Fréttabréf haust 2024

Fréttabréf

Félags eldri borgara í Hveragerði september 2024

Hér með kynnum við hauststarfið 2024 í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Þetta fréttabréf er sent í öll hús í Hveragerði til upplýsingar fyrir alla sem hér búa, líka þá sem ekki eru orðnir 60 ára. Það er sent í pósti en einnig til félaga í tölvupósti og á heimasíðu félagsins https://www.hvera.net. Vikutafla yfir starf hópa og einnig námskeið fylgir með. Skráning hefst 2. september og námskeiðin byrja frá og með 9. september. Starfsmaður okkar, Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir, mun verða við á skrifstofunni í Þorlákssetri mánudaga – fimmtudaga kl.  9-12 og veita upplýsingar og aðstoð.

Almennir félagsfundir eru samkvæmt lögum félagsins fjórir á ári og eru þeir kynntir sérstaklega með góðum fyrirvara. Það er haustfundur haldinn í september, jólafundur í desember, aðalfundur í febrúar og vorfundur í maí. Þá er reynt að veita sem bestar upplýsingar um það sem er á döfinni en einnig að gera sér dagamun á ýmsan hátt.

Farið verður í ferðir tvisvar til þrisvar á ári. Leikhúsferðir eru einnig fyrirhugaðar eins og verið hefur. Margt fleira er verið að undirbúa en það verður auglýst vel með góðum fyrirvara þegar nær dregur. Á heimasíðu félagsins, https://www.hvera.net er kappkostað að birta upplýsingar um félagslífið, myndir úr starfinu og hvaðeina annað félaginu viðkomandi. Einnig eru settar ýmsar tilkynningar á facebókarsíðu FEBH. Tölvupóstfang félagsins er torlaksetur@gmail.com. Síminn í Þorlákssetri er 483 5216

Félag eldri borgara er opið öllum bæjarbúum 60 ára og eldri. Ef þú ert ekki þegar í félaginu en vilt taka þátt í starfi okkar, getur þú haft samband við starfsmann okkar á opnunartíma skrifstofu eða farið á heimasíðuna https://www.hvera.net, smellt á Félagið og fundið Að gerast félagi og þar opnast leið til að skrá þig rafrænt.

 

Stjórn FEB í Hveragerði

Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður, s. 898 2488

Daði Ingimundarson, varaformaður, s. 897 3536

Birgir Þórðarson, ritari, s. 893 1800

Kristinn Kristjánsson, gjaldkeri, s. 892 9330

Anna Elísabet Ólafsdóttir, meðstjórnandi, s. 866 1674

Sigrún Guðný Arndal, varastjórn, s. 864 7401

Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir, varastjórn s. 860 4160

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *