Kæru félagsmenn í Félagi eldri borgara í Hveragerði
Með stuttu millibili hafa bæði formaður félagsins, Áslaug Guðmundsdóttir, og varaformaður, Guðjón
Árnason, forfallast vegna veikinda. Ekki er vitað hversu lengi en við hin í stjórninni sendum þeim
innilegar óskir um góðan bata sem allra fyrst.
Við sem eftir sitjum leituðum ráða hjá formanni landssambandsins, LEB, Helga Péturssyni og hann
sagði að við ættum að halda strax stjórnarfund, færa varamennina upp í aðalstjórn og skipta með
okkur verkum upp á nýtt, þar til okkar fólk kemur aftur eða í síðasta lagi þegar ný kosning fer fram á
aðalfundi sem ákveðinn hafði verið 23.02.23.
Þetta höfum við gert föstudaginn 21.10. sl. og vinnum nú eftir nýju skipulagi.
Stjórnin er þá þannig skipuð:
Formaður: Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Varaformaður: Daði Ingimundarson
Ritari: Marta Hauksdóttir
Gjaldkeri: Steinunn Aldís Helgadóttir
Meðstjórnandi: Björn Guðjónsson
Öll starfsemi félagsins heldur óbreytt áfram og við erum ákveðin í að vinna vel svo undirbúningur
allra viðburða og námskeiða, bæði núna og á vormisseri gangi eins og áætlað var.
Hveragerði 22. október 2022
Með félagskveðjum
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, starfandi formaður
http://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.png00Marta Hauksdóttirhttp://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.pngMarta Hauksdóttir2022-10-24 12:01:252022-10-24 12:01:32Breyting á stjórn FEBH
Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá „Sem á himni“ þann 21. október n.k. kl. 20:00
Rútan fer frá Þorlákssetri kl. 18:45
Staðfesta þarf þátttöku með því að svara þessum pósti í síðasta lagi 14. október eða hafa samband á skrifstofuna milli kl. 13-16 í síma 4835216.
Rukkun mun svo verða send í heimabanka og þarf að greiðast strax til að komast með.
Félagið mun greiða helming miðans sem er kr. 7.900.- og verður því kr. 3.950.-. Helming rútugjalds sem er kr. 100.000.- greiðir félagið og hinn helmingur rútugjaldsins deilist á milli félaga eftir því hve margir fara.
Haustfundur verður haldinn næsta sunnudag 25. september kl. 15:00.
Farið verður yfir vetrardagskrána og boðið upp á kaffi og meðlæti.
Hægt verður að skrá sig á þau námskeið sem eru í boði á Haustfundinum. Fólk er kvatt til að lesa blöðin vandlega áður en það skráir sig. Einnig verður einhver úr stjórninni í Þorlákssetri eftir helgina, mánudag til fimmtudags kl. 13:00-16:00 í síma: 4835216 ef einhver vill skrá sig í félagið eða á námskeið.
Stjórnin
Breyting á stjórn FEBH
Kæru félagsmenn í Félagi eldri borgara í Hveragerði
Með stuttu millibili hafa bæði formaður félagsins, Áslaug Guðmundsdóttir, og varaformaður, Guðjón
Árnason, forfallast vegna veikinda. Ekki er vitað hversu lengi en við hin í stjórninni sendum þeim
innilegar óskir um góðan bata sem allra fyrst.
Við sem eftir sitjum leituðum ráða hjá formanni landssambandsins, LEB, Helga Péturssyni og hann
sagði að við ættum að halda strax stjórnarfund, færa varamennina upp í aðalstjórn og skipta með
okkur verkum upp á nýtt, þar til okkar fólk kemur aftur eða í síðasta lagi þegar ný kosning fer fram á
aðalfundi sem ákveðinn hafði verið 23.02.23.
Þetta höfum við gert föstudaginn 21.10. sl. og vinnum nú eftir nýju skipulagi.
Stjórnin er þá þannig skipuð:
Formaður: Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Varaformaður: Daði Ingimundarson
Ritari: Marta Hauksdóttir
Gjaldkeri: Steinunn Aldís Helgadóttir
Meðstjórnandi: Björn Guðjónsson
Öll starfsemi félagsins heldur óbreytt áfram og við erum ákveðin í að vinna vel svo undirbúningur
allra viðburða og námskeiða, bæði núna og á vormisseri gangi eins og áætlað var.
Hveragerði 22. október 2022
Með félagskveðjum
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, starfandi formaður
Á döfinni
Farið verður í Þjóðleikhúsið 21.nóvember að sjá Svo á himni og er uppselt á þá sýningu.
Sviðaveisla verður í Rósakaffi 11. nóvember kl. 19:00
Nánar auglýst hvenær skráning hefst.
Jólagleði verður í Hótel Rangá 1. desember Farið verður með rútu frá Þorlákssetri.
Nánar auglýst hvenær skráning hefst.
Stjórnin
Leikhúsferð
Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá „Sem á himni“ þann 21. október n.k. kl. 20:00
Útskurður og tálgun
Námskeiðið hefst næsta föstudag 7. október kl. 13:30-15:00 og verður í handavinnuhúsi Grunnskólans.
Haustfundur
Haustfundur verður haldinn næsta sunnudag 25. september kl. 15:00.
Farið verður yfir vetrardagskrána og boðið upp á kaffi og meðlæti.
Hægt verður að skrá sig á þau námskeið sem eru í boði á Haustfundinum. Fólk er kvatt til að lesa blöðin vandlega áður en það skráir sig. Einnig verður einhver úr stjórninni í Þorlákssetri eftir helgina, mánudag til fimmtudags kl. 13:00-16:00 í síma: 4835216 ef einhver vill skrá sig í félagið eða á námskeið.
Stjórnin