Íbúaþing 60+

Íbúaþing fyrir 60 ára og eldri í Hveragerði
Staða mála og framtíðarsýn

Öldungaráð í Hveragerði mun standa fyrir íbúaþingi um málefni íbúa 60 ára og eldri á Hótel Örk laugardaginn 22. mars kl 11:00 – 13:00
Á þinginu verður boðið upp á súpu og brauð og eru gestir beðnir að skrá þátttöku sína undir, viðburðir á heimasíðu Hveragerðis.
Á dagskrá þingsinns eru stutt erindi um öldungaráð og velferðarþjónustu, kynning á verkefninu Gott að eldast og vitundavakning um heilbrygða öldrun.
Á þinginu gefst þátttakendum einnig tækifæri á að skrá hugmyndir sínar og framtíðarsýn er varðar t.d. búsetu, félagslíf, heilsurækt og aðra þjónustu fyrir
þennan stóra aldurshóp í bænum.
Öldungaráð mun síðan greina þessi gögn og skila niðurstöðum til bæjarstjórnar.
Vonast er til að sem flestir bæjarbúar á þessu aldurskeiði, sjái sér fært að mæta og leggja sitt af mörkum, við að móta góða og farsæla framtíð
fyrir eldri borgara í Hveragerði.

Skráning hér

Íbúaþing fyrir 60+ á Hótel Örk

Aðalfundur 13. febrúar 2025

Aðalfundarboð í Félagi eldri borgara Hveragerði

  1. febrúar 2025 kl. 15.30 í Þorlákssetri

Sjá meðfylgjandi skjöl

Aðalfundarboð í Félagi eldri borgara Hveragerð11

Tillögur 2025-uppstillingarnefndar

Tillögur stjórnar að lagabreytingum

Uppstillinganefnd

Desember 2024

Góðir félagar

Uppstillinganefnd Félags eldri borgar í Hveragerði hvetur þá liðsmenn sem áhuga hafa á setu í stjórn félagsins að bjóða sig fram fyrir næsta kjörtímabil (tvö ár).

Aðalfundurinn verður haldinn þann 13.febrúar 2025.

Starfið hefur verið mjög kraftmikið og mikilvægt að svo verði áfram. Við hvetjum áhugasama til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu í okkar góða félagi.

Í aðalstjórn sitja fimm manns og tveir í varastjórn.
Hér með er óskað eftir félögum til að gefa kost á sér í embætti formanns og einnig í aðal- og varastjórn.
Stjórnin tilnefnir fulltrúa á þing Landsambands eldri borgara (LEB).

Þeir sem áhugasamir eru um stjórnarsetu láti uppstillinganefnd vita í netpósti fyrir 1.janúar 2025.

Eyvindur Bjarnason, netfang: kjarrheidi10@gmail.com
Hólmfríður Árnadóttir, netfang: holmarn@ismennt.is
Guðmundur Sveinbjörnsson, netfang: gummi29@simnet.is

Kveðja,
Uppstillinganefnd FEB í Hveragerði

Jólafundur

Jólafundur í Félagi eldri borgara í Hveragerði

5.12.2024 kl. 17.00 á Hótel Örk

Hér með er auglýstur jólafundur Félags eldri borgara í Hveragerði sem haldinn verður fimmtudaginn 5. desember 2024 kl. 17 á Hótel Örk.
Fundurinn hefst með stuttri dagskrá með jólalegu ívafi ásamt upplýsingum um starfið á vormisseri 2025. Ýmsir gestir koma s.s. presturinn okkar sr. Ninna Sif Svavarsdótti sem flytur ávarp. Kl. 18 hefst jólaveisla að hætti Hótels Arkar. Má þar fyrst nefna forréttarþrennu. Þá verður í aðalrétt lamb og kalkúnn með fjölbreyttu meðlæti. Milli rétta verða söng- og skemmtiatriði, meðal annars mun kórinn okkar Hverafuglar syngja jólalög undir stjórn nýja söngstjórans Daniels Alexander Cathcart Jones.
Verð er kr. 9000 á mann. Opnað verður fyrir skráningu inn á Abler mánudaginn 18.11.24 – 28.11.24. Í næstu viku verður aðstoð á skrifstofunni ef einhverjir vilja og það er nóg pláss í hátíðarsalnum.

Fyrir hönd stjórnar
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður