13:00-15:00 . Einnig er aðstaða til inniveru með nesti.

Nú er sko tækifæri til að skella sér í ferðina og njóta þess sem ein af fegurstu náttúruperlum Suðurlands býr yfir. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem mótar útsýnið til allra átta. Náttúran er fjöbreytt og fögur. Ekki gleyma myndavél.

 Með í för verður  reyndur leiðsögumaður.

Verð aðeins: kr 5000.  Greiðist í Arion banka reikn. nr. 52. fyrir 18. Júlí. merkt  ”ferð”.           Innifalið í verði: Rútan, leiðsögn og aðstöðugjald.

Vinsamlega skráið ykkur jafnframt hjá Kristínu Dagbjartsd. sími 860 3884 – Fjólu Ragnarsd.  sími 659-5415

Með bestu kveðju.

Ferðanefndin: Kristín Dagbjartsd., Fjóla Ragnarsd. og Egill Gústafsson