Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá „Sem á himni“ þann 21. október n.k. kl. 20:00
Rútan fer frá Þorlákssetri kl. 18:45
Staðfesta þarf þátttöku með því að svara þessum pósti í síðasta lagi 14. október eða hafa samband á skrifstofuna milli kl. 13-16 í síma 4835216.
Rukkun mun svo verða send í heimabanka og þarf að greiðast strax til að komast með.
Félagið mun greiða helming miðans sem er kr. 7.900.- og verður því kr. 3.950.-. Helming rútugjalds sem er kr. 100.000.- greiðir félagið og hinn helmingur rútugjaldsins deilist á milli félaga eftir því hve margir fara.
Haustfundur verður haldinn næsta sunnudag 25. september kl. 15:00.
Farið verður yfir vetrardagskrána og boðið upp á kaffi og meðlæti.
Hægt verður að skrá sig á þau námskeið sem eru í boði á Haustfundinum. Fólk er kvatt til að lesa blöðin vandlega áður en það skráir sig. Einnig verður einhver úr stjórninni í Þorlákssetri eftir helgina, mánudag til fimmtudags kl. 13:00-16:00 í síma: 4835216 ef einhver vill skrá sig í félagið eða á námskeið.
Stjórnin
Þar verður starfið kynnt og skráning á viðburði vetrarins
Tilgangurinn með þessu fréttabréfi er að kynna starf Félags eldri borgara í Hveragerði fyrir bæjarbúum og hvetja alla 60 ára og eldri til að taka þátt í fjölbreyttu starfi þess. Stjórn félagsins hefur sett saman dagskrá yfir vetrarstarfið og fylgir hún þessu fréttabréfi.
Dagskráin er að stórum hluta byggð á hefð undanfarinna ára en einnig á niðurstöðum félagsmanna frá hugmyndahitting okkar í maí sl. Bryddað verður upp á mörgum nýjungum, margt spennandi í boði og á mismunandi tímum, svo fólk sem enn er í fastri vinnu geti líka fundið ýmislegt sem hentar. Við bendum á að margir sem hingað hafa flutt á efri árum hafa fundið í félaginu allt í senn; skemmtilegan félagsskap, tækifæri til að sinna áhugamálum, fjölbreyttni í heilsurækt og að njóta menningar meðal vina.
Félagið okkar telur um það bil 300 félaga. Við erum svo heppin að eiga félagsheimilið Þorlákssetur, á hæðinni fyrir ofan heilsugæsluna að Breiðumörk 25 b. Þar fer mestallt félagsstarf fram en í ár höfum við einnig starfsaðstöðu hjá Heilsustofnun NLFÍ og Skyrgerðinni.
Frekari upplýsingar um starfið og dagskrá vetrarins, er einnig að finna á vefsíðu félagsins: www.hvera.net
Afþreying í Þorlákssetri
Í Þorlákssetri verða fastir liðir í viku hverri, félagsvist handavinnuhópur, bridge, boccia og ljósmyndahópur og tréútskurður/tálgun er í handavinnuhúsi Grunnskólans.
Listanámskeið
Á haustönn höfum við fengið til okkar frábæra kennara til að halda stutt námskeið í vatnslitamálun, ritlist og fríhendis útsaum. Spennandi nýung og verða þau öll haldin í Þorlákssetri.
Heilsuefling
Gönguhópur félagsins hittist vikulega og gengur frá Þorlákssetri og við höfum einnig fengið frábæran þjálfara til að leiða dansleikfimi í Skyrgerðinni. Yogatímar og Yoga Nidra slökun verður í Kapellunni og vatnsleikfimi í Baðhúsinu á Heilsustofnun NLFÍ, þar sem við höfum fengið góða aðstöðu.
Menning og fræðsla
Nokkrar leikhúsferðir og Vínartónleikar eru á dagskrá í vetur. Fræðslu- og skemmtikvöld verða á föstudagskvöldum og þar verður meðal annars leitað í hugmyndir frá hittingnum okkar í maí í vor. Þessir viðburðir verða auglýstir sérstaklega, þegar að þeim kemur.
Kórinn Hverafuglar
Söngstjórinn okkar er Örlygur Atli Guðmundsson, en hann hefur stjórnað kórnum í mörg ár, með litlum hléum. Kórinn verður 20 ára í desember og stefum við að einhverjum skemmtilegheitum að því tilefni, einnig hefur ferðanefndin okkar allt eins hug á að fara með kórinn í söngferð erlendis með vorinu. Nýir félagar eru velkomnir í kórinn og ekki þarf að vera söngvanur eða kunna að lesa nótur. Upplýsingar gefa Örlygur í síma: 8243677 email: orlyguratli@simnet.is og Sæunn í síma: 8626589 email: saeunnfg@gmail.com
Félagsfundir
Félagsfundir eru fjórir á ár, haustfundur, þar sem línur eru lagðar fyrir vetrarstarfið, jólagleði, aðalfundur og vorfundur, en með honum lýkur vetrarstarfinu.
Heimasíða og tölvupóstur
Heimasíðu félagsins er: www.hvera.net og unnið er að því að uppfæra og betrumbæta hana á margan hátt. Tölvupóstfang félagsins er: torlaksetur@gmail.com Þeir félagsmenn sem hafa tölvupóstfang, en fá ekki póst frá félaginu, eru hvattir til að koma upplýsingum um póstfang sitt til ritara félagsins. Félagsmenn sem ekki eru með tölvupósfang, fá tilkynningar símleiðis eða með bréfi í pósti.
Félagsaðild
Ef þú ert 60+ þá ertu hjartanlega velkomin í FEB Hveragerði. Félagsgjald er 4.500 kr á mann á ári. Þegar þú gerist félagi færðu afsláttarkort sem veitir afslátt hjá fjölmörgum verslunum og þjónustuaðilum um allt land. Skráðu nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang og sendu á netfang: torlaksetur@gmail.com Þegar umsókn þín er móttekin hjá félaginu, sendir þjónustu-bankinn okkar greiðsluseðil í heimabankann þinn og þegar þú hefur greitt félagsgjaldið færðu sent félagsskírteini og ert þar með skráð/ur í félagaskrá FEB Hveragerði.
Með þessu fréttabréfi vill Félag eldri borgara kynna bæjarbúum starfsemi sína. Félagið er opið öllum bæjarbúum 60 ára og eldri.
Miðvikudaginn 14. september 2022 verður farið í dagsferð um Njáluslóðir. Sigurlín Sveinbjarnardóttir, meðstjórnandi í stjórn FEBH, hefur skipulagt ferðina og verður leiðsögumaður í rútunni.
Brottför frá Þorlákssetri er kl. 9.00. Fyrst er stoppað við Hellana við Hellu. Þetta eru líklega elstu manngerðu vistarverurnar sem varðveist hafa á Íslandi. Þar fáum við leiðsögn um tvo hella.
Þá er haldið að Hótel Rangá og snæddur hádegisverður sem er: Lax með sætkartöflumauki, eplum, sinnepsfræjum, spergilkáli, granóla og hvítvínssósu. Kaffi og súkkulaði á eftir.
Síðan er ekið um helstu sögustaði á svæðinu þar sem Sigurlín segir frá nokkrum veigamiklum atburðum sem þar áttu sér stað á söguöld. Ekki verður sagan þó rakin heldur gripið niður hér og þar. Einnig sagðar aðrar stuttar sögur úr nútímanum.
Síðdegiskaffi fáum við í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð, kaffi og heimabakaðar pönnukökur með rjóma og/eða upprúllaðar.
Þá kemur Bjarni Harðarson, sagnamaður og bóksali, fæddur í Hveragerði og segir okkur frá Njálu á sinn einstaka og skemmilega hátt.
Við njótum þess að sjá á veggjum myndlist eftir listakonuna Þórhildi Jónsdóttur frá Lambey sem hefur málað helstu persónur í Njálu eins og hún sér þær fyrir sér. Þessi sýning er sérstaklega sett upp fyrir okkur. Þá verður haldið heim á leið, etv. með smá stoppi, komið í Hveragerði um kl. 18.30.
Hámarks fjöldi verður 55 manns.
Félagið mun greiða 50% af kostnaði, þannig að hver félagi greiðir þá kr. 7.500.- eða kr. 15.000.- á hjón.
Skráning í ferðina er í síma 661 2179 (Steinunn Aldís)
Leikhúsferð
Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá „Sem á himni“ þann 21. október n.k. kl. 20:00
Útskurður og tálgun
Námskeiðið hefst næsta föstudag 7. október kl. 13:30-15:00 og verður í handavinnuhúsi Grunnskólans.
Haustfundur
Haustfundur verður haldinn næsta sunnudag 25. september kl. 15:00.
Farið verður yfir vetrardagskrána og boðið upp á kaffi og meðlæti.
Hægt verður að skrá sig á þau námskeið sem eru í boði á Haustfundinum. Fólk er kvatt til að lesa blöðin vandlega áður en það skráir sig. Einnig verður einhver úr stjórninni í Þorlákssetri eftir helgina, mánudag til fimmtudags kl. 13:00-16:00 í síma: 4835216 ef einhver vill skrá sig í félagið eða á námskeið.
Stjórnin
Fréttabréf haust 2022
Fréttabréf
Félags eldri borgara í Hveragerði september 2022
Haustfundur verður haldinn í Þorlákssetri
sunnudaginn 25. september kl. 15:00
Þar verður starfið kynnt og skráning á viðburði vetrarins
Tilgangurinn með þessu fréttabréfi er að kynna starf Félags eldri borgara í Hveragerði fyrir bæjarbúum og hvetja alla 60 ára og eldri til að taka þátt í fjölbreyttu starfi þess. Stjórn félagsins hefur sett saman dagskrá yfir vetrarstarfið og fylgir hún þessu fréttabréfi.
Dagskráin er að stórum hluta byggð á hefð undanfarinna ára en einnig á niðurstöðum félagsmanna frá hugmyndahitting okkar í maí sl. Bryddað verður upp á mörgum nýjungum, margt spennandi í boði og á mismunandi tímum, svo fólk sem enn er í fastri vinnu geti líka fundið ýmislegt sem hentar. Við bendum á að margir sem hingað hafa flutt á efri árum hafa fundið í félaginu allt í senn; skemmtilegan félagsskap, tækifæri til að sinna áhugamálum, fjölbreyttni í heilsurækt og að njóta menningar meðal vina.
Félagið okkar telur um það bil 300 félaga. Við erum svo heppin að eiga félagsheimilið Þorlákssetur, á hæðinni fyrir ofan heilsugæsluna að Breiðumörk 25 b. Þar fer mestallt félagsstarf fram en í ár höfum við einnig starfsaðstöðu hjá Heilsustofnun NLFÍ og Skyrgerðinni.
Frekari upplýsingar um starfið og dagskrá vetrarins, er einnig að finna á vefsíðu félagsins: www.hvera.net
Afþreying í Þorlákssetri
Í Þorlákssetri verða fastir liðir í viku hverri, félagsvist handavinnuhópur, bridge, boccia og ljósmyndahópur og tréútskurður/tálgun er í handavinnuhúsi Grunnskólans.
Listanámskeið
Á haustönn höfum við fengið til okkar frábæra kennara til að halda stutt námskeið í vatnslitamálun, ritlist og fríhendis útsaum. Spennandi nýung og verða þau öll haldin í Þorlákssetri.
Heilsuefling
Gönguhópur félagsins hittist vikulega og gengur frá Þorlákssetri og við höfum einnig fengið frábæran þjálfara til að leiða dansleikfimi í Skyrgerðinni. Yogatímar og Yoga Nidra slökun verður í Kapellunni og vatnsleikfimi í Baðhúsinu á Heilsustofnun NLFÍ, þar sem við höfum fengið góða aðstöðu.
Menning og fræðsla
Nokkrar leikhúsferðir og Vínartónleikar eru á dagskrá í vetur. Fræðslu- og skemmtikvöld verða á föstudagskvöldum og þar verður meðal annars leitað í hugmyndir frá hittingnum okkar í maí í vor. Þessir viðburðir verða auglýstir sérstaklega, þegar að þeim kemur.
Kórinn Hverafuglar
Söngstjórinn okkar er Örlygur Atli Guðmundsson, en hann hefur stjórnað kórnum í mörg ár, með litlum hléum. Kórinn verður 20 ára í desember og stefum við að einhverjum skemmtilegheitum að því tilefni, einnig hefur ferðanefndin okkar allt eins hug á að fara með kórinn í söngferð erlendis með vorinu. Nýir félagar eru velkomnir í kórinn og ekki þarf að vera söngvanur eða kunna að lesa nótur. Upplýsingar gefa Örlygur í síma: 8243677 email: orlyguratli@simnet.is og Sæunn í síma: 8626589 email: saeunnfg@gmail.com
Félagsfundir
Félagsfundir eru fjórir á ár, haustfundur, þar sem línur eru lagðar fyrir vetrarstarfið, jólagleði, aðalfundur og vorfundur, en með honum lýkur vetrarstarfinu.
Heimasíða og tölvupóstur
Heimasíðu félagsins er: www.hvera.net og unnið er að því að uppfæra og betrumbæta hana á margan hátt. Tölvupóstfang félagsins er: torlaksetur@gmail.com Þeir félagsmenn sem hafa tölvupóstfang, en fá ekki póst frá félaginu, eru hvattir til að koma upplýsingum um póstfang sitt til ritara félagsins. Félagsmenn sem ekki eru með tölvupósfang, fá tilkynningar símleiðis eða með bréfi í pósti.
Félagsaðild
Ef þú ert 60+ þá ertu hjartanlega velkomin í FEB Hveragerði. Félagsgjald er 4.500 kr á mann á ári. Þegar þú gerist félagi færðu afsláttarkort sem veitir afslátt hjá fjölmörgum verslunum og þjónustuaðilum um allt land. Skráðu nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang og sendu á netfang: torlaksetur@gmail.com Þegar umsókn þín er móttekin hjá félaginu, sendir þjónustu-bankinn okkar greiðsluseðil í heimabankann þinn og þegar þú hefur greitt félagsgjaldið færðu sent félagsskírteini og ert þar með skráð/ur í félagaskrá FEB Hveragerði.
Með þessu fréttabréfi vill Félag eldri borgara kynna bæjarbúum starfsemi sína. Félagið er opið öllum bæjarbúum 60 ára og eldri.
Stjórn FEB Hveragerði 2022 – 2023
Formaður Áslaug Guðmundsdóttir 893 2775
Varaformaður Guðjón Árnason 891 8301
Ritari Marta Hauksdóttir 868 7405
Gjaldkeri Steinunn Aldís Helgadóttir 661 2179
Meðstjórnandi Sigurlín Sveinbjarnardóttir 898 2488
Varastjórn Daði Ingimundarson 897 3536
Varastjórn Björn Guðjónsson 866 6840
Kynnið ykkur dagskrá félagsins og velkomin að takið þátt!
FEB Hveragerði – Breiðumörk 25 b
Haustferð
Haustferð FEBH 2022
Miðvikudaginn 14. september 2022 verður farið í dagsferð um Njáluslóðir. Sigurlín Sveinbjarnardóttir, meðstjórnandi í stjórn FEBH, hefur skipulagt ferðina og verður leiðsögumaður í rútunni.
Brottför frá Þorlákssetri er kl. 9.00. Fyrst er stoppað við Hellana við Hellu. Þetta eru líklega elstu manngerðu vistarverurnar sem varðveist hafa á Íslandi. Þar fáum við leiðsögn um tvo hella.
Þá er haldið að Hótel Rangá og snæddur hádegisverður sem er: Lax með sætkartöflumauki, eplum, sinnepsfræjum, spergilkáli, granóla og hvítvínssósu. Kaffi og súkkulaði á eftir.
Síðan er ekið um helstu sögustaði á svæðinu þar sem Sigurlín segir frá nokkrum veigamiklum atburðum sem þar áttu sér stað á söguöld. Ekki verður sagan þó rakin heldur gripið niður hér og þar. Einnig sagðar aðrar stuttar sögur úr nútímanum.
Síðdegiskaffi fáum við í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð, kaffi og heimabakaðar pönnukökur með rjóma og/eða upprúllaðar.
Þá kemur Bjarni Harðarson, sagnamaður og bóksali, fæddur í Hveragerði og segir okkur frá Njálu á sinn einstaka og skemmilega hátt.
Við njótum þess að sjá á veggjum myndlist eftir listakonuna Þórhildi Jónsdóttur frá Lambey sem hefur málað helstu persónur í Njálu eins og hún sér þær fyrir sér. Þessi sýning er sérstaklega sett upp fyrir okkur. Þá verður haldið heim á leið, etv. með smá stoppi, komið í Hveragerði um kl. 18.30.
Hámarks fjöldi verður 55 manns.
Félagið mun greiða 50% af kostnaði, þannig að hver félagi greiðir þá kr. 7.500.- eða kr. 15.000.- á hjón.
Skráning í ferðina er í síma 661 2179 (Steinunn Aldís)
Fyrir hönd stjórnar
Steinunn Aldís
gjaldkeri