Leshópur

Ákveðið hefur verið að leshópurinn sem hefur verið á mánudögum kl. 10-12

færist á föstudaga kl. 13-15

Kveðja

Marta Hauksdóttir, ritari

Ræsting og umsjón eldhúss

Kæru félagar,

Nú er Gréta hætt sem hefur séð um ræstinguna og eldhúsið hjá okkur.
Okkur vantar nauðsynlega einhvern sem getur tekið þetta að sér.  Ræstingin er ca tvisvar í viku og fylgjast með eldhúsinu og vera til staðar þegar einhverjar uppákomur eru.
Það geta verið 1 eða fleiri sem geta skipt þessu á milli sín.
Endilega ef þið vitið af einhverjum sem geta tekið þetta að sér  þá hafið samband, annað hvort við formanninn Bjarna sími: 6962310 eða Mörtu ritara sími: 8687405 eða svarið þessum pósti.
Bestu kveður
Marta ritari

Útskurður

Sigurður Valur og Lena sem eru hópstjórar fyrir útskurðinn ætla að hittast næstkomandi föstudag 17/9 í handavinnustofu skólans og ákveða þar með frramhaldið. Allir hjartanlega velkomnir að taka þátt og mæta kl. 13:30

Vonum að sem flestir vilji vera með.
Bestu kveðjur
Marta Hauksdóttir ritari

Félagsstarfið

Komið þið sæl félagar

Nú er starfið að fara í gang.
Boccia, Pútt, Brids og félagsvist byrja í næstu viku.
Púttið getur reyndar byrjað á morgun föstudag ef fólk vill.
Gönguhópurinn í Hamarshöll byrjar á mánudaginn kl. 10:45
Vonumst eftir að sjá sem flesta
Bestu kveðjur
Marta ritari

Félagsskírteini

Komið þið öll sæl.

Nú styttist í að allt fari í gang vonandi.
Ég er komin með ný félagsskírteini og verð hér á skrifstofunni á morgun miðvikudag  kl. 13-16 ef þið viljið nálgast þau. Það er líka hægt að hringja til mín 8687405 og sækja þau heim í Borgarheiði 13V eftir morgundaginn.
Ef þið vitið af einhverjum sem eru ekki með netfang þá endilega látið þau vita af þessu.
Áætlað er að slá saman haustfundi og aðalfundi seinni partinn í september og verður það auglýst síðar.
Vonandi hafið þið haft það gott í sumar.
Bestu kveðjur
Marta Hauksdóttir ritari