Viðtal vegna gömlu dansana

Góðan dag,

 

Atli Freyr Hjaltason heiti ég og er þjóðfræðingur. Í sumar vinn ég hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, við viðtalsrannsóknir á gömlu dönsunum. Ég sendi þetta bréf til Félags eldri borgara Hveragerði til þess að sjá hvort þið vitið um einhverja sem stundað hafa gömlu dansana og væru ef til vill til í að hitta mig. Ég verð á ferðinni í sumar og hafði hugsað mér að heimsækja fólk ef það er til í viðtal.

 

Ég leita að dönsurum, tónlistarmönnum, dansstjórum og fólki sem hefur gaman að gömlu dönsunum.

 

Það væri frábært ef þið vissuð um einhverja og gætuð komið mér í samband. Endilega sendið mér línu ef ég get svarað spurningum sem kunna að vakna.

 

Bestu kveðjur,

 

Atli Freyr Hjaltason

Leikhúsferð

Góðan dag
Nú ætlum við hjá FEBH að slá í leikhúsferð. Förum að sjá Nei Ráðherra  í leikhúsinu okkar hér í Hveragerði föstudaginn 28/5 Þarf helst að láta vita í síðasta lagi  fimmtudaginn 20/5 hve margir ætla að fara.Vinsamlega svarið sem allra fyrst með nafni, kennitölu og símanr. Þau þurfa að hafa það út af Covid 19Bestu kveðurMarta Hauksdóttir, ritari

Kveðja

Komið þið sæl félagar,

Vonandi hafið þið haft það gott.
Nú verðum við að draga saman seglin aftur en við brosum bara og sýnum þolinmæði og umburðarlyndi þar til við getum byrjað aftur.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Stjórnin

Kveðja frá stjórn FEBH

Við sendum félögum okkar í FEBH okkar bestu kveðjur með ósk um bjartari og öruggari daga framundan.

Aðalfundinum verður frestað um óákveðinn tíma svo og öðru starfi.

Stjórnin

Sértilboð til eldri borgara í vetur 2021 og fram á vor

Nokkuð hefur verið um það í gegnum árin að hópar, samtök og eða klúbbar ýmisskonar hafi tekið sig saman í ferðir um Snæfellsnesið fagra með viðdvöl í gistingu og eða eftirminnilega matarupplifun á Langaholti, enda staðsetning hótelsins mjög hentug. Nú eru skrítnir tímar og því hefur fólk frekar kosið að njóta sveitasælunnar eitt og sér eða í smærri hópum sem eðlilegt er. Við höfum hlýtt Víði í hvívetna og höfum því takmarkað herbergjaframboð okkar hverju sinni til að tryggja þægilega og streitulausa upplifun gesta okkar og erum því tilvalinn staður til að njóta sveitasælunnar í kyrrð og ró. Hótel Langaholti er rómað fyrir góðan mat, góða þjónustu, afslappað andrúmsloft og fallegt umhverfi.

Langaholt hefur nú þegar opið fyrir einstaklingsbókanir og smærri hópa, svo þegar að bólusetningum líkur eða Þegar samkomutakmörkunum sleppir og óhætt er fyrir stærri hópa að koma saman tökum við glöð á móti fyrirspurnum fyrir hópinn ykkar.

Langholt bíður ykkar fólki eftirfarandi tilboð á gistingu í vetur. Tilboðið Gildir til 31. maí 2021                            Tilboðið gildir jafnt fyrir einstaklingsbókanir sem og hópa.

 

morgunverður er innifalinn ásamt kaffi og tei á meðan dvöl stendur.

Eins manns herbergi í eina nótt ……………………………… 10.000 kr.

Tveggja manna herbergi í eina nótt …..…………………… 15.000 kr.

Þriggja manna herbergi  í eina nótt ………………………… 20.000 kr.

 

Nótt tvö og fleiri nætur bjóðum við svo á hálfvirði !

Eins manns herbergi í tvær nætur ………….… Samtals  15.000 kr. (seinni nóttin þá á 5.000 kr.)

Tveggja manna herbergi í tvær nætur ………. Samtals  22.500 kr. (seinni nóttin þá á 7.500 kr.)

Þriggja manna herbergi í tvær nætur ……….. Samtals  30.000 kr. (seinni nóttin á 10.000 kr.)

Sé um stærri hópa (10 manns eða fleiri) að ræða erum við svo ennfrekar tilbúin að setjast að samningaborðinu varðandi hópafslætti á matarverðum ofl. Og þá sér í lagi á virkum dögum!

Áhugasamir sendi fyrirspurnir á langaholt@langaholt.is eða hringi í síma 435-6789

Skoðið endilega síðurnar okkar  https://langaholt.is/islenska/ Og https://www.facebook.com/langaholt/

Þeir sem vilja bóka á tilboðinu “geri grein fyrir sér” með tilvísun í tilboðið til að tryggja sér þessi sér verð !

Gjafabréfin okkar

Gjafabréfin okkar eru vinsæl enda hentug við allskonar tilefni og margir möguleikar í boði.

Gjafabréfin okkar gilda allt árið um kring nema um annað sé samið og hafa engan fyrningardag.

Hægt er að nota ferðagjöf ríkisstjórnarinnar við gjafabréfakaup hjá okkur, en hafa þarf samband við okkur beint í þeim tilfellum svo hægt sé að afgreiða kaupin.

Við sérsníðum einnig gjafabréf að þinni ósk, með þínum texta og þeirri upphæð sem þú vilt gefa í gjöf

Við erum samningsfús og magnafslættir ætíð í boði. Áhugasamir sendi tölvupóst á topcat@langaholt.is

Sért þú viðtakandi góður áhugasamur um að áframsenda eða kynna tilboðið þínu fólki eru hjálögð tvö skjöl sem bæði innihalda tilboðin. Eitt með góðri lýsingu á herbergjum og kynningu á matar upplifuninni sem hentar að senda sem viðhengi í tölvupósti og annað A4 plakat sem hentar til að hengja upp á viðeigandi stað.

Með fyrirfram þökk og kærri kveðju

Starfsfólk Langaholts

Kær kveðja/Best regards

Eyþór Österby Christensen

Fjármál/Finance

Langaholt

Snæfellsnes

Iceland

Tel +354-773-1505

www.langaholt.is

Langaholt á facebook

Langaholt á Tripadvisor