Fréttabréf

Fréttabréf Félags eldri borgara í Hveragerði í janúar 2024

Kæru félagar. Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir liðið ár. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í sem flestu sem er í boði í félaginu okkar. Meðfylgjandi er stundatafla vormisseris sem í þetta sinn spannar eitt 10 vikna tímabil. Mánudaginn 22. janúar nk. hefjast námskeiðin og standa fram að páskum. Eftir það hefst ný dagsskrá sem verður auglýst síðar.
Nú eru í boði öll þau námskeið sem hafa gengið vel á undanförnum misserum en hætt hefur verið við þau námskeið sem hafa verið illa sótt. Starfsemi hópanna getur hafist þegar hópstjórar
og félagar óska.
Við skráningu á námskeiðin er notað skráningarkerfið Sportabler sem nú er komin góð reynsla af og flestir ráða við. Skráning hefst mánudaginn 15. janúar nk. kl. 9.00. Þeir sem ekki geta sjálfir skráð sig geta komið á skrifstofu félagsins í Þorlákssetri frá kl. 9-12 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og fengið aðstoð hjá Kolbrúnu Ósk Guðmundsdóttur, sem er starfsmaður félagsins í 30% starfi.
Ákveðið hefur verið að niðurgreiðsla félagsins verði áfram 25% og er búið að reikna þann afslátt inn í verðská vorsins. Við kynnum síðar margs konar viðburði s.s. leikhúsferðir, ferðalög, fræðsluerindi, skemmtanir og fleira sem er í undirbúningi.
Nú er verið að undirbúa aðalfund Félags eldri borgara sem verður haldinn þann 16. febrúar 2024 kl. 15 í Þorlákssetri.

F.h. stjórnar: Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *