Heilsuefling 60+

Fréttir frá stjórn eldri borgara

Fréttir frá stjórn eldri borgara Hveragerði

Kæru félagar,

Smá fréttir frá stjórn.

Félagsgjöld falla niður fyrir árið 2020.  Þeir sem hafa þegar greitt fá það metið fyrir árið 2021.

Stjórnin ákvað að færa viðskiptin frá Arion banka til Íslandsbanka með von um betri þjónustu.

Íslandsbanki býður eldri borgurum að hringja í sérstakan þjónustusíma fyrir eldri borgara í síma 4403737

Óákveðið er hvenær haustfundurinn verður haldinn. Verður auglýst síðar.

Guðlaug Birgisdóttir umsjónarmaður hússins hefur látið af störfum og nú leitum við eftir nýjum umsjónamanni.

Einnig hefur Jóhann Gunnarsson sem haldið hefur utan um félagaskrána í mörg undanfarin ár óskað eftir að ljúka störfum og leitum við að öðrum góðum eftirmanni.

Uppl. hjá ritara í síma 8687405.

Með bestu kveðju fyrir hönd stórnar FEBH

Marta Hauksdóttir ritari

Blómstrandi dagar 2020 í Þorlákssetri hætt við

Kæru félagar
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu hefur Hveragerðisbær hætt við Blómstrandi daga í framhaldi af því hefur stjórn FEBH hætt við alla dagskrá sem fyrir huguð var í Þorlákssetri þssa daga. Kærar þakkir til ykkar sem hafa lagt fram ómælda vinnu við undirbúning vonandi getum við gert eitthvað annað skemmtilegt þegar starfið hefst í september. Með bestu kveðju f.h. stjórnar Kristín

Blómstrandi dagar í Þorlákssetri 14-16 .ágúst

Kæru félagar
Við leitum að listamönnum meðal ykkar við höldum að þeir leynist margir heima að leika. Það væri skemmtilegt ef þið vilduð sýna eitthvað af ykkar verkum í Þorlákssetri á Blómstrandi dögum. Við bíðum spennt eftir viðbrögðum ykkar. Nánari upplýsingar hjá undirbúningsnefnd. Bjarni 6962310 Kristín 860 3884 Marta 868 7405 Helgi 694 7293 Jónína 555 4122

Púttið fellur niður

Félagar vinsamlegast athugið:

Púttið felur niður um óákveðinn tíma vegna Covid-19 veirunnar.