Frá uppstillingarnefnd

Tilkynning frá uppstillingarnefnd 2020.

 

Stjórn FEBH hefur tilkynnt að aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar kl. 14.00 í Þorlákssetri húsi félagsins.

Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum og tilkynnir hér með niðurstöður.

 

Kjörtímabili í aðalstjórn hafa lokið Gísli Garðarsson formaður og Jónína Haraldsdóttir ritari og gefa þau ekki kost á endurkjöri.

 

Sem formaður gefur kost á sér Bjarni Halldór Kristinsson

Í aðalstjórn gefur kost á sér Marta Hauksdóttir.

 

Kjörtímabili í varastjórn hefur lokið Valgerður Guðmundsdóttir og gefur hún ekki kost á endurkjöri.

Sem varamaður í stjórn gefur kost á sér Sveinbjörg Steinþórsdóttir

 

Skoðunarmenn ársreikninga ber að kjósa árlega og eru þau Jóna Einarsdóttir og Sigurjón Skúlason og gefa þau kost á sér.

 

Þessar tillögur bárust uppstillingarnefnd tímanlega

 

Hveragerði 31. janúar 2020

Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir og Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir.

Frá Hverafuglum.

Ágætu Hvergerðingar.
Hverafuglar (kór eldri borgara)  blása til sóknar og hyggjast efla sinn ágæta kór.
Mörg spennandi verkefni framundan, m.a. fyrirhuguð utanlandsferð á næsta söngári.
Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir og kórinn er opinn öllum 60 ára og eldri.
Æfingatímar alla þriðjudaga kl. 18-20 í Þorlákssetri.
Nýir meðlimir þurfa ekki að kunna að lesa nótur né hafa verið í kór áður.
Endilega kíkið við, heitt á könnunni, horfið, hlustið og takið svo þátt.
Við tökum á móti ykkur með brosi á vör.
Létt og skemmtilegt lagaval.
Kórstjóri Örlygur Atli Guðmundsson

Samverustund í Þorlákssetri 5. febrúar.

Miðvikudaginn 5. febrúar n.k. kl. 13.00 í Þorlákssetri kemur Guðjón Sigurbjartsson framkvæmdastjóri „Hei Medical Travel“.  Fyrirtækið  býður milligöngu um liðskiptaaðgerðir í Kaupmannahöfn.  Góður kostur fyrir suma í stað margra mánaða biðar hér.  Þá langar að kynna starfsemi fyrirtækisins, umsóknarferlið og fleira. 

Mjög áhugavert og fróðlegt.

Verið velkomin og kaffi á könnunni.

Nánar um Þorrablótið

Þorrablótið verður haldið föstudaginn 24. janúar 2020 í Reykjafossi, Austurmörk 2 (Köt og kúnst, sama hús og Byr fasteignasala) gengið inn frá Austurmörkinni.

Húsið opnar kl. 17.30 og borðhald hefst kl. 18.30.

Þorramatur er frá Eyjólfi Kolbeins matreiðslumeistara.

DAGSKRÁ:

Veislustjóri: Vilhjálmur Albertsson

Karlakór Hveragerðis skemmtir með söng

Minni kvenna flytur Bjarni Eiríkur Sigurðsson

Minni karla flytur Guðlaug Birgisdóttir

Páll Sigurðsson leikur undir söng og danstónlist, dansað meðan þrek endist.

Gos verður til sölu á staðnum (kr. 100.-) en aðra drykki má fólk hafa með sér.

Verð er kr. 5.900.- sem má greiðast í heimabanka eða í Arion banka, reiknnr. 0314-26-52 kt. 691189-1049, merkt þorri

Listi liggur frammi í Þorlákssetri, en einnig má hafa samband við Kristínu Dagbjartsd. í síma 860 3884 í síðasta lagi á þriðjudag 21. janúar n.k.

Þorrablót FEBH 2020

Gleðilegt ár kæru félagar FEBH

*Nú er ákveðið að halda þorrablót 2020 þann 24. janúar n.k. í Reykjafossi.
Matur kemur frá Eyjólfi Kolbeins matreiðslumeistara sem margir kannast við og er verði stillt mjög í hóf eða kr. 5.900.- pr. mann sem greiða má í Arion banka eða í heimabanka, bankanr. 0314-26-52 kt. 691189-1049.*

*Hefðbundin dagskrá auglýst nánar síðar.* *Engin sala er á drykkjum en frjálst að koma með eigin drykki.*

*Þátttökulisti liggur frammi í Þorlákssetri, einnig má hafa samband við Kristínu í síma 860 3884 *

*Stjórnin*