Frá uppstillinganefnd
Góðir félagar
Uppstillingarnefnd Félags eldri borgar í Hveragerði hvetur þá liðsmenn sem áhuga hafa á setu í stjórn félagsins að bjóða sig fram fyrir næsta kjörtímabil (tvö ár). Aðalfundurinn verður haldinn þ. 16. febrúar 2024. Starfið hefur verið mjög kraftmikið og mikilvægt að svo verði áfram. Við hvetjum áhugasama til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu í okkar góða félagi.
Í aðalstjórn sitja fimm manns og þar hafa lokið kjörtímabili nú: Daði Ingimundarson, Marta Hauksdóttir og Steinunn Aldís Helgadóttir, þau gefa ekki kost á sér til endurkjörs.
Í varastjórn sitja tveir menn. Björn Guðjónsson hefur lokið kjörtímabili og gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórnin tilnefnir fulltrúa á þing Landsambands eldri borgara (LSEB).
Framboði skal skila til uppstillinganefndar í netpósti fyrir 19. janúar 2024. Eyvindur Bjarnason, netfang: kjarrheidi10@gmail.com Jóna Einarsdóttir, netfang: jonaein@simnet.is
Sesselja G. Guðmundsdóttir, netfang: 49sess@gmail.com
Kveðja, uppstillingarnefnd
Ps. Skoðunarmenn reikninga gefa kost á sér áfram, þau Hólmfríður Skaftadóttir, Þórdís Magnúsdóttir og til vara Jakob Árnason.
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!