Uppstillinganefnd

Desember 2024

Góðir félagar

Uppstillinganefnd Félags eldri borgar í Hveragerði hvetur þá liðsmenn sem áhuga hafa á setu í stjórn félagsins að bjóða sig fram fyrir næsta kjörtímabil (tvö ár).

Aðalfundurinn verður haldinn þann 13.febrúar 2025.

Starfið hefur verið mjög kraftmikið og mikilvægt að svo verði áfram. Við hvetjum áhugasama til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu í okkar góða félagi.

Í aðalstjórn sitja fimm manns og tveir í varastjórn.
Hér með er óskað eftir félögum til að gefa kost á sér í embætti formanns og einnig í aðal- og varastjórn.
Stjórnin tilnefnir fulltrúa á þing Landsambands eldri borgara (LEB).

Þeir sem áhugasamir eru um stjórnarsetu láti uppstillinganefnd vita í netpósti fyrir 1.janúar 2025.

Eyvindur Bjarnason, netfang: kjarrheidi10@gmail.com
Hólmfríður Árnadóttir, netfang: holmarn@ismennt.is
Guðmundur Sveinbjörnsson, netfang: gummi29@simnet.is

Kveðja,
Uppstillinganefnd FEB í Hveragerði

Jólafundur

Jólafundur í Félagi eldri borgara í Hveragerði

5.12.2024 kl. 17.00 á Hótel Örk

Hér með er auglýstur jólafundur Félags eldri borgara í Hveragerði sem haldinn verður fimmtudaginn 5. desember 2024 kl. 17 á Hótel Örk.
Fundurinn hefst með stuttri dagskrá með jólalegu ívafi ásamt upplýsingum um starfið á vormisseri 2025. Ýmsir gestir koma s.s. presturinn okkar sr. Ninna Sif Svavarsdótti sem flytur ávarp. Kl. 18 hefst jólaveisla að hætti Hótels Arkar. Má þar fyrst nefna forréttarþrennu. Þá verður í aðalrétt lamb og kalkúnn með fjölbreyttu meðlæti. Milli rétta verða söng- og skemmtiatriði, meðal annars mun kórinn okkar Hverafuglar syngja jólalög undir stjórn nýja söngstjórans Daniels Alexander Cathcart Jones.
Verð er kr. 9000 á mann. Opnað verður fyrir skráningu inn á Abler mánudaginn 18.11.24 – 28.11.24. Í næstu viku verður aðstoð á skrifstofunni ef einhverjir vilja og það er nóg pláss í hátíðarsalnum.

Fyrir hönd stjórnar
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður

Jólafundur.

Kynning á jólafundi 5.12.2024

Sæl öll. Takið endilega tímann frá og fylgist með nánari kynningu á jólafundi okkar í Félagi eldri borgara í Hveragerði sem haldinn verður kl. 17. fimmtudaginn 5. desember 2024 á Hótel Örk. Hann verður auglýstur nánar síðar.

Fundurinn hefst kl. 17 og verður þar dagskrá með jólalegu ívafi ásamt upplýsingum um starfið. Kl. 18 hefst jólaveisla að hætti hótelsins: Forréttarþrenna, í aðalrétt er lamb og kalkúnn með fjölbreyttu meðlæti. Verð er kr. 9000 á mann.

Fyrir hönd stjórnar

Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður

Ljómyndasýning

Ljósmyndahópurinn HVER verður með ljósmyndasýningu í Bókasafninu í Hveragerði í nóvembermánuði.
Sýningin heitir:

FYRR og NÚ -Hveragerði

Sýningin opnar á föstudaginn kl. 15.00 í bókasafninu. Boðið verður upp á kaffi og pönnsur við opnunina. Verið öll hjartanlega velkomin.
Þetta er hvorki söguleg né menningarleg sýning- aðalmarkmið sýningarinnar er: Mín túlkun á tímanum fyrr og nú. Meginmarkmið hópsins er að hafa gaman saman. Hópinn skipa 15 félagar. Tíu félagar völdu að taka þátt í sýningunni. Hver og einn valdi sér eina gamla mynd frá Hveragerði eða nágrenni frá árunum kringum 1930-1970 og tók síðan mynd út frá svipuðu sjónarhorni. Félagar í ljósmyndahópnum BLIK á Selfossi aðstoðuðu við vinnslu myndanna og prentun.
Bókasafnið er opið mánudaga, kl. 11-18:30. þriðjudaga-föstudaga, kl. 13-18:30 og laugardaga, kl. 11-14.

Dansleikur 60+ á Hótel Örk

Það sem framundan er á næstunni er glæsilegt ball í stóra salnum á Hótel Örk þann 15. okt. kl. 20. Þar verður dansað en einnig skemmtileg dagskrá með happdrætti og fl. Og gestir frá öðrum félögum eldri borgara á Suðurlandi heimsækja okkur.

Þangað skulum við fjölmenna, munið nú að fylgjast með auglýsingu í næstu viku.