Fræðslu- og spjallfundir hefjast.
Nú eru miðvikudagsfundirnir „Fræðsla og spjall“ að hefjast og er sá fyrsti næsta miðvikudag 12. september n.k. í Þorlákssetri og er súpufundur sem hefst kl. 13.00 en opnað er kl. 12.30 fyrir þá sem vilja koma og fá sér súpu fyrst og er verðið kr. 500.- Svanur Jóhannesson kemur og fer yfir sögu lífeyrissjóðsmála á Íslandi.
Miðvikudaginn 19. september kl. 13.00 hittumst við á Listasafni Árnesinga þar tekur á móti okkur Inga Jónsdóttir sýningarstjóri og kynnir 2 sýningar sem eru á döfinni núna
HALLDÓR EINARSSON Í LJÓSI SAMTÍMANS
og
FRÁ MÓTUN TIL MUNA
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!