Heil og sæl
Við hittumst um daginn nokkrar konur sem hafa áhuga á að halda áfram með
leshópinn/bókmenntahópinn sem starfræktur var á vegum FEBH, en með örlítið breyttu formi. Við
viljum kanna hvort fleiri hafi áhuga.
Hugmynd okkar er að fundirnir verði frjálslegir og á hverjum fundi lesi 2-4 aðilar, sem ákveðnir eru á
fundinum á undan, sjálfvalið efni. Það má vera kafli úr skáldsögu, smásaga, fræðigrein úr bók eða
tímariti, nokkur ljóð eða hvaðeina sem viðkomandi finnst áhugavert. Jafnframt þarf viðkomandi að
kynna höfund, kynna bókina eða fjalla aðeins um efnið. Eftir hvern lestur verði boðið upp á
umræður. Þetta býður upp á fjölbreytni og ef til vill hvatningu til að kynna sér eitthvað sem annars
hefið ekki þótt áhugavert. Einnig verði að hausti valin ein bók sem allir lesi yfir „önnina“ og verði hún
tekin til umræðu undir lok „annarinnar“. Sama gert að vori. Auðvitað koma svo aðrar hugmyndir til
greina.
Við sjáum að á dagskrá FEBH er laus tími í Þorlákssetri á föstudagsmorgnum og gætum við þá verið
þar kl. 10:30-12. Viljum við prófa þann tíma, hann er betri en tíminn sem við höfðum síðast.
Það væri gott ef þeir sem áhuga hafa hefðu samband við mig (hlifarndal@gmail.com, s. 691-8367).
Við ætlum að byrja föstudagsmorguninn 4. nóvember kl. 10:30 og er öllum áhugasömum frjálst að
koma og vera með, hvort sem þeir eru búnir að hafa samband eða ekki. Til að byrja með verðum við í
innri salnum, en ef fjölmenni verður færum við okkur yfir í stærri salinn.
Með bestu kveðju,
Hlíf S. Arndal, fyrir hönd hópsins.
Sviðaveisla á vegum FEB Hveragerði þann 11.11 kl. 19 í Rósakaffi.
Kæru félagar í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Á hugmyndafundinum okkar í maí sl. kom fram áhugi á að halda sviðaveislu. Þá er við hæfi að það verði að veruleika núna við lok sláturtíðar, föstudaginn 11. nóvember kl. 19 í Rósakaffi. Við höfum fengið mjög gott tilboð þar, og félagið niðurgreiðir enn um helming, svo við getum boðið ykkur máltíðina; svið (heit eða köld) með kartöflustöppu og rófustöppur á kr. 1000 á mann. Einnig verða drykkjarföng á mjög góðu verði. Karlakórinn hefur gefið vilyrði fyrir að líta við hjá okkur. Er til nokkuð þjóðlegra á Gormánuði en SVIÐ, BJÓR OG KARLAKÓR?
Staðfesta þarf þátttöku með því að svara tölvupósti eða hringja í síma 4835216 í Þorlákssetri í síðasta lagi föstudaginn 4.11. Vakt verður við símann þriðjudaginn 1.11, miðvikudaginn 2.11 og fimmtudaginn 3.11, kl. 13-16
Við munum svo taka á móti ykkur við dyrnar og merkja við á þátttökulistanum. Þið greiðið síðan ykkar hlut við kassann í Rósakaffi.
Kæru félagsmenn í Félagi eldri borgara í Hveragerði
Með stuttu millibili hafa bæði formaður félagsins, Áslaug Guðmundsdóttir, og varaformaður, Guðjón
Árnason, forfallast vegna veikinda. Ekki er vitað hversu lengi en við hin í stjórninni sendum þeim
innilegar óskir um góðan bata sem allra fyrst.
Við sem eftir sitjum leituðum ráða hjá formanni landssambandsins, LEB, Helga Péturssyni og hann
sagði að við ættum að halda strax stjórnarfund, færa varamennina upp í aðalstjórn og skipta með
okkur verkum upp á nýtt, þar til okkar fólk kemur aftur eða í síðasta lagi þegar ný kosning fer fram á
aðalfundi sem ákveðinn hafði verið 23.02.23.
Þetta höfum við gert föstudaginn 21.10. sl. og vinnum nú eftir nýju skipulagi.
Stjórnin er þá þannig skipuð:
Formaður: Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Varaformaður: Daði Ingimundarson
Ritari: Marta Hauksdóttir
Gjaldkeri: Steinunn Aldís Helgadóttir
Meðstjórnandi: Björn Guðjónsson
Öll starfsemi félagsins heldur óbreytt áfram og við erum ákveðin í að vinna vel svo undirbúningur
allra viðburða og námskeiða, bæði núna og á vormisseri gangi eins og áætlað var.
Hveragerði 22. október 2022
Með félagskveðjum
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, starfandi formaður
http://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.png00Marta Hauksdóttirhttp://www.hvera.net/wp-content/uploads/2017/09/logo-pixel.pngMarta Hauksdóttir2022-10-24 12:01:252022-10-24 12:01:32Breyting á stjórn FEBH
Leshópur
Heil og sæl
Við hittumst um daginn nokkrar konur sem hafa áhuga á að halda áfram með
leshópinn/bókmenntahópinn sem starfræktur var á vegum FEBH, en með örlítið breyttu formi. Við
viljum kanna hvort fleiri hafi áhuga.
Hugmynd okkar er að fundirnir verði frjálslegir og á hverjum fundi lesi 2-4 aðilar, sem ákveðnir eru á
fundinum á undan, sjálfvalið efni. Það má vera kafli úr skáldsögu, smásaga, fræðigrein úr bók eða
tímariti, nokkur ljóð eða hvaðeina sem viðkomandi finnst áhugavert. Jafnframt þarf viðkomandi að
kynna höfund, kynna bókina eða fjalla aðeins um efnið. Eftir hvern lestur verði boðið upp á
umræður. Þetta býður upp á fjölbreytni og ef til vill hvatningu til að kynna sér eitthvað sem annars
hefið ekki þótt áhugavert. Einnig verði að hausti valin ein bók sem allir lesi yfir „önnina“ og verði hún
tekin til umræðu undir lok „annarinnar“. Sama gert að vori. Auðvitað koma svo aðrar hugmyndir til
greina.
Við sjáum að á dagskrá FEBH er laus tími í Þorlákssetri á föstudagsmorgnum og gætum við þá verið
þar kl. 10:30-12. Viljum við prófa þann tíma, hann er betri en tíminn sem við höfðum síðast.
Það væri gott ef þeir sem áhuga hafa hefðu samband við mig (hlifarndal@gmail.com, s. 691-8367).
Við ætlum að byrja föstudagsmorguninn 4. nóvember kl. 10:30 og er öllum áhugasömum frjálst að
koma og vera með, hvort sem þeir eru búnir að hafa samband eða ekki. Til að byrja með verðum við í
innri salnum, en ef fjölmenni verður færum við okkur yfir í stærri salinn.
Með bestu kveðju,
Hlíf S. Arndal, fyrir hönd hópsins.
Sviðaveisla
Sviðaveisla á vegum FEB Hveragerði þann 11.11 kl. 19 í Rósakaffi.
Kæru félagar í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Á hugmyndafundinum okkar í maí sl. kom fram áhugi á að halda sviðaveislu. Þá er við hæfi að það verði að veruleika núna við lok sláturtíðar, föstudaginn 11. nóvember kl. 19 í Rósakaffi. Við höfum fengið mjög gott tilboð þar, og félagið niðurgreiðir enn um helming, svo við getum boðið ykkur máltíðina; svið (heit eða köld) með kartöflustöppu og rófustöppur á kr. 1000 á mann. Einnig verða drykkjarföng á mjög góðu verði. Karlakórinn hefur gefið vilyrði fyrir að líta við hjá okkur. Er til nokkuð þjóðlegra á Gormánuði en SVIÐ, BJÓR OG KARLAKÓR?
Staðfesta þarf þátttöku með því að svara tölvupósti eða hringja í síma 4835216 í Þorlákssetri í síðasta lagi föstudaginn 4.11. Vakt verður við símann þriðjudaginn 1.11, miðvikudaginn 2.11 og fimmtudaginn 3.11, kl. 13-16
Við munum svo taka á móti ykkur við dyrnar og merkja við á þátttökulistanum. Þið greiðið síðan ykkar hlut við kassann í Rósakaffi.
Með bestu kveðjum
Stjórnin
Málverkasýning
Helga Haraldsdóttir ætlar að hafa málverkasýningu í bókasafni Hveragerðis í Sunnumörk
frá 3. nóvember og fram að jólum.
Breyting á stjórn FEBH
Kæru félagsmenn í Félagi eldri borgara í Hveragerði
Með stuttu millibili hafa bæði formaður félagsins, Áslaug Guðmundsdóttir, og varaformaður, Guðjón
Árnason, forfallast vegna veikinda. Ekki er vitað hversu lengi en við hin í stjórninni sendum þeim
innilegar óskir um góðan bata sem allra fyrst.
Við sem eftir sitjum leituðum ráða hjá formanni landssambandsins, LEB, Helga Péturssyni og hann
sagði að við ættum að halda strax stjórnarfund, færa varamennina upp í aðalstjórn og skipta með
okkur verkum upp á nýtt, þar til okkar fólk kemur aftur eða í síðasta lagi þegar ný kosning fer fram á
aðalfundi sem ákveðinn hafði verið 23.02.23.
Þetta höfum við gert föstudaginn 21.10. sl. og vinnum nú eftir nýju skipulagi.
Stjórnin er þá þannig skipuð:
Formaður: Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Varaformaður: Daði Ingimundarson
Ritari: Marta Hauksdóttir
Gjaldkeri: Steinunn Aldís Helgadóttir
Meðstjórnandi: Björn Guðjónsson
Öll starfsemi félagsins heldur óbreytt áfram og við erum ákveðin í að vinna vel svo undirbúningur
allra viðburða og námskeiða, bæði núna og á vormisseri gangi eins og áætlað var.
Hveragerði 22. október 2022
Með félagskveðjum
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, starfandi formaður
Á döfinni
Farið verður í Þjóðleikhúsið 21.nóvember að sjá Svo á himni og er uppselt á þá sýningu.
Sviðaveisla verður í Rósakaffi 11. nóvember kl. 19:00
Nánar auglýst hvenær skráning hefst.
Jólagleði verður í Hótel Rangá 1. desember Farið verður með rútu frá Þorlákssetri.
Nánar auglýst hvenær skráning hefst.
Stjórnin