Fréttir frá stjórn FEBH
Aðstoð við lestur
Félag eldri borgara í Hveragerði og Rauða kross deild Hveragerðis hafa tekið höndum saman um að finna sjálfboðaliða, fyrir verkefnið að hjálpa börnum af erlendum uppruna með lestur. Sem verður vonandi að veruleika. Þetta kemur vel að verkefninu Þjóðarsátt um læsi. Formaður FEBH Kristín Dagbjartsdóttir og formaður Rauða kross deildar Hveragerðis Helgi Kristmundsson hafa fundað með Bæjarstjóra Hveragerðis Aldísi Hafsteinsdóttur og kynnt áhuga okkar á þessu verkefni, og afhentum upplýsingar og bréf. Fengum mjög jákvæðar móttökur og verður málið sent til skólanefndar sem fundar í viku 40. Bæjarstjóri lýsti áhuga sínum á að mæta þegar Haraldur Finnsson kemur í Þorlákssetur og taka skólastjórann með sér.
Verkefnið verður skipulagt og stýrt af stjórnendum Grunnskólans og bæjaryfirvöldum í Hveragerði. Sjálfboðaliðar koma frá FEBH og Rauða krossinum. Hvernig staðið er að verkefninu Heilahristingur í Grafarvogi er til fyrirmyndar og eftirbreytni.
Kynning fimmtudagsmorguninn 22. október kl. 10-12:00. Þá kemur Haraldur Finnsson fyrrv. skólastjóri og kynnir hvernig verkefnið Heilahristingur varð til og hvernig það er framkvæmt af eldri borgurum Korpúlfar í Grafarvogi og sjálfboðaliðum Rauða krossins, að leiðbeina grunnskólanemendum af erlendum uppruna með lestur.
F.h. stjórnar Kristín Dagbjartsdóttir form.
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!