Starfsemi í Þorlákssetri fellur niður um óákveðinn tíma.

Tilkynning frá stjórn FEBH
COVID-19
Í samráði við yfirlækni Heilsugæslunnar í Hveragerði
og tilmæli yfirvalda um takmarkaða hópastarfsemi hefur stjórn FEBH ákveðið
að fella niður alla starfsemi í Þorlákssetri
um óákveðinn tíma á meðan COVID-19 geysar.
Kveðja stjórnin.

Frá Heilsustofnun vegna Covid-19 veirunnar

Orðsending frá Heilsustofnun

Takmarkað aðgengi að Heilsustofnun meðan Covid-19 veiran geisar.

Sundleikfimi FEBH á miðvikudögum fellur niður um óákveðin tíma.

Látið þetta berast.

Stjórnin

Leikhúsferð

Nú er á döfinni að fara í leikhúsferð til Aratungu 28. febrúar n.k. að sjá gamanleikritið „ALLIR Á SVIГ eftir Michael Frayn í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar.
Miðaverð er kr. 2.000.- og rútuferð kr. 2.000.- samtals kr. 4.000.- sem má greiða í Arion banka merkt leikhús eða greiða í heimabanka inn á reikning 0314-26-52 kt. 691189-1049
Leikritið hefst kl. 20.00 en farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.45.
Listi liggur frammi í Þorlákssetri einnig má hafa samband við
Sigurður Valur Magnússon í síma 822 4211
Marta Hauksdóttir í síma 868 7405
María Erlingsdóttir í síma 846 9240
Leikhúsnefnd

Söngstund í Þorlákssetri

Söngstund í Þorlákssetri,
hjá Félagi eldriborgara í Hveragerði.

Miðvikudaginn 26. febr. kl. 13:00, munu Bassi, Björn Þórarinsson og Sæunn Freydís Grímsdóttir stjórna söngstund í Þorlákssetri.
Bassi leikur undir á pianó og grípur einnig í harmonikkuna.

Syngjum saman í 50-60 mínútur, gömlu lögin sem flestir kunna.

Textabækur verða á staðnum.

Fjölmennum og syngjum saman, söngur gleður og bætir heilsu.

Aðalfundur FEBH 2020

Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 2020 kl. 14: 00  í Þorlákssetri. *

*Fundarefni:*

*Skýrsla stjórnar*

*Skýrsla gjaldkera*

*Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga *

*Lagabreyting*

*Önnur mál*

*Kaffihlaðborð kr. 1.500.-*

*Stjórn FEBH*