Fundarboð á Haustfund í Félagi eldri borgara í Hveragerði 10.10.24 kl. 16 í Þorlákssetri
Hér með er boðað til félagsfundar eins og lög félagsins kveða á um. Þar verður kynning á því helsta sem er nú á döfinni á haustmisseri og hvað er væntanlegt. Við fáum gesti á fundinn; Magnús J. Magnússon, formann félags eldri borgara á Selfossi, sem ætlar að segja okkur frá ýmsu í þeirra starfi og einnig kemur Liljar Mar Pétursson, nýr forstöðumaður í Bungubrekku, sem aðstoðar okkur m.a. við skráningar í Sportabler. Hann mun útskýra fyrir okkur hvernig það kerfi virkar og hvað við þurfum að kunna en við getum líka fengið aðstoð. Einnig verður farið yfir stöðuna í námskeiðum okkar og hópum.
Það sem framundan er á næstunni er glæsilegt ball í stóra salnum á Hótel Örk þann 15. okt. kl. 20. Þar verðuur dansað en einnig skemmtileg dagskrá með happdrætti og fl. Og gestir frá öðrum félögum eldri borgara á Suðurlandi heimsækja okkur. Þangað skulum við fjölmenna, munið nú að fylgjast með auglýsingu í næstu viku.
Síðan er söng- og leiksýningin Ellý í Borgarleikhúsinu 23. nóv. Það verður rútuferð og enn er hægt að fá miða. Síðan er Jólafundur og hlaðborð sem verður nánar kynnt síðar. Margt fleira er framundan sem verður auglýst jafn óðum.
Munið sérstaklega eftir opnu húsi sem er á hverjum miðvikudegi kl. 15-16.45, með skemmtilegu spjalli, myndasýningum ofl.
Að sjálfsögðu verður tími fyrir umræður á haustfundinum og kaffiveitingar og gott meðlæti.
Hér með kynnum við hauststarfið 2024 í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Þetta fréttabréf er sent í öll hús í Hveragerði til upplýsingar fyrir alla sem hér búa, líka þá sem ekki eru orðnir 60 ára. Það er sent í pósti en einnig til félaga í tölvupósti og á heimasíðu félagsins https://www.hvera.net. Vikutafla yfir starf hópa og einnig námskeið fylgir með. Skráning hefst 2. september og námskeiðin byrja frá og með 9. september. Starfsmaður okkar, Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir, mun verða við á skrifstofunni í Þorlákssetri mánudaga – fimmtudaga kl. 9-12 og veita upplýsingar og aðstoð.
Almennir félagsfundir eru samkvæmt lögum félagsins fjórir á ári og eru þeir kynntir sérstaklega með góðum fyrirvara. Það er haustfundur haldinn í september, jólafundur í desember, aðalfundur í febrúar og vorfundur í maí. Þá er reynt að veita sem bestar upplýsingar um það sem er á döfinni en einnig að gera sér dagamun á ýmsan hátt.
Farið verður í ferðir tvisvar til þrisvar á ári. Leikhúsferðir eru einnig fyrirhugaðar eins og verið hefur. Margt fleira er verið að undirbúa en það verður auglýst vel með góðum fyrirvara þegar nær dregur. Á heimasíðu félagsins, https://www.hvera.net er kappkostað að birta upplýsingar um félagslífið, myndir úr starfinu og hvaðeina annað félaginu viðkomandi. Einnig eru settar ýmsar tilkynningar á facebókarsíðu FEBH. Tölvupóstfang félagsins er torlaksetur@gmail.com. Síminn í Þorlákssetri er 483 5216
Félag eldri borgara er opið öllum bæjarbúum 60 ára og eldri. Ef þú ert ekki þegar í félaginu en vilt taka þátt í starfi okkar, getur þú haft samband við starfsmann okkar á opnunartíma skrifstofu eða farið á heimasíðuna https://www.hvera.net, smellt á Félagið og fundið Að gerast félagi og þar opnast leið til að skrá þig rafrænt.
Stjórn FEB í Hveragerði
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður, s. 898 2488
Daði Ingimundarson, varaformaður, s. 897 3536
Birgir Þórðarson, ritari, s. 893 1800
Kristinn Kristjánsson, gjaldkeri, s. 892 9330
Anna Elísabet Ólafsdóttir, meðstjórnandi, s. 866 1674
Sigrún Guðný Arndal, varastjórn, s. 864 7401
Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir, varastjórn s. 860 4160
Fundarboð á vorfund Félags eldri borgara í
Hveragerði þann 3. maí nk. kl. 16.00.
Kæru félagar!
Hér með boða ég ykkur á vorfund félagsins okkar þann 3. maí 2024 kl. 16 í Þorlákssetri.
Dagskráin verður fjölbreytt, fyrst kynningar á ferðum, bæði um Suðurland, upp á hálendið og jafnvel til Spánar. Einnig verður sagt frá helstu nýjungum sem fyrirhugaðar eru í haust. Fundinum lýkur með heimsókn í Skyrgerðina þar sem boðið verður upp á hressingu.
Með sumarkveðju
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður FEB Hveragerði
Í apríl – maí 2024
Kæru félagar í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Hér sendum við ykkur vikudagskrá yfir það sem er í boði núna eftir páska. Námskeiðin eru næstum full, örfá pláss laus í síðustu tíma vatnsleikfimi og yoga í vatni og enn hægt að skrá sig. Sigrún Arndal, tengiliður stjórnar við hópstjóra, hefur talað við alla og það er í heildina gott hljóð í fólki og yfirleitt pláss fyrir fleiri. Það eru miklar hugmyndir komnar fram um hvað má betur fara og er stefnt að fundi með stjórn og hópstjórum til að ákveða hvað við viljum bæta og laga.
Nú er farið að huga að vorferð í maí og er helst rætt um skemmtilega menningar og safnaferð um Suðurland, en þetta verður auglýst sérstaklega. Ákveðið hefur verið að vorfundurinn verði 10. maí en það verður líka auglýst betur síðar.
Eins og fram kemur á vikudagskránni er sú nýjung að á fimmtudögum kl. 13.30 – 15 verður kaffispjall og kannski meðlæti í boði fyrir þá sem vilja kíkja við í Þorlákssetri.
Stjórnarmenn munu kappkosta að mæta til að hitta ykkur og ræða málin. Landsambandið býður upp á stutt fræðsluerindi sem við getum fengið á skjáin hjá okkur ef við viljum. Það tekur í mesta lagi hálftíma og yrði þá kynnt sérstaklega.
Svo dettur okkur kannski í hug eitthvað annað þegar fram líða stundir. En eftir sem áður er aðal málið að hittast og spjalla.
Bestu kveðjur
Sigurlín, formaður
http://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.png00Daði Ingimundarsonhttp://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.pngDaði Ingimundarson2024-04-03 21:14:462024-04-03 21:20:48Fréttabréf 3. apríl 2024
Haustfundur
Fundarboð á Haustfund í Félagi eldri borgara í Hveragerði 10.10.24 kl. 16 í Þorlákssetri
Hér með er boðað til félagsfundar eins og lög félagsins kveða á um. Þar verður kynning á því helsta sem er nú á döfinni á haustmisseri og hvað er væntanlegt. Við fáum gesti á fundinn; Magnús J. Magnússon, formann félags eldri borgara á Selfossi, sem ætlar að segja okkur frá ýmsu í þeirra starfi og einnig kemur Liljar Mar Pétursson, nýr forstöðumaður í Bungubrekku, sem aðstoðar okkur m.a. við skráningar í Sportabler. Hann mun útskýra fyrir okkur hvernig það kerfi virkar og hvað við þurfum að kunna en við getum líka fengið aðstoð. Einnig verður farið yfir stöðuna í námskeiðum okkar og hópum.
Það sem framundan er á næstunni er glæsilegt ball í stóra salnum á Hótel Örk þann 15. okt. kl. 20. Þar verðuur dansað en einnig skemmtileg dagskrá með happdrætti og fl. Og gestir frá öðrum félögum eldri borgara á Suðurlandi heimsækja okkur. Þangað skulum við fjölmenna, munið nú að fylgjast með auglýsingu í næstu viku.
Síðan er söng- og leiksýningin Ellý í Borgarleikhúsinu 23. nóv. Það verður rútuferð og enn er hægt að fá miða. Síðan er Jólafundur og hlaðborð sem verður nánar kynnt síðar. Margt fleira er framundan sem verður auglýst jafn óðum.
Munið sérstaklega eftir opnu húsi sem er á hverjum miðvikudegi kl. 15-16.45, með skemmtilegu spjalli, myndasýningum ofl.
Að sjálfsögðu verður tími fyrir umræður á haustfundinum og kaffiveitingar og gott meðlæti.
Mætum sem flest.
F.h. stjórnar
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
Fréttabréf haust 2024
Fréttabréf
Félags eldri borgara í Hveragerði september 2024
Hér með kynnum við hauststarfið 2024 í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Þetta fréttabréf er sent í öll hús í Hveragerði til upplýsingar fyrir alla sem hér búa, líka þá sem ekki eru orðnir 60 ára. Það er sent í pósti en einnig til félaga í tölvupósti og á heimasíðu félagsins https://www.hvera.net. Vikutafla yfir starf hópa og einnig námskeið fylgir með. Skráning hefst 2. september og námskeiðin byrja frá og með 9. september. Starfsmaður okkar, Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir, mun verða við á skrifstofunni í Þorlákssetri mánudaga – fimmtudaga kl. 9-12 og veita upplýsingar og aðstoð.
Almennir félagsfundir eru samkvæmt lögum félagsins fjórir á ári og eru þeir kynntir sérstaklega með góðum fyrirvara. Það er haustfundur haldinn í september, jólafundur í desember, aðalfundur í febrúar og vorfundur í maí. Þá er reynt að veita sem bestar upplýsingar um það sem er á döfinni en einnig að gera sér dagamun á ýmsan hátt.
Farið verður í ferðir tvisvar til þrisvar á ári. Leikhúsferðir eru einnig fyrirhugaðar eins og verið hefur. Margt fleira er verið að undirbúa en það verður auglýst vel með góðum fyrirvara þegar nær dregur. Á heimasíðu félagsins, https://www.hvera.net er kappkostað að birta upplýsingar um félagslífið, myndir úr starfinu og hvaðeina annað félaginu viðkomandi. Einnig eru settar ýmsar tilkynningar á facebókarsíðu FEBH. Tölvupóstfang félagsins er torlaksetur@gmail.com. Síminn í Þorlákssetri er 483 5216
Félag eldri borgara er opið öllum bæjarbúum 60 ára og eldri. Ef þú ert ekki þegar í félaginu en vilt taka þátt í starfi okkar, getur þú haft samband við starfsmann okkar á opnunartíma skrifstofu eða farið á heimasíðuna https://www.hvera.net, smellt á Félagið og fundið Að gerast félagi og þar opnast leið til að skrá þig rafrænt.
Stjórn FEB í Hveragerði
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður, s. 898 2488
Daði Ingimundarson, varaformaður, s. 897 3536
Birgir Þórðarson, ritari, s. 893 1800
Kristinn Kristjánsson, gjaldkeri, s. 892 9330
Anna Elísabet Ólafsdóttir, meðstjórnandi, s. 866 1674
Sigrún Guðný Arndal, varastjórn, s. 864 7401
Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir, varastjórn s. 860 4160
Vorfundur Félags eldr borgara í Hveragerði 3.maí
Fundarboð á vorfund Félags eldri borgara í
Hveragerði þann 3. maí nk. kl. 16.00.
Kæru félagar!
Hér með boða ég ykkur á vorfund félagsins okkar þann 3. maí 2024 kl. 16 í Þorlákssetri.
Dagskráin verður fjölbreytt, fyrst kynningar á ferðum, bæði um Suðurland, upp á hálendið og jafnvel til Spánar. Einnig verður sagt frá helstu nýjungum sem fyrirhugaðar eru í haust. Fundinum lýkur með heimsókn í Skyrgerðina þar sem boðið verður upp á hressingu.
Með sumarkveðju
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður FEB Hveragerði
Vorsöngur og bingó
Miðvikudaginn 15. maí halda Hverafuglar kór eldri borgara vor söngskemmtun og bingó
hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Sjá auglýsingu
Fréttabréf 3. apríl 2024
Í apríl – maí 2024
Kæru félagar í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Hér sendum við ykkur vikudagskrá yfir það sem er í boði núna eftir páska. Námskeiðin eru næstum full, örfá pláss laus í síðustu tíma vatnsleikfimi og yoga í vatni og enn hægt að skrá sig. Sigrún Arndal, tengiliður stjórnar við hópstjóra, hefur talað við alla og það er í heildina gott hljóð í fólki og yfirleitt pláss fyrir fleiri. Það eru miklar hugmyndir komnar fram um hvað má betur fara og er stefnt að fundi með stjórn og hópstjórum til að ákveða hvað við viljum bæta og laga.
Nú er farið að huga að vorferð í maí og er helst rætt um skemmtilega menningar og safnaferð um Suðurland, en þetta verður auglýst sérstaklega. Ákveðið hefur verið að vorfundurinn verði 10. maí en það verður líka auglýst betur síðar.
Eins og fram kemur á vikudagskránni er sú nýjung að á fimmtudögum kl. 13.30 – 15 verður kaffispjall og kannski meðlæti í boði fyrir þá sem vilja kíkja við í Þorlákssetri.
Stjórnarmenn munu kappkosta að mæta til að hitta ykkur og ræða málin. Landsambandið býður upp á stutt fræðsluerindi sem við getum fengið á skjáin hjá okkur ef við viljum. Það tekur í mesta lagi hálftíma og yrði þá kynnt sérstaklega.
Svo dettur okkur kannski í hug eitthvað annað þegar fram líða stundir. En eftir sem áður er aðal málið að hittast og spjalla.
Bestu kveðjur
Sigurlín, formaður