Haust- og aðalfundur 2021

Haustfundur og Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði

Haustfundur verður haldinn í Þorlákssetri fimmtudaginn 30. september 2021 kl. 14:00

Vetrarstarfið kynnt.

Aðalfundur verður svo í framhaldi af Haustfundi.

Fundaefni:

Skýrsla stjórnar

Skýrsla gjaldkera

Kosning stjórnar og skoðunarmenn reikninga

Önnur mál

Kaffihlaðborð verður í lok fundanna í boði Almars bakara og Lagnaþjónustunnar

 

Stjórn FEBH

Pútt

Það er aðeins breyttur tími hjá Púttinu.

Það er á föstudögum kl. 09:30.
Allir nýir félagar velkomnir í hópinn

Hverafuglar

Nú er kórinn okkar að fara af stað með æfingar.

Fundur í Þorlákssetri með Örlygi þriðjudaginn 21.september kl. 16:00.
Vona að sem flestir geti mætt og nýir félagar velkomnir
Bestu kveðjur
Marta ritari

Starfsemin

Mér varð það á að setja ekki tímasetningu á það sem er að byrja.

Brids er á mánudögum kl. 13-16 og fimmtudögum kl. 13-15:30
Félagsvistin er á þriðjudögum kl. 13
Boccia er á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 10-12
Púttið er á föstudögum kl. 10
Bestu kveðjur
Marta ritari

Leshópur

Ákveðið hefur verið að leshópurinn sem hefur verið á mánudögum kl. 10-12

færist á föstudaga kl. 13-15

Kveðja

Marta Hauksdóttir, ritari