Miðvikudaginn 14. september 2022 verður farið í dagsferð um Njáluslóðir. Sigurlín Sveinbjarnardóttir, meðstjórnandi í stjórn FEBH, hefur skipulagt ferðina og verður leiðsögumaður í rútunni.
Brottför frá Þorlákssetri er kl. 9.00. Fyrst er stoppað við Hellana við Hellu. Þetta eru líklega elstu manngerðu vistarverurnar sem varðveist hafa á Íslandi. Þar fáum við leiðsögn um tvo hella.
Þá er haldið að Hótel Rangá og snæddur hádegisverður sem er: Lax með sætkartöflumauki, eplum, sinnepsfræjum, spergilkáli, granóla og hvítvínssósu. Kaffi og súkkulaði á eftir.
Síðan er ekið um helstu sögustaði á svæðinu þar sem Sigurlín segir frá nokkrum veigamiklum atburðum sem þar áttu sér stað á söguöld. Ekki verður sagan þó rakin heldur gripið niður hér og þar. Einnig sagðar aðrar stuttar sögur úr nútímanum.
Síðdegiskaffi fáum við í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð, kaffi og heimabakaðar pönnukökur með rjóma og/eða upprúllaðar.
Þá kemur Bjarni Harðarson, sagnamaður og bóksali, fæddur í Hveragerði og segir okkur frá Njálu á sinn einstaka og skemmilega hátt.
Við njótum þess að sjá á veggjum myndlist eftir listakonuna Þórhildi Jónsdóttur frá Lambey sem hefur málað helstu persónur í Njálu eins og hún sér þær fyrir sér. Þessi sýning er sérstaklega sett upp fyrir okkur. Þá verður haldið heim á leið, etv. með smá stoppi, komið í Hveragerði um kl. 18.30.
Hámarks fjöldi verður 55 manns.
Félagið mun greiða 50% af kostnaði, þannig að hver félagi greiðir þá kr. 7.500.- eða kr. 15.000.- á hjón.
Skráning í ferðina er í síma 661 2179 (Steinunn Aldís)
Ákveðið hefur verið að fara vorferð til Vestmannaeyja 31. maí n.k. Hámarks fjöldi verður 50 manns.
Félagið mun greiða 50% af kostnaði, þannig að hver félagi greiðir þá kr. 9.000.- eða kr. 18.000.- á hjón.
Hér með er skipulag ferðarinnar:
Rútan mun fara frá Þorlákssetri 31. maí kl. 8:30 og er áætluð heimkoma um kl. 18:30
Kl. 10:15 Mæting í Landeyjahöfn – Herjólfur fer kl. 10:45
Kl. 11:20 Starfsfólk Víkingaferða tekur á móti hópnum og býður upp á kaffi og kleinur á bryggjunni
Kl. 11:30 Útsýnisferð um Vestmannaeyjar – Staðreyndum og skemmtilegum sögum er blandað saman þegar við keyrum á milli staða í þessari skemmtilegu ferð. Farið er á alla vinsælustu staðina eins og Sprönguna, Herjólfsdal, Stórhöfða, farið verður yfir Nýja-hrauni og sagt frá þegar gaus á eyjunni og hvernig það markaði líf eyjamanna.
Kl. 13:00 Eldheimar skoðaðir – Frábært safn sem geymir minningar gossins 1973. Allir fá sinn eigin leiðsögubúnað og skoða safnið á sínum hraða.
Kr. 13:50 Borðað hjá Einsa kalda – frábærum veitingastað í hjarta bæjarins.
Kl. 14:50 Sagnheimar skoðaðir – Byggðasafn Vestmannaeyja sýnir sögu eyjanna á skemmtilegan og frumlegan hátt.
Kl. 15:20 Frjáls tími í bænum. Hægt er t.d. að fara á kaffihús eða versla í frábærum verslunum.
Kl. 16:25 Rútan hittir hópinn fyrir utan Brothers Brewery í miðbænum og skutlar í Herjólf.
Kl. 17:00 Lagt af stað með Herjólfi til Landeyja.
Við vonum að við náum að fylla rútuna, 50 manns og njótum ferðarinnar. Sigurlín Sveinbjarnardóttir varamaður í stjórn FEBH skipulagði ferðina og mun verða leiðsögumaður okkar í rútunni til Landeyja og til baka að Þorlákssetri.
Nýjar fréttir frá FEBH í Hveragerði
Ný stjórn í Félagi eldri borgara í Hveragerði leggur grunn að félagsstarfinu með því að bjóða
félagsmönnum (og öðrum sem eiga etv. eftir að skrá sig í félagið) í súpu og hugmyndahitting
miðvikudaginn 11. maí kl. 18 í Þorlákssetur. Þetta er kvöldfundur svo þeir sem eru enn að vinna geti
örugglega komið. Þar verður hópastarf þar sem félagsmenn geta rætt hugmyndir sínar um starfið,
sett þær á blöð sem félagsmenn sjálfir raða síðan í forgangsröð.
Þetta er mjög mikilvægur fundur því félagarnir eru félagið og ef þátttaka verður lítil verður ekki til
það kröftuga og skemmtilega starf sem við öll viljum hafa. Nú er kominn tími fyrir öfluga viðspyrnu
eftir Covid 19 og ekki eftir neinu að bíða að koma hlutunum á hreyfingu. Mætum því sem flest í góða
súpu og brauð og spennandi hugmyndavinnu. Aðgangur ókeypis
http://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.png00Marta Hauksdóttirhttp://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.pngMarta Hauksdóttir2022-05-09 10:30:482022-05-09 10:30:55Nýjar fréttir frá FEBH
Haustferð
Haustferð FEBH 2022
Miðvikudaginn 14. september 2022 verður farið í dagsferð um Njáluslóðir. Sigurlín Sveinbjarnardóttir, meðstjórnandi í stjórn FEBH, hefur skipulagt ferðina og verður leiðsögumaður í rútunni.
Brottför frá Þorlákssetri er kl. 9.00. Fyrst er stoppað við Hellana við Hellu. Þetta eru líklega elstu manngerðu vistarverurnar sem varðveist hafa á Íslandi. Þar fáum við leiðsögn um tvo hella.
Þá er haldið að Hótel Rangá og snæddur hádegisverður sem er: Lax með sætkartöflumauki, eplum, sinnepsfræjum, spergilkáli, granóla og hvítvínssósu. Kaffi og súkkulaði á eftir.
Síðan er ekið um helstu sögustaði á svæðinu þar sem Sigurlín segir frá nokkrum veigamiklum atburðum sem þar áttu sér stað á söguöld. Ekki verður sagan þó rakin heldur gripið niður hér og þar. Einnig sagðar aðrar stuttar sögur úr nútímanum.
Síðdegiskaffi fáum við í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð, kaffi og heimabakaðar pönnukökur með rjóma og/eða upprúllaðar.
Þá kemur Bjarni Harðarson, sagnamaður og bóksali, fæddur í Hveragerði og segir okkur frá Njálu á sinn einstaka og skemmilega hátt.
Við njótum þess að sjá á veggjum myndlist eftir listakonuna Þórhildi Jónsdóttur frá Lambey sem hefur málað helstu persónur í Njálu eins og hún sér þær fyrir sér. Þessi sýning er sérstaklega sett upp fyrir okkur. Þá verður haldið heim á leið, etv. með smá stoppi, komið í Hveragerði um kl. 18.30.
Hámarks fjöldi verður 55 manns.
Félagið mun greiða 50% af kostnaði, þannig að hver félagi greiðir þá kr. 7.500.- eða kr. 15.000.- á hjón.
Skráning í ferðina er í síma 661 2179 (Steinunn Aldís)
Fyrir hönd stjórnar
Steinunn Aldís
gjaldkeri
Vestmannaeyjaferð
Kæru félagar,
17:43 (fyrir 0 mínútum)
17:43 (fyrir 0 mínútum)
Nýjar fréttir frá FEBH
Nýjar fréttir frá FEBH í Hveragerði
Ný stjórn í Félagi eldri borgara í Hveragerði leggur grunn að félagsstarfinu með því að bjóða
félagsmönnum (og öðrum sem eiga etv. eftir að skrá sig í félagið) í súpu og hugmyndahitting
miðvikudaginn 11. maí kl. 18 í Þorlákssetur. Þetta er kvöldfundur svo þeir sem eru enn að vinna geti
örugglega komið. Þar verður hópastarf þar sem félagsmenn geta rætt hugmyndir sínar um starfið,
sett þær á blöð sem félagsmenn sjálfir raða síðan í forgangsröð.
Þetta er mjög mikilvægur fundur því félagarnir eru félagið og ef þátttaka verður lítil verður ekki til
það kröftuga og skemmtilega starf sem við öll viljum hafa. Nú er kominn tími fyrir öfluga viðspyrnu
eftir Covid 19 og ekki eftir neinu að bíða að koma hlutunum á hreyfingu. Mætum því sem flest í góða
súpu og brauð og spennandi hugmyndavinnu. Aðgangur ókeypis
Alzheimer samtökin
Fræðsla fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra um heilabilun og góð samskipti mánudaginn 9. maí kl. 16-17:30
Ráðgjafi frá Alzheimer samtökunum verður með fræðsluna
Allir hjartanlega velkomnir
Hugmyndahittingur
Minni á hugmyndahittinginn sem á að vera miðvikudaginn 11. maí n.k. kl. 18:00
Súpa og brauð í boði félagsins
Stjórnin