Félagsstarfið

Komið þið sæl félagar

Nú er starfið að fara í gang.
Boccia, Pútt, Brids og félagsvist byrja í næstu viku.
Púttið getur reyndar byrjað á morgun föstudag ef fólk vill.
Gönguhópurinn í Hamarshöll byrjar á mánudaginn kl. 10:45
Vonumst eftir að sjá sem flesta
Bestu kveðjur
Marta ritari

Félagsskírteini

Komið þið öll sæl.

Nú styttist í að allt fari í gang vonandi.
Ég er komin með ný félagsskírteini og verð hér á skrifstofunni á morgun miðvikudag  kl. 13-16 ef þið viljið nálgast þau. Það er líka hægt að hringja til mín 8687405 og sækja þau heim í Borgarheiði 13V eftir morgundaginn.
Ef þið vitið af einhverjum sem eru ekki með netfang þá endilega látið þau vita af þessu.
Áætlað er að slá saman haustfundi og aðalfundi seinni partinn í september og verður það auglýst síðar.
Vonandi hafið þið haft það gott í sumar.
Bestu kveðjur
Marta Hauksdóttir ritari

Viðtal vegna gömlu dansana

Góðan dag,

 

Atli Freyr Hjaltason heiti ég og er þjóðfræðingur. Í sumar vinn ég hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, við viðtalsrannsóknir á gömlu dönsunum. Ég sendi þetta bréf til Félags eldri borgara Hveragerði til þess að sjá hvort þið vitið um einhverja sem stundað hafa gömlu dansana og væru ef til vill til í að hitta mig. Ég verð á ferðinni í sumar og hafði hugsað mér að heimsækja fólk ef það er til í viðtal.

 

Ég leita að dönsurum, tónlistarmönnum, dansstjórum og fólki sem hefur gaman að gömlu dönsunum.

 

Það væri frábært ef þið vissuð um einhverja og gætuð komið mér í samband. Endilega sendið mér línu ef ég get svarað spurningum sem kunna að vakna.

 

Bestu kveðjur,

 

Atli Freyr Hjaltason

Leikhúsferð

Góðan dag
Nú ætlum við hjá FEBH að slá í leikhúsferð. Förum að sjá Nei Ráðherra  í leikhúsinu okkar hér í Hveragerði föstudaginn 28/5 Þarf helst að láta vita í síðasta lagi  fimmtudaginn 20/5 hve margir ætla að fara.Vinsamlega svarið sem allra fyrst með nafni, kennitölu og símanr. Þau þurfa að hafa það út af Covid 19Bestu kveðurMarta Hauksdóttir, ritari

Kveðja

Komið þið sæl félagar,

Vonandi hafið þið haft það gott.
Nú verðum við að draga saman seglin aftur en við brosum bara og sýnum þolinmæði og umburðarlyndi þar til við getum byrjað aftur.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Stjórnin