Fimmtudagsmorgnar í október
Dagskrá fimmtudagsmorgna í október kl. 10-12 í Þorlákssetri
- 1. október. Ellisif Björnsdóttir, heyrnarfræðingur, kynnir heyrnatæki og allar nýjungar tengdar þeim og svarar spurningum. (Ath. flensusprauta sama dag kl. 10- 12)
- 8. október. Konur segja frá: Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, les og segir frá eins og henni er einni lagið.
- 15. október. Gréta Berg, listakona deilir með okkur sínum áhugamálum sem spennandi verður að hlusta á.
- 22. október. Haraldur Finnsson, fyrrv. skólastjóri, kynnir fyrir okkur verkefnið, Heilahristingur, þar sem sjálfboðaliðar, eldri borgarar og Rauða kross félagar, aðstoða grunnskólanemendur sem eru af erlendum uppruna með lestur. Mjög áhugavert.
- 29. október. Karlar segja frá: Að þessu sinni Bjarni Harðarson, rithöfundur og bóksali.
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!