Boccia

Kæru félagar
Þar sem umsjónarfólk í Boccia er með covid veiru og ástand í þjóðfélaginu er ekki nógu gott fellur niður spilamennska þessa viku sjáumst vonandi hress í næstu viku
Kær kveðja Jónína og Villi

Pútt

Púttið byrjar næsta föstudag kl. 9:30

Leirnámskeið

Er einhver áhugi á leirnámskeiði? Sendi hér með tilboð frá Hrönn Waltersdóttir. Félagið mun borgar helming námskeiðsins, en hver nemandi greiðir fyrir helming námskeið sem okkur reiknast með að sé kr. 9.000,- ásamt greiðslu fyrir leir, liti og brennslu kr. 1.200. Þannig að hver nemand greiðir samtals kr. 10.200,-

Leirnámskeið 2022

Boðið verður upp á námskeið á þriðjudögum tvær klukkustundir í senn í 4 til 5 vikur. Námskeiðið kostar fyrir hópinn 144.000,kr. miðað er við 6 til 8 (óvanar) manneskjur í einum hóp. Leir og glerungur er ekki innifalin í þessu verði. 1. kg af leir með litum og brennslum kostar 1.200,kr. (Til viðmiðunar er hægt að gera 4 til 5 kerta-krúsir úr einu kg. af leir). Það er ekki skylda að gera nákvæmlega þessa hluti sem minnst er á hér fyrir neðan, það er val hvers og eins, en gott væri að tileinka sér aðferðirnar sem kenndar verða.

tími: Kenndar verða helstu aðferðir við meðhöndlun á leir, hvers ber að varast t.d. hnoða, taka úr loft, þykkt, þunnt og þurrkun. Einnig verður farið í pylsu- og kúluaðferð. Kennd einföld aðferð við gerð kerta-krúsa með munstri.
tími: Kennd verður plötuaðferð, hvernig við festum saman tvo eða fleiri parta. Gerð verða lítil hús, munstrum þak og hliðar.
tími: Kennt verður að gera skálar í mótum (bútaskálar). Farið verður yfir glerjun notkun á oxíðum og undir litum.
tími: Skoðaður árangur glerjunar frá því í síðasta tíma, spáð í hvernig til hefur tekist, restin af hlutunum glerjaður.
Tími: Þá á allt að vera klárt búið að brenna. Fólk má koma og sækja verkin sín. Auka bónus ef fólk vill setja gull á hlutina þá má gera það í þessum tíma og hlutina má sækja eftir samkomulagi.
Bestu kveðjur

Stjórnin

Útskurður

Útskurðurinn sem átti að byrja 7/1 verður frestað um óákveðinn tíma.
Auglýst verður þegar það byrjar.
Lena og Sigurður Valur

Stjórnarstörf

Félag eldri borgara í Hveragerði leitar til félagsmanna til stjórnarstarfa fyrir félagið. Allir geta sent inn tilnefningar til uppstillingarnefndar um gott fólk sem gæti haft áhuga á að vera með í að efla og styrkja félagið. Það má alveg tilnefna sjálfan sig.
Tilnefningar má senda til uppstillingarnefndar:
Hólmfríður Skaftadóttir form. frida.skafta@gmail.com sími: 8458296