Frá Hverafuglum.
Ágætu Hvergerðingar.
Hverafuglar (kór eldri borgara) blása til sóknar og hyggjast efla sinn ágæta kór.
Mörg spennandi verkefni framundan, m.a. fyrirhuguð utanlandsferð á næsta söngári.
Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir og kórinn er opinn öllum 60 ára og eldri.
Æfingatímar alla þriðjudaga kl. 18-20 í Þorlákssetri.
Nýir meðlimir þurfa ekki að kunna að lesa nótur né hafa verið í kór áður.
Endilega kíkið við, heitt á könnunni, horfið, hlustið og takið svo þátt.
Við tökum á móti ykkur með brosi á vör.
Létt og skemmtilegt lagaval.
Kórstjóri Örlygur Atli Guðmundsson
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!