Samkvæmt lögum félagsins, 6. kafla, kemur fram að „tillögur félagsmanna um einstaka menn til stjórnarkjörs skulu berast uppstillingarnefnd eða skrifstofu félagsins minnst fjórum vikum fyrir aðalfund“. Þann 5.12. 23 var auglýsing um þetta send til allra og félagsmenn beðnir að skila tillögum fyrir 19. 1. 24. Ítrekun var send þann 16. 1. 24 en aðalfundur verður þann 16. 2. 24
Stjórn FEBHveragerði/Sigurlín Sveinbjarnardóttir formaður
Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum og tilkynnir hér með nöfn þeirra sem hafa boðið sig fram til stjórnarsetu og starfa fyrir Félag eldri borgara í Hveragerði.
Í aðalstjórn:
Til eins árs: Daði Ingimundarson
Til tveggja ára: Anna Elísabet Ólafsdóttir, Birgir Þórðarson og Kristinn Kristjánsson
Í varastjórn: Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir
Skoðunarmenn ársreikninga: Hólmfríður Skaftadóttir og Þórdís Magnúsdóttir
Til vara: Jakob Árnason
Fulltrúar á þing LSEB Tilefndir af stjórn eru formaður, ritari og gjaldkeri
Með kveðju frá uppstillingarnefnd, Eyvindur Bjarnason, Jóna Einarsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir
Fréttabréf Félags eldri borgara í Hveragerði í janúar 2024
Kæru félagar. Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir liðið ár. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í sem flestu sem er í boði í félaginu okkar. Meðfylgjandi er stundatafla vormisseris sem í þetta sinn spannar eitt 10 vikna tímabil. Mánudaginn 22. janúar nk. hefjast námskeiðin og standa fram að páskum. Eftir það hefst ný dagsskrá sem verður auglýst síðar.
Nú eru í boði öll þau námskeið sem hafa gengið vel á undanförnum misserum en hætt hefur verið við þau námskeið sem hafa verið illa sótt. Starfsemi hópanna getur hafist þegar hópstjórar
og félagar óska.
Við skráningu á námskeiðin er notað skráningarkerfið Sportabler sem nú er komin góð reynsla af og flestir ráða við. Skráning hefst mánudaginn 15. janúar nk. kl. 9.00. Þeir sem ekki geta sjálfir skráð sig geta komið á skrifstofu félagsins í Þorlákssetri frá kl. 9-12 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og fengið aðstoð hjá Kolbrúnu Ósk Guðmundsdóttur, sem er starfsmaður félagsins í 30% starfi.
Ákveðið hefur verið að niðurgreiðsla félagsins verði áfram 25% og er búið að reikna þann afslátt inn í verðská vorsins. Við kynnum síðar margs konar viðburði s.s. leikhúsferðir, ferðalög, fræðsluerindi, skemmtanir og fleira sem er í undirbúningi.
Nú er verið að undirbúa aðalfund Félags eldri borgara sem verður haldinn þann 16. febrúar 2024 kl. 15 í Þorlákssetri.
F.h. stjórnar: Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
Vatnsleikfimi er alhliða og góð þjálfun í vatni fyrir allan aldur og hefur lengi verið mjög vinsæl líkamsrækt. Þjálfun í vatni veitir létta og viðráðanlega mótstöðu, eykur vöðvatyrk, styrkir hjarta og lungu, eykur þol og sveigjanleika, lækkar blóðþrýsting og er sérlega holl og skemmtileg samvera með öðru fólki.
Kennari: Rakel Magnúsdóttir
Staður: Baðhúsið Heilsustofnun
Tímabil: 22/1 – 25/3
Hópur 1. Kl: 16:30 – 17:15
Hópur 2. Kl: 17:15 – 18:00
Hópur 3. Kl: 18:00 – 18:45
Fjöldi: 24 í hverjum hópi.
Verð: 8.500
H.A.F. Yoga í vatni
Á námskeiðinu er unnið með yoga stöður í heitari laug þar sem lögð er áhersla á einfaldar flæðisæfingar, öndun og hugleiðslu. Yoga iðkun í vatni slakar og styrkir sérstaklega vel á öllum djúpvöðvum, viðheldur hreyfigetu liða og losar um spennu og streitu. Fljótandi og nærandi slökun í flotbúnaði og hugleiðsla í heitum potti, er í lok hvers tíma.
Kennari: Steinunn Aldís Helgadóttir
Staður: Baðhúsið Heilsustofnun
Tímabil: 25/1 – 21/ 3
Kl: 17:00 – 17:45
Fjöldi: 14
Verð: 12.000
Ef þessi hópur fyllist þá höfum við leyfi fyrir að opna á annan 14 þátttakenda
hóp, á sömu dögum kl: 18:00 – 18:45
Yoga Nidra með tónheilun
Yoga Nidra með tónheilun er hugleiðsluform, þar sem iðkendur liggja á dýnu og látur fara vel um sig undir teppi. Kennarinn leiðir þátttakendur inn í djúpa meðvitaða slökun, þar sem hugurinn er í ástandi líkt og milli svefns og vöku. Í Yoga Nidra gefst tækifæri til að losa um spennu í líkamanum, bæta svefn, lækka blóðþrýsting og styrkja andlegt jafnvægi. Þátttakendur eiga að taka með sér teppi í tímana.
Kennari: Helga Björk Bjarnadóttir
Staður: Kapellan Heilsustofnun
Tímabil: 23/1 – 26/3
Kl: 18:00 – 18:45
Fjöldi: 15
Verð: 9.000
Spænska
Námskeið þetta er sniðið að þeim sem hafa áhuga á spænsku og spænskri menningu, stefna á ferðalög til spænskumælandi landa eða dvelja þar til lengri tíma. Skemmtilegt og fjölbreytt námskeið þar sem grunnurinn að spænsku er byggður upp með fjölbreyttum aðferðum. Áhersla er lögð á að: læra grunninn í málfræði, skilja einföld samtöl og spurningar, ná samhengi á einföldu prentuðu efni, matseðlum, auglýsingum o.fl bera fram einfaldar en algengar setningar, heilsa, panta mat, borga í búðum og kynnast spænskri menningu, svo sem tónlist, matarhefðum og hátíðum.
Kennari: Droplaug Guttormsdóttir
Staður: Þorlákssetur
Tímabil: 27/2 – 22/3
Þriðjudaga kl: 17:30 – 19:00 föstudaga kl. 10:30 – 12:00 (þetta er eitt námskeið)
Fjöldi: 10
Verð: 7.500
http://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.png00Daði Ingimundarsonhttp://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.pngDaði Ingimundarson2024-01-10 17:58:192024-01-10 17:59:40Námskeið á vorönn 2024
Ársreikningar FEB Hveragerði 2023
Ársreikningur félags FEB Hveragerði 2023
Ársreikningur Hverafugla 2023
Lagabreytingar
Frá uppstillinganefnd
Samkvæmt lögum félagsins, 6. kafla, kemur fram að „tillögur félagsmanna um einstaka menn til stjórnarkjörs skulu berast uppstillingarnefnd eða skrifstofu félagsins minnst fjórum vikum fyrir aðalfund“. Þann 5.12. 23 var auglýsing um þetta send til allra og félagsmenn beðnir að skila tillögum fyrir 19. 1. 24. Ítrekun var send þann 16. 1. 24 en aðalfundur verður þann 16. 2. 24
Stjórn FEBHveragerði/Sigurlín Sveinbjarnardóttir formaður
Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum og tilkynnir hér með nöfn þeirra sem hafa boðið sig fram til stjórnarsetu og starfa fyrir Félag eldri borgara í Hveragerði.
Í aðalstjórn:
Til eins árs: Daði Ingimundarson
Til tveggja ára: Anna Elísabet Ólafsdóttir, Birgir Þórðarson og Kristinn Kristjánsson
Í varastjórn: Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir
Skoðunarmenn ársreikninga: Hólmfríður Skaftadóttir og Þórdís Magnúsdóttir
Til vara: Jakob Árnason
Fulltrúar á þing LSEB Tilefndir af stjórn eru formaður, ritari og gjaldkeri
Með kveðju frá uppstillingarnefnd, Eyvindur Bjarnason, Jóna Einarsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir
Fréttabréf
Fréttabréf Félags eldri borgara í Hveragerði í janúar 2024
Kæru félagar. Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir liðið ár. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í sem flestu sem er í boði í félaginu okkar. Meðfylgjandi er stundatafla vormisseris sem í þetta sinn spannar eitt 10 vikna tímabil. Mánudaginn 22. janúar nk. hefjast námskeiðin og standa fram að páskum. Eftir það hefst ný dagsskrá sem verður auglýst síðar.
Nú eru í boði öll þau námskeið sem hafa gengið vel á undanförnum misserum en hætt hefur verið við þau námskeið sem hafa verið illa sótt. Starfsemi hópanna getur hafist þegar hópstjórar
og félagar óska.
Við skráningu á námskeiðin er notað skráningarkerfið Sportabler sem nú er komin góð reynsla af og flestir ráða við. Skráning hefst mánudaginn 15. janúar nk. kl. 9.00. Þeir sem ekki geta sjálfir skráð sig geta komið á skrifstofu félagsins í Þorlákssetri frá kl. 9-12 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og fengið aðstoð hjá Kolbrúnu Ósk Guðmundsdóttur, sem er starfsmaður félagsins í 30% starfi.
Ákveðið hefur verið að niðurgreiðsla félagsins verði áfram 25% og er búið að reikna þann afslátt inn í verðská vorsins. Við kynnum síðar margs konar viðburði s.s. leikhúsferðir, ferðalög, fræðsluerindi, skemmtanir og fleira sem er í undirbúningi.
Nú er verið að undirbúa aðalfund Félags eldri borgara sem verður haldinn þann 16. febrúar 2024 kl. 15 í Þorlákssetri.
F.h. stjórnar: Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
Námskeið á vorönn 2024
Vatnsleikfimi er alhliða og góð þjálfun í vatni fyrir allan aldur og hefur lengi verið mjög vinsæl líkamsrækt. Þjálfun í vatni veitir létta og viðráðanlega mótstöðu, eykur vöðvatyrk, styrkir hjarta og lungu, eykur þol og sveigjanleika, lækkar blóðþrýsting og er sérlega holl og skemmtileg samvera með öðru fólki.
Kennari: Rakel Magnúsdóttir
Staður: Baðhúsið Heilsustofnun
Tímabil: 22/1 – 25/3
Hópur 1. Kl: 16:30 – 17:15
Hópur 2. Kl: 17:15 – 18:00
Hópur 3. Kl: 18:00 – 18:45
Fjöldi: 24 í hverjum hópi.
Verð: 8.500
H.A.F. Yoga í vatni
Á námskeiðinu er unnið með yoga stöður í heitari laug þar sem lögð er áhersla á einfaldar flæðisæfingar, öndun og hugleiðslu. Yoga iðkun í vatni slakar og styrkir sérstaklega vel á öllum djúpvöðvum, viðheldur hreyfigetu liða og losar um spennu og streitu. Fljótandi og nærandi slökun í flotbúnaði og hugleiðsla í heitum potti, er í lok hvers tíma.
Kennari: Steinunn Aldís Helgadóttir
Staður: Baðhúsið Heilsustofnun
Tímabil: 25/1 – 21/ 3
Kl: 17:00 – 17:45
Fjöldi: 14
Verð: 12.000
Ef þessi hópur fyllist þá höfum við leyfi fyrir að opna á annan 14 þátttakenda
hóp, á sömu dögum kl: 18:00 – 18:45
Yoga Nidra með tónheilun
Yoga Nidra með tónheilun er hugleiðsluform, þar sem iðkendur liggja á dýnu og látur fara vel um sig undir teppi. Kennarinn leiðir þátttakendur inn í djúpa meðvitaða slökun, þar sem hugurinn er í ástandi líkt og milli svefns og vöku. Í Yoga Nidra gefst tækifæri til að losa um spennu í líkamanum, bæta svefn, lækka blóðþrýsting og styrkja andlegt jafnvægi. Þátttakendur eiga að taka með sér teppi í tímana.
Kennari: Helga Björk Bjarnadóttir
Staður: Kapellan Heilsustofnun
Tímabil: 23/1 – 26/3
Kl: 18:00 – 18:45
Fjöldi: 15
Verð: 9.000
Spænska
Námskeið þetta er sniðið að þeim sem hafa áhuga á spænsku og spænskri menningu, stefna á ferðalög til spænskumælandi landa eða dvelja þar til lengri tíma. Skemmtilegt og fjölbreytt námskeið þar sem grunnurinn að spænsku er byggður upp með fjölbreyttum aðferðum. Áhersla er lögð á að: læra grunninn í málfræði, skilja einföld samtöl og spurningar, ná samhengi á einföldu prentuðu efni, matseðlum, auglýsingum o.fl bera fram einfaldar en algengar setningar, heilsa, panta mat, borga í búðum og kynnast spænskri menningu, svo sem tónlist, matarhefðum og hátíðum.
Kennari: Droplaug Guttormsdóttir
Staður: Þorlákssetur
Tímabil: 27/2 – 22/3
Þriðjudaga kl: 17:30 – 19:00 föstudaga kl. 10:30 – 12:00 (þetta er eitt námskeið)
Fjöldi: 10
Verð: 7.500
Nýárskveðja
Smellið á miðja myndina til að stækka hana.